Æ, æ nú verður blaðamaður að vanda sig betur.

Ef dæma má af fyrirsögninni þá eru tré komin á harðahlaup frá Fælledparken eftir blásaklausum borgarbúum til þess eins að koma þeim  fyrir kattarnef.  Síðan veit ég ekki hvort umrætt tré var sagað í búta og liggur eins og hráviður um eitthvert Allé eða hvort það voru mörg tré sem voru felld.

Þessi er líka rosa góð:  Lögreglan fólk danska heimavarnaliðið til þess að loka garðinum.  OK, ef þetta á að vera að heimavarnaliðinu hefði verið falið að loka garðinum sem ég held að sé nokkuð rétt þá er það alveg hrikalega fyndið að það þurfi heilt varnalið til þess að loka smá grasgarði í Köben. 

Síðan eru tré að velta um koll þarna líka ef trúa má fréttinni. Mér finnst nú eiginlega betra að segja að tré rifni upp með rótum heldur en þau geti oltið. Ja jú auðvitað geta þau oltið ef þau eru ekki rótfest.

Iss annars verður okkur öllum á í messunni en þetta var bara svo hrikalega áberandi ruglað og gert í fljótfærni. 

 

 


mbl.is Tré varð manni að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Stundum finnst mér að menn séu að reyna að vera fyndnir í fyrirsögnum í málum sem eru alls ekki fyndin. Þessi ólánsami maður á væntanlega ættingja í Danmörku sem syrgja en íslenskur fréttamður á mbl.is finnst þetta líklega fyndið.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að líta inn, vona að þú hafir það þokkalegt, kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 19:45

3 identicon

Nú er aðeins farið að vora á föðurlandi þínu þar sem þú lærðir móðurmálið. Hefur þú skoðað þessar setningar? Af hverju ekki öfugt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband