Ég sakna Jennýar! - Leiðist þér ekki þarna á Eyjunni vinkona?

Engin Jenfo í morgun hér á blogginu!  Kaffið smakkaðist jafn illa og mér leið illa. Maður er alveg miður sín, konan búin að skemmileggja daginn fyrir manni, sko alveg!

  Svona getur maður tengst ókunnugri manneskju á örskömmum tíma.  Það var eitthvað sem við áttum sameiginlegt.  Sjálfsagt kaldhæðnina, orðbragðið og brussuskapinn.

Ekki það að ég sé mikið fyrir að henda mér í veggi mér þykir of vænt um minn eðal skrokk til þess að ég lúskri á honum af og til eins og Jenný gerir stundum en það var svo margt annað sem gaman var að fylgjast með frá kærleiks. Ást hennar á DO og fleirum bláum var eitthvað svo heillandi þegar hún skrifaði í kasti, hömlulaust!  

O jæja það er ekki hægt að fá allt sem maður vill hér í henni veslu.

En Jenný mín svona í alvörunni leiðist þér ekki þarna á Eyjunni?

Við tökum þér feginshendi aftur any time hér.    

En á meðan nóttu þín á þessari Eyju þinni!  Ég lít við öðru hvoru til að fylgjast með þér svo þú verir þér ekki til skammar daglega.

Djöfull að fara svona með daginn fyrir manni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja segðu, vona að hún detti hér inn aftur fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já góðan daginn Ásdís, var farin að halda að ég væri sú eina sem saknaði hennar þar sem engin hefur skrifað hér fyrr en nú hehehe......

Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er hundleiðinlegt þarna á Eyjunni, held ég, var að lesa hjá henni og hún er bara frábær þessi frænka mín.
Knús til þín elsku Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já að sjálfsögðu er hún góð Milla það kemur varla til að breytast en bara vesen að verða að fara þar inn til að fylgjast með henni hehehe

Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2009 kl. 18:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ekkert ein um að sakna hennar, annar er ekkert mál að fylgjast bara með henni á FB... hún setur bloggin þar inn 

Jónína Dúadóttir, 1.10.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jú jú Jónína en það er bara ekki það sama og að hafa hana hér blaðskellandi og hendandi sér í veggi í tíma og ótíma.  En við verðum víst bara að taka þessu með skilning og vona að hún snúi aftur einn daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2009 kl. 19:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sumir fara - aðrir koma. Það er lífsins saga ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála, en það sem hún hefur párað á Eyjuna so far, er rosalega Jennýjarlegt.  Stíllinn enn þá sá sami, óborganlega fyndin.  Gefum henni sjéns þarna á eyjunni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.10.2009 kl. 14:57

9 identicon

Halló!  sæll ! sagði konan - í TV í kvöld - það var bara gaman að hlusta á Siv Friðleifsdóttur-hún datt inní unglingatal úr ræðustóli hins háa alþingis - ha-ha-ha. En það var ekki málefnið  - elsku Ía nú er ég farin að SAKNA skrifa þinna :) viltu aðeins kíkja hér inn og sinna þessu hér mín kæra ! Ég kíki alltaf hingað þó að ég kaupi ekki Moggann - en þín skrif gefa svooooo mikið - og hana nú ! Viltu gefa þér smá stund með mér hér. Er tölvan ekki í lagi eða ?  kær kveðja frá aðdáanda Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband