Tónlistin varð allt í einu lifandi og ég sveif eins og í draumi. Já sæll!

Vitið þið hvað Ayurvedic Massage er?  Nei ekki það, ekki ég heldur fyrr en í gær þegar ég uppgötvaði þetta frábæra Indverska heilunarnudd.  Það var ekki amalegt að byrja sumarið á því að kynnast þessari meðferð.

Ég hafði verið að hugsa um að reyna eitthvað nýtt tll þess að koma orkuflæðinu í stand og reyna að koma mér út úr þessu aðgerðaleysi og aumingjaskap og hafði hugsað mér að reyna Reiki sem ég hafði heyrt um að væri gott fyrir sál og líkama.  Þess í stað var mér bent á Indverska meðferð þar sem notaðar eru þrennskonar olíur og þú liggur þarna eins og Skata í einn og hálfa klukkustund og lætur mjúkar hendur gæla við líkamann sem endar á sandmeðferð sem einnig er líka mjög þægileg. 

Þessi meðferð á að hjálpa líkamanum að endurnýja sig sjálfur en auðvitað með þinni hjálp, sem fellst í því að hugleiða og vera meðtækilegur og skemmir ekki að hafa trúna meðferðis.

Ég veit ekki hvað gerðist en ég fékk það á tilfinninguna að ég lægi í mjúkum grænum mosa og yfir mér hvolfdist iðjagrænt laufþak.  Tónlistin sem var framandi og kom úr litlum Ipod varð allt í einu lifandi og ég sá konu í hvítum kufli sem stóð ekki langt frá mér og söng þessa framandi söngva.  Seinna tók við á Ipodinum karlaraddir en þá fannst mér þær berast all langt frá úr einhverskonar húsagarði með gosbrunni í miðju og þar gengu þessi munkar um í rólegheitum og hummuðu fyrir mig. 

Alveg sama þið þurfið ekkiert að trúa mér en þetta var ótrúleg reynsla fyrir mig.

Í framhaldi varð ég svo heilluð af þessari meðferð að yfir teinu sem Camilla nuddarinn eða eigum við ekki heldur að kalla hana heilara drakk með mér, tek það fram að ég er ekki te fan, en þarna fannst mér það allt í einu gott,  þá pantaði ég Jóga tíma í næstu viku og nudd á eftir.  Aldrei komið nálægt Jóga en það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta ætti eftir að hjálpa mér heilmikið og trúin flytur fjöll það vitum við.

Það var ekki amalegt að byrja sumarið svona vel.

SENDUM YKKUR ÖLLUM HLÝJAR SUMARKVEÐJUR HEIM Í YKKAR HÚS SEM BERAST VONANDI MEÐ SUNNANVINDUM HÉÐAN FRÁ STJÖRNUSTEINI.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég trúi þér, hef verið á svipuðum slóðum og ég óska þér til hamingju með að hafa dottið niður á þetta.

Knús á þig og aðra Stjörnusteinsbúa.

Love you.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Jenný mín, já þetta var ótrúeg ferð.

Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 09:02

3 identicon

Þetta er alveg yndislegt að heyra.  Njóttu dagsins Ía mín. Kveðjur.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Knús að Ásum vinkona með sumarkveðjum.

Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 10:16

5 identicon

Dásamlegt ekkert annað.Knús.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:17

6 identicon

 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

sumarkvedjur fra Browning.

Guðrún Þorleifs, 24.4.2009 kl. 14:02

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef það hjálpar og lætur þér líða svona, þá er það sko af hinu góða

Jónína Dúadóttir, 24.4.2009 kl. 15:36

9 identicon

Er nokkuð mýkra en endalausar íslenskar mosabreiður. Og laufþak er eitthvað ákaflega ljúft. Yndisleg upplifun Ía mín, gott að þú gast komist þangað.

Maja (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:27

10 identicon

Ía einmannaleikin er flókið fyrirbrigði. Ég þekki það. Samt umvafin góðu fólki. Stundum koma þær stundir að maður er samt einn. Þú býrð vel eigandi hann Drenginn þinn.

Hann er mosinn sem Maja lýsir hér að ofan. Allt um vefjandi drengur. Ég hugsa til ykkar oft á dag. Þið eruð ein af fáum.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband