Morgunstund gefur gull í mund.

Eftir svefnlausa nótt fór ég með kaffibollann með mér út í bíl klukkan rúmlega sex í morgun, úrill útí sjálfa mig vegna þess að geta ekki fest blund alla nóttina.  Eitthvað smá stress í gangi? Jamm ætli það ekki ja alla vega var það eitthvað sem angraði mig.

Tók bara klukkutíma að keyra upp á spítala.  Ég hafði eitthvað misreiknað mig, hélt ég væri að fara í Hanastélsboð no. II en var þá bara að fara í blóðtöku, röntgen, öndunarþol og að endingu að bjóða lækninum mínum góðan daginn.

Hún var svona líka ánægð með mig og þar sem ég ældi ekki lifrinni og restinni af lungunum eftir síðasta Hanastél á að bæta við lyfjagjöfina.  En ég fer í þann pakka í fyrramálið.

Ég varð nú að kvarta aðeins fyrst þetta ætlar að ganga svona vel og sagði henni frá bakverkjum og hvað ég væri búin að lesa um á netinu. Ég væri orðin smá stressuð yfir þessum verkjum og lægi andvaka teljandi kindur nótt eftir nótt, sem er auðvitað haugalygi, ég sef alveg ágætlega, ja nema sl. nótt.

Hún bað mig í guðana bænum að hætta að þvælast svona á netinu, það gerði mér ekkert gott, bara til að búa til ímynduð vandamál.

 En til að róa mig, ekki það að ég væri eitthvað æst, sendi hún mig í Scan með bakið. 

Svona á að taka á því, ekkert verið að bíða hér eins og á SUMUM stöðum þar sem ekki einu sinni er hlustað á mann.  Þarna er ég næstum byrjuð að segja ykkur eitt að því sem liggur svo þungt á mér.  OK þetta er byrjunin.  Viss um að ég gubba þessu út úr mér einn daginn.

Er sem sagt bara fín og ætla út að athuga með blómin, hvort þau eru farin að blómstra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 11:33

3 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:41

4 identicon

Gamla sagan, hingað inn fer maður til að hressa sig við? Öfugsnúið í aðstæðum? Mér er sama hvaðan gott kemur, bara ef það kemur. Hefur þér verið sagt að þú ert einstök kona? Ekki? Þá geri ég það hér með..( Hér á að vera bungt af rósum, á litinn eins og fallegi kjóllinn þinn mannst )..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:40

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel í "kokteilboðinu" á morgunn.

Held að það sé bara í lagi að láta það sem þú ert að ýja að, uppiskátt og það hátt!!!

Kær kveðja frá flökkufólkinu, sem nú er einhverstaðar á heimsenda í Ammríkuhreppi 

Guðrún Þorleifs, 21.4.2009 kl. 19:25

6 identicon

Þetta verður bara skemmtilegra - að bíða spennt eftir hvaða litir birtist!  Kærar kveðjur, hlýja og styrkur á vængjum hugans!

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:57

7 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig mín kæra, rosalega er þetta rösklega að verki staðið ! Ef þetta væri nú hérna...*dæs* Smá bitur vegna þess að Alda mín hefði mögulega bjargast ef læknar hefðu nennt að hlusta á hana til að byrja með!

Knús -aftur- og njóttu óvissublómanna.

Ég man enn hversu vel mér leið eftir labbið okkar saman í skóginum

Ragnheiður , 21.4.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanskvedja til allraheimsins lita og teirra sem tar búa.

frá Hyggestuen

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 22.4.2009 kl. 14:59

9 Smámynd: gaddur

Ég vil byrja á að þakka bloggvináttu.Þú ert greinilega harðdugleg og ákveðin kona gangi þér sem allrabest í kokteilnum.Sendi þér kærleik og ljós kveðja.

gaddur, 22.4.2009 kl. 15:13

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alltaf gaman að bæta við góðum konum gaddur eða ert þú ekki öruggleg kvk.?

Takk kæru bloggvinir fyri góðar og skemmtilegar kveðjur þið eruð perlur alle i hopa!

Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 16:35

11 identicon

Það sem ég held að Ían mín sé að ýja að hér þarf alveg endilega að koma fram. Er búin að vera að heyra slíkt einmitt undanfarnar vikur. Elsku haltu utan um allt sem þú ert að hugsa og skrifa það þarf ábyggilega að koma fram og þú munt sjálf finna þegar sá tími rennur upp. Megi allar góðar vættir vaka yfir þér (á meðan þú sefur!) Ljós frá landinu sumarbjarta.

Maja (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Maja mín ætli það ekki bara.  Heyrðu var ekkert bekkjarpartý í kvöld eða er hætt að hittast síðasta vetrardag?  Hvað er með Birnu núna stendur hún sig ekki í stykkinu konan.  Ég kem heim bráðumí heimsókn og býð ykkur öllum í partý verð bara að finna mér íbúð fyrst.  En það verður örugglega lítið mál.

Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:09

13 identicon

Þú segir nokkuð Ía mín, ekkert bekkjarpartý í kvöld. Segir það kannski að við séum búnar að fullnýta Birnu okkar og komið sé að einhverjum öðrum, eða þá að engin sé í partístuði. Býð húsið mitt fram í partíið þegar þú kemur, ljósið mitt!

Maja (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband