11.4.2009 | 11:13
Bloggvinkona frá Danaveldi bankaði uppá í gær.
Bloggedí blogg hér á laugardegi fyrir páska.
Þið heyrið nú að hér er kona bara mjög hress. Ætli þetta sé ekki svona ,,opsa deisí " dagur og það meir að segja númer tvö. Það sem ég var búin að bíða lengi eftir þessu en svo bara kom þetta allt í einu án þess að gera boð á undan sér. Frábært!
Ekki datt mér nú í hug að ég ætti eftir að hitta einhvern af þessum fáu bloggvinum mínum en viti menn var ekki bara bankað uppá hjá okkur í gær og var þar komin bloggvinkona mín Guðrún Þorleifsdóttir og hennar maður Brynjólfur en þau búa á eyjunni Als í Danaveldi. Óvænt ánægja og sátum við hér og spjölluðum í góða veðrinu allan eftirmiðdaginn.
Virkilega gaman að hitta þessa frábæru konu.
Já kæru vinir hér er komið þetta líka fína veður svo maður heyrir næstum þegar blómin blómgast á trjánum svo mikill flýtir er á vorkomunni.
Ætla nú ekkert að vera að svekkja ykkur þarna heima meir með fréttum af hitastigi en bara svo þið vitið það þá er hér 25° úps ég bara varð, sorry.
Farin út að vökva kryddjurtirnar mínar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú mátt sko lýsa þessu beint fyrir mig, manstu, við gengum saman í skóginum, ég og þú hehe
Knús og gleðilega páska Ía mín elskuleg
Ragnheiður , 11.4.2009 kl. 11:32
Gaman að þú skulir vera svona opsa dasý það er bara fínnt og ekki spillir að fá skemmtilega gesti.
Kærleik til ykkar Ía mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2009 kl. 11:59
Gott að heilsan er að koma aftur Ía mín. Gangi þér vel áfram og Gleðilega páska í sveitina þína
Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2009 kl. 12:14
Takk fyrir innlitin og góðar kveðjur. Já þakka fyrir hvern ,,opsa deisí" dag .
Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:16
Dásamlegt veður sama er nú ekki að segja héðan iðulaus stórhríð fyrir norðan og gluggaveður í Reykjavík. Ég get þó glöð samglaðst ykkur..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:55
Hér á Akureyri er alveg ágætis veður svoleiðis, kalt samt en snjóar ekkert. Get alveg unnt þér þess að hafa 25 stiga hita
Jónína Dúadóttir, 11.4.2009 kl. 16:26
"Sól úti, sól inni,
sól í hjarta, sól í sinni."
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:44
Fer alveg að koma Hallgerður mín, það er bara þetta með andsk.... þolinmæðina.
Halla já og held áfram að syngja með þér ,,sól út og inni."
Jónína já hef fylgst með veðri fyrir norðan þar sem Soffía okkar er´á Akureyri hjá tengdó yfir páskana
Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 20:31
Kæra Ía, bestu þakkir fyrir góða stund Ljúft að hitta ykkur hjónin.
Heimferðin gekk vel, með viðkomu í sveitinni hjá Hullu.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 11.4.2009 kl. 20:33
Vá ertu komin heim Guðrún. Þið hafið tekið þetta eins og fuglinn fljúgandi. Takk sömu leiðis fyrir skemmtileg kynni. Éf ég rekst á skilvindu skal ég taka hana til handagangns fyrir Hullu hehehe..
Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 21:04
Vinkona,
Er að átta mig á því að þú ert að berjast við veikindi. Vonandi gengur það vel hjá þér og ykkur - og ef ég þekki þig rétt þá verður það tekið með trukki. Bestu páskakveðjur úr Kópavoginum.
ÓV
Omar Valdimarsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:12
Heimferðin gekk rosalega vel! Ef þú finnur skilvindu, þá komum við og sækjum hana Allt fyrir Hullu
Góðan páskadag í dag með fjölskyldunni.
Við látum okkur hlakka til að knúsa stóru krakkana eftir 2 daga og skottuna eftir rétta 4 daga.
Guðrún Þorleifs, 12.4.2009 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.