12.3.2009 | 13:46
Halla sér aftur á dollunni og hósta létt þá kemur það.
Mikið er nú gott að eiga fjölskyldu sem maður getur talað við tæpitungulaust. Veit ekki hvort það er vegna þess að við systkinin vorum alin upp við ótrúlegan pempíuskap og klósett og allt sem því fylgdi var yfirleitt ekki rætt, gerði það að verkum að í dag tölum við afskaplega frjálslega um okkar ferðir á dolluna og nú vara ég ykkur við, þið sem eruð viðkvæm fyrir svona lesningu, hættið bara að lesa núna.
Allir hafa einhvern tíma lent í því að fá hægðartregðu og vita að það getur farið hrikalega á sálina tala nú ekki um ef búið er að grufla í manni á skurðarborði. Þá hreinlega getur allt stoppað og maður verður bara uppfullur af skít og er það nú ekki ábætandi þegar maður hefur um allt annað að hugsa en að kúka reglulega. Þetta er bara hrikalegur bömmer.
Í þessu lenti ég núna eftir að ég kom heim. Fyrst reyndi ég að leiða þetta hjá mér og hugsa OK, þetta kemur allt bara vera róleg. Eftir viku var ég farin að hafa hrikalegar áhyggjur eins og gefur að skilja. Ég sat á dollunni og reyndi að rembast eins og rjúpan við staurinn til að koma þessu nú frá mér og niður í holræsið.
Sko það er ekkert auðvelt að rembast og vera með saumana enn og fá síðan allt í einu þá tilfinningu að allt sé að springa upp innan í manni. Tala nú ekki um verkina sem fylgja þessu og svo fer taugakerfið í algjöran hnút og þá skeður auðvitað ekkert. Allt pikkfast en þér er samt alveg hrikalega mál að kúka. Þú stendur upp með hljóðum og bölvar öllu í sand og ösku.
Jú elskurnar mínar, ég er búin að reyna að setja upp stíla, taka inn laxerolíu og núna er ég að háma í mig kolsvörtum þrumara, brauð sem ég annars mundi aldrei éta.
En ég byrjaði nú á því hér að tala um hvað gott væri að eiga góða fjölskyldu var það ekki. Í morgun hringdi mágkona mín hún Bökka og auðvitað hellti ég mig yfir hana með mín vandamál. Verð að segja það að við systkinin vorum heppin með að giftast inn í fjölskyldur sem eru ekki viðkvæmar fyrir svona klósetttilkynningum og góðu upplýsingarflæði um okkar ferðir og hefðir. Það hefur aldrei staðið í okkur að ræða það, innan velsæmismarka auðvitað.
Hún Bökka mín var sko ekki í vandræðum með að gefa góð ráð enda sjálf oft lent í þessu veseni. Ég átti að drekka sveskjusafa eða plómusafa. Kaupa eitthvað sull í heilsubúðinni (man ekkert hvað það var eða heitir) og síðan að hætta að hugsa um kúk og skít.
- Já sagði ég þú heldur að það sé bara hægt núna þegar ég er uppfull af viðbjóði.
- Já elskan mín, bara slaka á og alls ekki að rembast.
- Ha ekki rembast? Heyrðu ég er hér eins og hengd upp á þráð og þú segir mér bara að slaka á!
- Jáþað gerir ekkert gagn að rembast. Sko þú átt að halla þér aftur á dolluna ekki fram eins og allir gera og hósta létt niður í þarmanna nokkrum sinnum þá kemur þetta af sjálfu sér. Rennur bara svona ljúflega frá þér. Þetta kendi mér góður læknir fyrir nokkrum árum.
- Jahá og þetta á að virka heldur þú.
- Já ég skal lofa því, svínvirkar bara vera smá þolinmóð.
OK er farin á dolluna, halla mér aftur og hósta létt og alls ekki rembast.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
En þú verður að tilkynna skilmerkilega um árangur viðkomandi ferðar!
Svona vítahringur er voðalega vondur
Ragnheiður , 12.3.2009 kl. 13:50
Virkaði ekki rass...... Ragnheiður, reyni aftur seinna híhíhíhí....
Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2009 kl. 14:23
Ía mín, það hefur heldur betur gengið á hjá þér. Hef ekkert verið að blogga en er þess duglegri að mótmæla og nú eru að koma kosningar ss fullt að gerast. Mátti þó til að kíka á þig í dag og ég óska þér alls góðs. Ég er stórhrifin af orkunni sem þú sendir frá þér og bloggar þig í gegnum veikindin...frábært! - bara ekki rembast
Góðan bata og kveðjur, eva
Eva Benjamínsdóttir, 12.3.2009 kl. 14:37
Elskan þetta er ættarvandamál í kvenlegg hjá minni stórfjölskyldu búið að prófa allt sem hugsast getur og þetta á við þig enn ekki aðra.
Hringdu bara í lækninn og spurðu eða farðu í heilsubúð þær eru allavega góðar hér í því að ráðleggja manni og ekki draga það.
Við fáum kannski að fylgjast með
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 15:50
Sko.. nú koma örugglega húsráðin og reynslusögur á færibandi... ég tepptist í 10 daga í haust, eftir aðgerð og frétti þá frá dóttur minni að læknir hefði ráðlagt henni 8 stykki gráfíkjur á dag, ... og viti menn kanallinn fór að virka!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2009 kl. 16:12
Bökka veit ábyggilega hvað hún syngur
Ísleifur Gíslason, 12.3.2009 kl. 18:09
Bara til að gleðja ykkur elskurnar þá er kanallinn eins og Jóhanna kallar það farinn að virka pínu pons.
Ísleifur mínn ´já hún veit nú hvað hún syngur hehee.
Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:20
Guði sé lof elskan ekki gott að vera í stoppi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2009 kl. 19:08
Hóst, hóst
Guðrún Þorleifs, 12.3.2009 kl. 21:34
Góðan daginn Ía mín og eigið þið góða helgi saman elskurnar
Ljós til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 07:20
Góða helgi... á dollunni
Jónína Dúadóttir, 13.3.2009 kl. 08:07
Gott að dolluferðirnar eru farnar að bera smá árangur Ía mín Góða helgi
Auður Proppé, 13.3.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.