Hotel Reiterhof í Wirsberg alltaf jafn kósí

Ég hef sagt ykkur það áður en minn elskulegi er stundum langt á undan sjálfum sér þannig að venjulegt fólk á stundum erfitt með að fylgja honum og föstudagurinn var einn af þessum dögum sem maður bara andar djúpt og bíður bara þar til hann róast niður.  

Þegar ég vaknaði var hann rétt nýbúinn að bera á eldhúsgólfið efni sem lokar steininum og lyktar eins og blanda af terpentínu og lími. Ég gat sem betur fer smokrað mér inn fyrir skörina og teygt mig í kaffið, annars hefði hann nú fengið smá Gú moren á Tékknesku ef ég hefði ekki fengið morgunsopann minn fyrr en eftir dúk og disk.

Ég heyrði í traktornum og vissi að þar fór minn hamförum í slætti sem stóð langt fram yfir ádegi eða þar til fór að rigna um fjögur leitið.  Hann var ekki fyrr kominn inn en hann segir:  Hvernig hefur þú það núna elskan?

- Ég , jú bara fínt.

-Já er það.  Ég var að pæla í því hvort þú vildir skella þér til Þýskalands.

-Núna? Ég horfi á hann þar sem hann situr við tölvuna og greinilega búinn að finna hótel á netinu og kominn hálfa leið í huganum.

- Já hvernig væri það segir hann, eigum við að skella okkur til Nürnberg?

- Æ ég nenni ekki inn í stórborg segi ég, væri miklu meira til í að fara bara til Wirsberg.

Wirsberg er lítill bær ekki langt frá Bayreuth og þar er eitt af mínum uppáhalds hótelum. Það tekur svona þrjá tíma að keyra þangað heiman frá okkur. Ég var varla búin að sleppa orðinu þá var minn búinn að hringja og panta herbergi, ríkur upp af stólnum og segir:  ókey drífum okkur þá.

Eftir hálftíma vorum við búin að pakka niður fyrir okkur og hundinn,  því auðvitað varð að keyra hann í pössun í leiðinni og klukkan hálf sex renndum við hér úr hlaði.

Ég get alveg sagt ykkur að þetta var ekki alveg það gáfulegasta sem okkur gat dottið í hug.  Í fyrsta lagi var föstudagur og brjáluð traffik í öðru lagi var ausandi rigning og hrikalegt skygni.

Það tók okkur tvo klukkutíma að ná út úr borginni, segi og skrifa tvo tíma!

Það sem hefði tekið þrjá tíma tók okkur fjóra og hálfan. 

En skítt með það þessi keyrsla var þess virði.  Eins og alltaf var tekið vel á móti okkur við nutum þess í botn að láta stjana við okkur yfir helgina. Þar sem Reiterhof er Spa hotel þá var dagurinn í gær svona heilsu dagur með gufu, sundi, nuddi og fl. sem var ekki slæmt fyrir minn eðalskrokk.  

Þá vitið þið það, þið sem eruð búin að reyna að ná í okkur yfir helgina.  Við vorum ekki heima.

Erum sem sagt komin aftur heim og minn kominn á traktorinn og ég er að hugsa um að setjast í sólina með góða bók og halda áfram að hafa það huggulegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maðurinn er dúlla.

Svo krúttlegt að hendast í hlutina.  Kann vel við það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tinn elskulegi er bara edal....Segji tad og skrifa.

Gæti alveg hugsad mér svona nokkud núna eftir strit helgarinnar heimavid.Hús og gardur.

Hjartanskvedja frá Hyggetuen.

Gudrún Hauksdótttir, 19.4.2009 kl. 17:20

4 Smámynd: Ragnheiður

haha svona á auðvitað að gera hlutina, njóta daganna

Ragnheiður , 19.4.2009 kl. 20:32

5 identicon

Komin heim frá elsku hjartans barnabarni mínu. Hafandi lesið tvær bækur samt. Önnur um Magðalenu sem Sigmundur skráði og hina um Sri sem konuna sem Hákon myrti. Átakalesning en það vöknuðu margar spurningar..Blessi þig ljúfust.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Svona á þetta að vera

Umferðateppan í Prag er ekki nein smá teppa, hetjur

Allt gott af okkur héðan frá USA. 

Kær kveðja.

Guðrún Þorleifs, 20.4.2009 kl. 00:40

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín hann er nú algjör perla hann Þórir þinn, en þú ert það ekki síður, svo hann hefur yndi af því að stjana við þig.
Ljós og kærleik inn í ykkar viku
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 08:33

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

VÁ ! Ég stóröfunda þig, af manninum sko!  Hér í
Vaasa er mjög kalt þó sólin skíni núna.  En sánað er heitt og það er fyrir öllu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.4.2009 kl. 14:05

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið áttu dásamlegan mann Ía mín kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband