Að njóta þess að vera til

Já ég líka ef ég hefði kosið! Til hamingju Jóhanna.  Frábært að þú skildir bjarga þjóðinni fyrir horn og lenda í öðru sæti annars værum við bara í djúpum skít eða þannig. Ja ekki lýgur útvarpsstjóri vor.

 Til lykke med dagen Norge!  17. mai og líka með strákspottið hann Rybak. 

 Ég á vin  sem heitir Rybak en hann er einn af fremstu glerlistamönnum Tékklands  Gæti verið  að þeir tveir væru skildir, annars þori ég að éta skóna mína upp á það að minn Rybak mundi aldrei  viðurkenna að hann væri ættaður frá Hvíta Rússlandi. Þannig er nú það.

Dagurinn hér var bara einn af þessum sólardögum eins og þið upplifðuð heima á Íslandi í dag.  Hitinn yfir  25°  (var ekki líka hitabylgja heima, held það barasta)  og ég ákvað í morgun að nú færi ég út í garð og reyndi aðeins að hreinsa til, alla vega í einu beði eða svo.  Þrátt fyrir brunaverki í öllum skrokknum og velgju þá ákvað ég að ég skildi sjá til hvað ég gæti gert. 

Ég fékk líka þessa fínu uppörvun frá lækninum mínum í síðustu viku.  Hún sagði að ég væri ein af hennar uppáhalds sjúklingum.  Ég væri svo jákvæð og eins og hún orðaði það:  Að hafa sjúkling eins og þig er það sem gefur mér kraft og lífinu gildi og ég finn að starf mitt er einhvers virði.  Alla vega orðaði hún þetta einhvern vegin svona.  Og þetta gaf mér ekki minni styrk og áframhaldandi vilja til að berjast áfram.

Þess vegna fór ég út í morgun og vopnaðist hrífu, skóflu, röku, hjólbörum og setti upp þessa líka fínu garðhanska með bláum blómum á handarbakinu.   Verð alltaf að vera pínu dúlluleg þó ég sé bara að grafa í illgresinu með rassinn upp í loft.   Það er bara part av programmet. 

Það var nú ekki bara ég sem fór í garðverkin í dag heldur líka minn elskulegi sem fór eins og stormsveipurá traktor og orfi um alla landareignina. 

Ég verð að viðurkenna að það var yndisleg tilfinning að standa undir sturtunni eftir sex tíma vinnu í garðinum vitandi það að maður hafði getað gert eitthvert gagn.

Eftir sturtuna  hófst þessi venjulega meðferð.  Mouse í hárið til að gera það meira fluffy ( er alltaf á nálum að það fari að hrynja af mér) andlitskrem, augnkrem þið vitið maður er auðvitað eins og harmonikka í framan.  Boddy lotion, fótakrem og grejer.  Svo fór ég í sumarskápinn og dró fram, held ég, fimmtán ára gamlan síðan kjól sem ég skellti yfir mig og vá hvað mér leið vel.  Smá brunaverkir en iss, hva, maður lifir það nú af.

Síðan fór ég út og blandaði mér einn af mínum uppáhalds sumardrykkjum.  Martini Rosso, agúrka, appelsína og sprite.  Og með þetta fór ég síðan og gekk um landareignina eins og drottning í ríki mínu og horfði hreykin á frábært dagsverk okkar hjóna.  

NB. Minn elskulegi kom síðan hálftíma seinna, hreinn og strokinn og við sátum saman í kvöldsólinni og nutum þess að vera til. 

 

 

 

 


mbl.is Ég hefði kosið Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Duglegust

Guðrún Þorleifs, 17.5.2009 kl. 20:15

2 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dugnaðurinn í þér kæra Ía...og ævintýraljómi í lok dags

Sigrún Jónsdóttir, 17.5.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já stelpur það er bara áfram stelpur á þessum bæ.

Ía Jóhannsdóttir, 17.5.2009 kl. 21:48

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það ER frábært að virða fyrir sér dagsverkið.... tala nú ekki um með sumardrykk í hendi :)

Gaman að fá að bæta þér í minn vinahóp.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mín er ánægjan Hrönn.  Gaman að fá þig á línuna mína

Ía Jóhannsdóttir, 17.5.2009 kl. 22:31

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.5.2009 kl. 06:56

8 identicon

"Ef velur þú vorið til fylgdar

og vorið er sál þinni skylt

og vitirðu hvað þú vilt,

þér treginn lækkar 

trúin stækkar

og himininn hækkar"

....segir Guðmundur Kamban einhvers staðar - og  þetta er örugglega rétt hjá honum karlinum.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:37

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já svo rétt Halla.  Rosalega er langt síðan ég hef lesið Guðmund Kamban. En veistu ég slæ stumndum upp í bókinni hans Rúnars Hafdal. Skrítið.  

Ía Jóhannsdóttir, 18.5.2009 kl. 16:39

10 identicon

Daginn ljúfust. Nú er sumarið komið yfir sæinn og sólskynið ljómar um bæinn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:30

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Dásamlega  ævintýralegt ad drottningin gengur um landareign sína í kjól sem blæs lítid eitt  til í mildri golunni og med Martini Rosso glasi og hinn heitt elskadi á hvítum hesti mættust á fallegu sumarkveldi og nutu samvista hvorsannars í fallegri kvölssólinni.

Tetta er bara yndislegt Ía mín.

Gudrún Hauksdótttir, 19.5.2009 kl. 17:27

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ stelpur mér þykir vera skáldabragur yfir vötnum í dag og er það vel, en vitið ég var að vakna (ekki í lagi ) og er bara tóm.
Sendi þér ljós og kærleik ljúfust mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2009 kl. 17:50

13 identicon

Elsku Ía-alltaf gaman að lesa skrifin þín mín kæra, sem býrð innan um villt dádýr, snáka, snigla kannski geitunga, sem mér finnst vera forréttindi og afar lífvænlegt líka fyrir mannfólkið að fylgjast með lífinu kvikna á vorin. En hér á "sótthreinsaða" landinu okkar eru menn komnir í hörkubisniss eitt árið enn við að drepa allt það sem minnir á sumarið s.s geitunga, 52 minkar "náðust" m.a. í Elliðaárdal og nú er líka farið að veiða kettina sem hvergi mega vera. Mér finnst alltof langt gengið hjá landanum að koma sér á "vertíð" við að drepa allt sem hreyfist þegar hlýnar. Ég elska litla garðinn minn og fagna því sem heldur lífi þar.....og fuglarnir "mínir" hafa lært að gæta sín á kisu sem á líka tilverurétt bak við hús. Gleðilegt sumar  elsku Ía og gangi þér áfram vel í jákvæðninni "Pollýanna". Kær kveðja Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband