Vorið komið og við búin að opna Listasetrið okkar fyrir Íslenska listamenn.

Listasetrið Leifsbúð sept.2008 007Fyrstu ábúendur Listasetursins okkar á vordögum eru nú komin hingað í Leifsbúð.  Fræðimaðurinn, Íslenskufræðingurinn og kennarinn Baldur Sigurðsson og kona hans Eva ætla að dvelja hér næstu sex vikurnar og vinna að verefnum sem ég kann nú ekki enn skil á en vonandi skýrist með tímanum.

Mikið finnst mér alltaf gott þegar líf færist yfir litla setrið okkar og ég get horft yfir frá Stjörnusteini að Leifsbúð og séð ljós kvikna á kvöldin eins líka þegar ég horfi yfir á morgnanna og fylgist með þegar ábúendur setjast með morgunkaffið sitt á litlu veröndina áður en byrjað er á dagsverkum. 

Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að koma upp þessu litla setri og getað deilt því með frábæru Íslensku listafólki nokkra mánuði á ári.  Setrið er lokað yfir háveturinn eða frá enda nóvember fram í mars. 

 Við förum að eins og farfuglarnir.  Opnum um leið og þeir þyrpast hingað úr suðri og syngja inn vorið með sínu dirrindí. 

Fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða fleiri myndir af Leifsbúð þá er hér linkurinn

www.leifsbud.cz

 

    

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mikið er þetta fallegt setur.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Notaleg aðstaða sem þið bjóðið upp á þarna.

Kær kveðja frá P 4

Guðrún Þorleifs, 8.4.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðrún á ekki bara að skella sér í sveitina á morgun. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.4.2009 kl. 11:26

4 identicon

Þetta er auðvitað frábær aðstaða fyrir fólkið. Ekki skemma nágrannarnir það. Hef um það lúmskan grun. Vonandi líður þér vel miðað við aðstæður...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með opnunina elsku Ía mín þó eigi sé hún í fyrsta sinn. Vona að það verði þétt setinn bekkurinn í sumar.
Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Verst að vera ekki listamaður en lystin er nóg

Ísleifur Gíslason, 8.4.2009 kl. 23:19

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 9.4.2009 kl. 07:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt umhverfi hjá þér Ía.

Hugsa til þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2009 kl. 11:26

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegt hjá þér.

Gleðileg Páska til þín og þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2009 kl. 12:02

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vildi að ég væri listamaður

Sigrún Jónsdóttir, 10.4.2009 kl. 21:42

12 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gleðilega páska vinkona og láttu þér batna

Ísleifur Gíslason, 11.4.2009 kl. 01:34

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ía mín, þú færð nú örugglega kaffi og páskaegg í rúmið elskan
eða ertu eins og ég með það að kunna varla á svoleiðis, vill nú frekar sitja á stól.
Kærleik í ykkar dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband