Ljóð að morgni

Þetta ljóð kom til mín með póstinum í gær sent frá skólasystkinum mínum Kristjönu og Pétri Maack. Takk kæru vinir fyrir hlýjar kveðjur.

Langaði að deila þessu með ykkur þar sem mér fannst það eiga svo vel við núna á þessum fallega föstudagsmorgni. 

 

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður

vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður

Ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það 

hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

 

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá

vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá

tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti

ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

 

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur

faðma þennan morgun og allar hans rætur

hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt

kex smyr með osti í blöðin svo  ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest

þetta er góður dagur, hafðu það sem best.

Ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni

ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Höf. ókunnugur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 mikið er þetta fallegt Ía mín, nú er ég að fara í páskaleyfi og verð að ég best veit netlaus í viku, svo ég get ekki kastað á þig kveðju, óska þér alls hins besta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.4.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Falleg kveðja í yndislegu ljóði  Bestu kveðjur í sveitina þína

Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegt ljóð Ía mín vona að þú og þín fjölskylda hafi góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ljúft ljóð á ljúfum degi

Sit hér heima og nýt þess að vera komin heim í vorið eftir yndislega dvöl í vetri á Íslandi, en svei mér ef hugurinn er ekki farinn að reika til næstu ferðar 

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 3.4.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt að fá svona sendingu, sýnir hjartalagið á bak við hana.
Ljós til þín ljúfust

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2009 kl. 12:07

6 identicon

Ég held að Unnur Sólrún sé höfundurin af þessu fallega ljóði. Hún bloggar hér á mbl. Ég held líka að henni sé annt um að nafnið hennar fylgi ljóðunum hennar sem ég skil vel. Hún gaf út litla fallega ljóðabók fyrir síðustu jól. Ég þekki hana ekkert en hef gaman af að lesa ljóðin hennar.

Ía þu ert frábær karekter, það les ég í gegnum bloggið þitt. Sendi þér góða strauma og fallegar hugsanir ásamt þakklæti fyrir það sem þú gefur af þér. Gangi þér vel í þínu verkefni.

Kveðja, Auður (ókunnug) 

Auður (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 12:21

7 Smámynd: Auður Proppé

Yndislegt ljóð Ía mín og mikilvægt að eiga góða vini.

Auður Proppé, 4.4.2009 kl. 12:33

8 identicon

Fegurðin á sér margar birtingamyndir...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:15

9 identicon

Takk fyrir þessa himnasendingu Ía mín.Hjartans kveðjur til þín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 15:03

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegur texti.

Elsku Ía, þú ert í huga mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2009 kl. 15:38

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.4.2009 kl. 20:27

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 5.4.2009 kl. 07:44

13 Smámynd: Ragnheiður

 x 8500

Ragnheiður , 5.4.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband