Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Til allra útvarpsmanna og nýja bókin hans Arnalds.

Hver hefur ekki lent í því að koma inn í viðtalsþátt hjá einhverri útvarpssröð og hugsa eða spyrja hvaða þáttur er þetta eða við hvern er verið að tala og líka um hvað er verið að ræða.  Örugglega hver einasti sem les þetta.  Og ég er viss um að margir verða alveg jafn pirraðir og ég þegar maður kemst ekkert inn í þáttinn eða skilur ekki bops vegna þess að það er eins og verið sé að dæla einhverju út úr kú í hljóðnema niðrí í útvarpi.  Ekki satt?  Jú segja flestir.  Auðvitað eru líka sumir sem gefa bara skít í hvað verið er að básúna í útvarpið sama hver stöðin er.

Jæja gott útvarpsfólk.  Hvernig væri nú að taka upp nýja hætti hjá öllum þessum fínu útvarpsrásum sem við höfum á Íslandi.  Mig langar svo til þess að biðja ykkur vinsamlega um að lesa þetta og jafnvel íhuga það sem ég vil hér koma á framfæri.

Við sátum hér áðan í eldhúsinu og einhver var að taka viðtal (held þetta hafi verið í Speglinum) við einhvern ég held rithöfund og var að tala um nýjasta ritverkið sem var að koma út eftir þennan merka mann.  Við hlustuðum svona með öðru eyranu þar til ég spurði minn elskulega hvort hann hefði tekið eftir því við hvern væri verið að tala?  Neip það hafði alveg farið fram hjá honum eins og mér. 

Þáfórum við að tala um hvers vegna fréttamenn tilkynntu ekki svona einu sinni eða jafnvel tvisvar hver viðmælandi þeirra væri og um hvað málið snerist.  Þetta þarf ekki að taka nema sákuntubrot af tíma og mundi létta öllum hlustendum óþarfa vangaveltur. 

Komið bara með þetta eftir þagnarpásu.  Ég er að tala við so and so um so and so, Svo lítið mál elskurnar mínar.  Allir hlustendur tækju ofan húfur og hatta fyrir ykkur ef þið vilduð vera svo væn að taka upp þennan sið sem tíðkast á flestum stöðum erlendis.

Síðan vil ég fræða ykkur á því að ég er hætt að reyna að bögglast í gegn um síðustu bókina hans Arnalds Indriðasonar.  Hvað er eiginlega í gangi.  Það halda allir ef ein bók gengur vel þá sé búið að koma þeim fyrir á stalli og það sé barnaleikur að skrifa ritverk!!!!!!!!!   Halló Arnaldur er því miður ekki sá eini af okkar góðu rithöfundum sem heldur þetta.  Því miður hefur borið á slaklegri frammistöðu hjá mörgum góðum undanfarið.  Hættið að halda að það sé hægt að hrista verkin úr erminni á nokkrum mánuðum, .það er misskilningur elskurnar mínar.

Ég hætti sem sagt að lesa þessa grautfúlu bók hans Arnalds og nú liggur hún hálfopin og 50 síður ólesnar af minni hálfu.  Nú má minn elskulegi taka þessa skruddu og reyna að komast í gegn um hana á skemmri tíma en hún ég.

Takk fyrir samt segir maður það ekki sko að sýna vilja í verki.  En vanda sig betur næst!!!! Elsku kallinn.

Svo mörg voru þau orð og nú er ég farin að lesa Gísla sögu Súrsonar eða bara Egilssögu, miklu meir spennandi en einhver doðrantur um allt og ekkert.

Afsakið en sitt sýnist hverjum ekki satt?

Og muna svo að kynna viðmælendur af og til útvarpsmenn góðir.  Það breytir öllu skal ég segja ykkur. 

 


Hann lítur nákvæmlega eins út og fyrir þrjátíu árum. Ætli hann hafi látið klóna sig?

Sumt get ég auðveldlega leitt hjá mér en annað getur farið þvílíkt í mínar fínustu.  Fyrir nokkrum mánuðum var fólk að kvarta undan auglýsingunum sem birtast hér til hægri þegar þú opnar Mbl.is  Mér gæti eiginlega ekki staðið meir á sama nema þegar ég í vor eða snemmsumars tók eftir því að góðvinur minn frá 1969 birtist á síðunni sem einn af aðalleikurunum í kvikmynd sem átti að byrja að frumsýna í einhverju kvikmyndahúsanna í Rvík. 

Þarna var hann kominn ljós lifandi alveg ein og hann leit út fyrir þrjátíu og eitthvað árum.  Með sömu gleraugun og allan pakkann. Nú er sjálfsagt einhver orðinn forvitinn og spyr:  Hver?  Um hvern er verið að tala?  Nú hann Magga Axels.  Get svarið það þarna droppar hann upp þrjátíu árum seinna og hefur ekki breyst baun.  Nákvæmlega alveg eins og hann leit út á þessum árum. 

Hver er Maggi Axels?  Jú hann útskrifaðist sem leikari með mér 1972, síðan gerðist hann ljósavitringur niðrí gamla Iðnó en held að hann starfi núna sem fasteignasali.  Hef ekki séð hann í mörg herrans ár.  En fyrr má nú rota en dauðrota.  Bara koma svona fram og láta alla halda að hann sé að leika aðalhlutverkið í The Hangover.  Einhvern gaur sem heldur á barni og spyr:  Howse baby is this? 

Ég vona að þeir fari að taka þessa auglýsingu út svo ég verði ekki alveg galin að hafa þetta fyrir augunum dagsdaglega.  Please!!!!!!!!!!!!!  Do it NOW!!!!!!!!!!!!!

Ef þú lest þetta Maggi minn sem er nú frekar ólíklegt væri gaman að heyra frá þér.  Léstu klóna þig? 


Ég sakna Jennýar! - Leiðist þér ekki þarna á Eyjunni vinkona?

Engin Jenfo í morgun hér á blogginu!  Kaffið smakkaðist jafn illa og mér leið illa. Maður er alveg miður sín, konan búin að skemmileggja daginn fyrir manni, sko alveg!

  Svona getur maður tengst ókunnugri manneskju á örskömmum tíma.  Það var eitthvað sem við áttum sameiginlegt.  Sjálfsagt kaldhæðnina, orðbragðið og brussuskapinn.

Ekki það að ég sé mikið fyrir að henda mér í veggi mér þykir of vænt um minn eðal skrokk til þess að ég lúskri á honum af og til eins og Jenný gerir stundum en það var svo margt annað sem gaman var að fylgjast með frá kærleiks. Ást hennar á DO og fleirum bláum var eitthvað svo heillandi þegar hún skrifaði í kasti, hömlulaust!  

O jæja það er ekki hægt að fá allt sem maður vill hér í henni veslu.

En Jenný mín svona í alvörunni leiðist þér ekki þarna á Eyjunni?

Við tökum þér feginshendi aftur any time hér.    

En á meðan nóttu þín á þessari Eyju þinni!  Ég lít við öðru hvoru til að fylgjast með þér svo þú verir þér ekki til skammar daglega.

Djöfull að fara svona með daginn fyrir manni!


Til hamingju með nýja starfið.

Ég verð nú að viðurkenna það að fréttin um nýja embættið hans Davíðs kom mér virkilega á óvart.  Ég bjóst ekki einu sinni við því að það hvarflaði að honum að hugleiða þetta gylliboð hvað þá að taka því.

En svona er maður jú vitlaus.  Hann hlýtur að sjá eitthvað bitastætt í þessu verkefni sem við hin sjáum ekki. 

Ég hefði nú frekar búist við því að hann kæmi hingað í kotið hjá mér þ.e. Listasetrið okkar og léti renna úr pennanum sínum og njóta þess bara að vera frjáls og óháður heldur en koma sér fyrir í Moggahöllinni innan um ómanneskjulegt gler og stál.  Hér eru þó allir innviðir úr óskviknu aldargömlu timbri og ekki langt að sækja innblástur í nátturuna og klettana hér í sveitinni.

En segir maður ekki bara til hamingju og gangi þér allt í haginn í nýju starfi Davíð.

Dálítið skondið allt þetta drama sem er í gangi þarna heima núna.  

Og eins og skáldið sagði:  Það á að minnsta kosti að leyfa hvurjum og einum að lifa eins og hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá því að lifa eins og þeir vilja.

Og nú er ég alveg hætt að vera hissa!!!! 

   


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ nú verður blaðamaður að vanda sig betur.

Ef dæma má af fyrirsögninni þá eru tré komin á harðahlaup frá Fælledparken eftir blásaklausum borgarbúum til þess eins að koma þeim  fyrir kattarnef.  Síðan veit ég ekki hvort umrætt tré var sagað í búta og liggur eins og hráviður um eitthvert Allé eða hvort það voru mörg tré sem voru felld.

Þessi er líka rosa góð:  Lögreglan fólk danska heimavarnaliðið til þess að loka garðinum.  OK, ef þetta á að vera að heimavarnaliðinu hefði verið falið að loka garðinum sem ég held að sé nokkuð rétt þá er það alveg hrikalega fyndið að það þurfi heilt varnalið til þess að loka smá grasgarði í Köben. 

Síðan eru tré að velta um koll þarna líka ef trúa má fréttinni. Mér finnst nú eiginlega betra að segja að tré rifni upp með rótum heldur en þau geti oltið. Ja jú auðvitað geta þau oltið ef þau eru ekki rótfest.

Iss annars verður okkur öllum á í messunni en þetta var bara svo hrikalega áberandi ruglað og gert í fljótfærni. 

 

 


mbl.is Tré varð manni að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur væri að við ættum fleiri svona hugaða blaðamenn.

Jæja þá á að koma Agnesi og Þorbirni bak við lás og slá fyrir það eitt að upplýsa þjóðina um sannleikann.  Hvenær ætli þeir fari nú að endurskoða þessi blessuð lög.  Nú ætti fólk að mæta með spjöldin sín og hrópa H.F.F. og styðja við bakið á þessum blaðamönnum sem voru bara að segja okkur sannleikann.

Annars fletti ég Mbl. mjög snemma í morgun og viti menn hann var bara alls ekki eins niðurdrepandi og undanfarna daga.  Ef til vill er það vorið í hjarta mínu sem hefur þessi áhrif en alla vega sá ég nokkrar athyglisverðar greinar (ekki um pólitík) og jafnvel stutta samantekt með með hressandi bröndurum. 

Batnandi mönnum er best að lifa. 


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband