Til hamingju með nýja starfið.

Ég verð nú að viðurkenna það að fréttin um nýja embættið hans Davíðs kom mér virkilega á óvart.  Ég bjóst ekki einu sinni við því að það hvarflaði að honum að hugleiða þetta gylliboð hvað þá að taka því.

En svona er maður jú vitlaus.  Hann hlýtur að sjá eitthvað bitastætt í þessu verkefni sem við hin sjáum ekki. 

Ég hefði nú frekar búist við því að hann kæmi hingað í kotið hjá mér þ.e. Listasetrið okkar og léti renna úr pennanum sínum og njóta þess bara að vera frjáls og óháður heldur en koma sér fyrir í Moggahöllinni innan um ómanneskjulegt gler og stál.  Hér eru þó allir innviðir úr óskviknu aldargömlu timbri og ekki langt að sækja innblástur í nátturuna og klettana hér í sveitinni.

En segir maður ekki bara til hamingju og gangi þér allt í haginn í nýju starfi Davíð.

Dálítið skondið allt þetta drama sem er í gangi þarna heima núna.  

Og eins og skáldið sagði:  Það á að minnsta kosti að leyfa hvurjum og einum að lifa eins og hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá því að lifa eins og þeir vilja.

Og nú er ég alveg hætt að vera hissa!!!! 

   


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ía-velkomin frá París:) Ja-á "skondið" þetta drama á litla landinu ? Kannski eru þetta nokkuð eðileg viðbrögð, þegar fólki líður svooooo asnalega í óvissunni hér uppi á okkar Ísa-landi. Kannski sárvantar landann að "brjóta" jah bara eitthvað, verða sér úti um eldgos eða bara jarðskjálfta. Hálf "vönkuð" lítil þjóð "VAKNAR UPP" þegar eitthvað svona gerist og af hverju ekki þetta eins og hvað annað? En það truflar mig voða lítið að kveðja Moggann, það mun spara mér aura:) sem verða/munu fara í að greiða minn þátt inní allt sem miður fór í peningalandinu litla..NB..án þess að hafa skrifað eða samþykkt nokkuð af því :)Bankaþrotið snertir nefnilega flesta hér. En við skulum halda áfram að taka einn dag í einu mín kæra það er nefnilega ekkert víst í þessu lífi.

Kær kveðja -knúúúú´s & góða helgi - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi líka Anna mín.

Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ó hvað ég tek undir með henni Önnu vinkonu þinni.

Kærleik í helgina þína Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband