22.5.2009 | 09:35
Ég ætlaði að skrifa um allt annað en held að lyklaborðið sé með sjálfstæða hugsun í dag.
Ég rúllaði upp og niður fréttablöðunum hér í morgun með kaffibollann rjúkandi við hlið mér. Þunnar fundust mér fréttirnar og mér var hugsað til gömlu senjoritunnar sem bloggaði 97 ára.
Hvað er það sem gerir bloggið svona áhugavert? Væri ég að blogga ef ég byggi á Íslandi, lifði þessu venjulega lífi hins dæmigerða landa míns sem segir að ekkert sé nýtt að frétta síðan síðast þegar við töluðum saman.
Þetta er t.d. dæmigert þegar ég spyr hvað er að frétta?
- Bara svo sem ekki neitt, allt bara við það sama og svo kemur smá dæs í lokin.
Ég reyni yfirleitt að veiða einhverjar fréttir svo stundum fæ ég þetta......
....- ja Stína átti afmæli um daginn.
-Ok og hélt hún veislu, var ekki fjör?
- jú það var haldið í so and so salnum og var bara ágætt, sogið upp í nefið svona til að gefa til kynna að þetta hefði nú ekki verið par merkilegt afmæli og óþarfi að tala um það meir.
- so erum við að fara upp í bústað um helgina
- jæja og ætlar einhver að fara með ykkur.
- Nei krakkarnir nenna ekki lengur með okkur, ætluðum að bjóða Jón og Gunnu en þau eru eitthvað upptekin þessa helgi. Held að mamma hennar sé að fara á elliheimili eða eitthvað sollis. Svo ætli við verðum bara ekki í því að mála veröndina. Annars er nú spáin ekkert góð, held það eigi að rigna alla helgina, langt dæs alveg neðan úr maga fylgdi hér á eftir.
- Hva nú þá er bara að hafa það kósí inni og njóta þess að lesa góða bók eða ræða málin.
- Já æ ég veit ekki til hvers við erum eiginlega að eiga þennan kofa. Nenni varla að fara lengur þarna uppeftir. Svo er nú han Nonni minn ekki sá skemmtilegasti svona einn og sér. Alveg ótrúlegt hvað maðurinn getur sofið þarna uppfrá. So er ég alveg að drepast í mjöðminni og blóðbrystingurinn er upp úr öllu valdi. Maður er nú so sem ekki fertugur lengur.
- Jæja, heyrðu segi ég ,tala við þig betur seinna. Verð að skreppa aðeins núna. Farðu nú vel með þig og já, góða skemmtun um helgina.
Legg tólið á og þakka fyrir að ég eigi ekki bústað lengur á Íslandi sem þarf að bera fúavörn á veröndina á hverju ári og það sé upp á Guð og lukkuna að maður fá einn dag án þess að hann rigni.
Ég gæti haldið áfram hér í allan dag ætlaði að skrifa um eitthvað allt annað en hér er ritað en læt þetta bara standa.
Var ég ekki að tala um bloggið og af hverju ég væri eiginlega að þessu hér. OK segi ykkur það bara seinna.
Stórt knús inn í góðan föstudag með öllu því sem hann kemur til með að gefa ykkur.
Elsti bloggari heims allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Athugasemdir
Finnst ég líka hafa heyrt svona samtöl í gegnum tíðina
Eigið góða helgi að Stjörnusteini
Sigrún Jónsdóttir, 22.5.2009 kl. 10:54
Hringdu bara i mig næst! Ég skal lofa þér allt öðru vísi samtali
Eigðu góðan dag sömuleiðis.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 12:52
Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 22.5.2009 kl. 13:06
Já er það ekki Sigrún, vissi að einhver kannaðist við svona en segi nú ekki að þetta sé alfarið svo vinkonur mínar taki þetta nú ekki til sín hehehe....
Hrönn mín það er ég líka með á hreinu, enginn væll hjá minni konu
Ía Jóhannsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:20
Góða helgi og hafið það gott.Knús.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:44
Knús til baka á þig mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 16:13
Góðar fréttir: Við Arndís erum að jafna okkur á einhverju bévítans flensu-kvefi.
Slæmu fréttirnar: Tengdamamma datt í nótt sem leið og lærbraut sig.
Ísleifur Gíslason, 22.5.2009 kl. 22:38
haha já hringdu í Hrönn næst en svona samtöl kannast ég líka við...*dæs*
Ragnheiður , 23.5.2009 kl. 16:25
Kveikja má á þúsund kertum af loga eins án þess að líftími þessi skerðist nokkuð, eins er með hamingjuna hún minnkar ekkert þótt við deilum henni með öðrum. Er ekki svo að við lifum svo margt gott og finnst það svo sjálfsagt að það sé ekki frásagnarvert?
Maja (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 23:56
Góðan daginn er aðeins farinn að kíkja inn á mbl aftur og lesa hjá ykkur og kvitta knús inn í daginn þinn
Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:09
Við hjónin myndum ekki slá hendinni á móti nokkurra daga fríi til að endurnýja rómantíkina smá. Hins vegar erum við með öll barnabörnin hjá okkur í heimsókn, og erum alveg rosalega rík.
Heyrt úr næsta herbergi þar sem verið er að horfa á sjónvarpið: (þulur segir: Þessi tré eru þúsund ára gömul...) Sá 10 ára: Huh, hver veit það svo sem. Sú 6 ára: Örugglega amma hún er svo gömul....
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:33
Kannast vid svona samtöl.....
Er líka glöd med ad eiga ekki sumarhús á íslandi en gæti hugsad mér tad í sudrænni löndum..... Kannski er ég verd stór.
Kvejda til ykkar.
Gudrún Hauksdótttir, 24.5.2009 kl. 19:23
Heheheh Halla hér er arg........... hehehehe stelpan hlýtur að vera eitthvað skyld þér, Amma svo gömul, ég er í kasti.....
Ía Jóhannsdóttir, 24.5.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.