Sko það er alveg lágmark að þetta sé í sétteringu.

- Heyrðu er það ekki Hortensíur sem þú hefur sett í kerin hér í gluggakisturnar?

Þetta var minn elskulegi sem tók svona til máls þegar hann var rétt kominn inn úr dyrunum hér í eftirmiðdaginn.  Hvað var minn núna að pæla hugsaði ég.

-Ha ja það fer nú bara eftir því hvað fæst og og stundum eftir því í hvaða stuði ég er í hvort ég vel Hortensíur eða eitthvað annað.  Af hverju spyrðu?

- Ég keypti nokkur blóm á leiðinni heim sagði hann og það var ekki laust við að það væri dálítill ánægjuhreimur í röddinni.  Þau eru þarna úti við bílskúrinn.

Ég var næstum farin að tuða yfir því að hann hefði nú átt að bíða þar til ég hefði getað farið með honum.  Þetta væri örugglega ekki nógu góðar plöntur og þar fram eftir götunum en stillti mig alveg eins og ég gat.  Andaði djúpt og taldi upp á hundrað.  Hugsaði um leið, hvað var hann nú að vesenast í þessu.  Þetta hefur alltaf verið mín deild og um leið og ég fór til að skoða innkaupin hugsaði ég :  ,,Andskotinn, hann hefur örugglega keypt einhverja vitleysu"

En viti menn voru þetta ekki bara hinar gerðalegustu plöntur og engin smá bunki sem lá þarna og æpti á mig:  ,,Setja mig niður, setja mig niður strax, ekki seinna en núna!!!!"

Ég fór í skítagallann og byrjaði strax að setja niður í ker þrátt fyrir hörð mótmæli frá mínum elskulega, hann ætlaði að gera þetta allt sjálfur þetta árið.  Ég hélt nú ekki en lofaði honum að bera í mig mold og koma kerjunum fyrir í gluggakistum á Stjörnusteini, Fákaskjóli og Leifsbúð.

Ég fór að velta því fyrir mér hvaða lit minn hefði keypt þar sem engin plantan var byrjuð að blómstra og ég sá ekki neitt um lit blóma á pottunum svo ég spurði:  Hvaða lit keyptirðu?

Ég hefði átt að sleppa þessari spurningu því það kom aðeins á minn en samt alltaf fljótur til svars:

  - - Lit?  Allt sami litur.

- Ertu viss, það stendur ekkert utan á pottunum.

- Já þetta var allt í sama rekkanum.

- Já það er nú ekkert að marka það sagði ég og var næstum farin að búa til mál.  Þið vitið, það er ekki hægt að hafa ljósbleikt, rautt og ferskjuliti saman í keri.  Það bara virkar ekki þannig. 

Svo nú er það stóra spurningin.  Hvaða litur verður á sumarblómunum í ár hér að Stjörnusteini.  Sko við erum að tala um hátt í áttatíu plöntur sem eiga eftir að blómstra hér í allt sumar og það verður að vera alla vega í smá setteringu.

Annars er ég bara nokkuð hress.  Fer í Hanastélsboð no. tvö í fyrramálið í boði Tékkneska ríkisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur endalaust á sig blómum bætt í öllum litum.....knús.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta verður fróðlegt að sjá, hvað gerist í sumar ...da da radd da..spennandi framhaldssaga

Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 20:19

3 identicon

Helgin þín hefur greinilega verið góð. Og mikið eru spennandi tímar framundan hjá þér þegar Hortensíurnar fara að opna sig ein af annarri. Vonandi kemur mynd af litadýrðinni. Ljós frá landinu í norðri, þar sem rigning og rok hamast samtaka við að lemja menn, gróður og allt sem fyrir þeim verða.

Maja (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábær pistill, og rosalega spennandi. Þú verður að setja inn myndir þegar þær fara að blómstra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.4.2009 kl. 21:57

5 identicon

Heil og sæl "gamla skólasystir" þú ert ótrúleg - ég dáist að þér ! :) gangi þér voða vel í "kokteilnum" á morgun kæra Ía, var að kíkja hér inn til að kvitta fyrir mig . Og hvað er að því þó marlit blóm verði í sumar - bara flott......eiginmaður þinn er greinilega alger perla og er að gera allt sem hann kann/langar í reddingum. Í gamla daga þá laaaangaði hann pabba minn alltaf svo mikið í eldhúsverkin en það var þröskuldur sem mútta átti....skuldlausan og þar réði hún....en þá sjaldan að hún brá sér af bæ - þá kokkaði hann besta "plokkfisk" í heimi handa okkur krökkunum.....kannski ekki ein "hollan" og hún var alltaf með fremst á lista - en góður var hann. Hún gaf honum ekki tækifæri á að sýna hvað hann gæti....án hússtjórnaprófsins.....uhuhuhu en stundum getur kvenpeningurinn verið aðeins-ja bara ÖRLÍTIÐ of stjórnsamur..... Let go let god --ég á við:: lofaðu honum. Ég veit að það kanntu vegna þess að það er svo dýrmætt að eiga "Pollýönnu"geðslagið sem þú býrð yfir - heyri ég.....njóttu þess. Ég hélt að mér hefði tekist að tileinka mér það hér um árið en ....kannski á ég eftir að ná betur í það. Ég læri svo mikið af því sem þú ert að skrifa/segja hér - plííís haltu áfram #áfram#áframm Ía þú ert svo skemmtileg og gefandi manneskja. Takk fyrri mig . Kær kveðja  Anna Sig 

Anna Sig (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Spennandi  Þetta verður örugglega dúndurflott.  Farðu nú vel með þig Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta verður bara skemmtilega skrautlegt þáGangi þér vel í kokteil mín kæra

Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 06:15

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mér finnst tinn elskulegi vera nokkud gódur bara....Sé ad hann er kannski ad breyta um áherslur svona er hann hefur meyri tíma og vill taka tátt.Svona framtaksemi í blómum  tætti mér allavega vænt um á tessum bæ.

hjartanskvedja til ykkar med von um myndir ad herlegheitunum er tau byrja ad blómstra.

Gudrún Hauksdótttir, 21.4.2009 kl. 07:39

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það verður spennandi að frétta af þessari framhaldssögu.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband