Af Hnallþórum og það að taka viljann fyrir verkið.

Helgin liðin.

Nú er þetta að verða helv... töff. Virðist ætla að ná saman á milli gjafa.  Enginn svona opsadeisí dagur lengur. Skil alveg núna fólk sem neitar að ganga í gegn um þetta trekk í trekk en það góða við þetta er þó að þetta tekur allt enda.  Eftir mánuð verð ég farin að dansa aftur.

Ég var búin að segja ykkur að ég á besta og elskulegasta eiginmann í heimi það versta er að ég læt hann allt of sjaldan vita af því. Hann reynir allt hvað hann getur að létta mér lífið þessa dagana en stundum er ég bara ekkert nema fýlan og finnst hann bara eigi að láta hluti eiga sig, ég ætti að geta gert þetta sjálf.

Ég hafði hugsað mér fyrir helgi að nú ætti ég að skella í eina klessu svona til málamynda ef einhver ræki hér inn nefið en það varð ekkert úr framkvæmdum en stunum er eins og við hjónin hugum nákvæmlega það sama svo í gærmorgun tekur minn bökunarbókina mína og byrjar að hræra í súkkulaðiköku. 

Ég lét þetta fara í pirrurnar á mér og varð hrikalega fúl á móti. Hann átti bara ekkert með það að taka hugsunina frá mér og færa hana til raunveruleikans.  Andsk... frekja og svo líka það að hann kann ekkert að baka!  Flest annað fer honum vel út hendi en bakstur er eitthvað sem hann hefur alls engin tök á. 

Enda kom það í ljós þegar hann, þetta líka montinn, skellti  Hnallþórunni á borðið fyrir framan tengdadóttur og son.  Kakan var kolfallin en til að bæta það hafði hann sullað saman súkkulaði og einhverju fleiru og skellt yfir svo flæddi yfir barmana á kökudiskinum. Bar þetta svo fram með þeyttum rjóma svona sem punktinn yfir i-ið.  

Ég sem hafði fylgst með aðförunum við baksturinn sagði ekki orð en tengdadóttirin sagði svona frekar pent:  Hvað er nú þetta?   Ég sagði að við yrðum að taka viljann fyrir verkið hann væri búin að hafa mikið fyrir þessu allan morguninn.  Tengdadóttirin leit sposk á mig og sagði:Þú hefðir nú aldrei borið þetta á borð.  Svona slys hefði farið beint í ruslið.

Kakan smakkaðist samt alveg ágætlega.

Það sem ég elska þennan mann, það er alveg dæmalaust! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú bara yndisleg færsla, auðvitað er hann æði þetta krútt þitt, en veistu það er allt í lagi að vera pirraður svona á stundum.
Ljós og kærleik til þín elskuleg

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Við vinirnir vorm bestir í börbonbrauðinu

Ísleifur Gíslason, 25.5.2009 kl. 13:31

4 identicon

Var hún ekki góð á bragðið?  Full af ást?

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Ragnheiður

Eðlilega pirrast þú, maður gerir það þegar manni líður ekki nægilega vel en eftir mánuð vil ég fá mynd af þér hérna inn, dansandi í æfintýraskóginum sem mig dreymdi.

Kakan hefur verið full af ást eins og Halla segir.

Ég er álíka lánsöm og þú. Minn er þyngdar sinnar virði í gulli og meira til. Við notuðum einmitt gærdaginn í að horfast í augu og skoða sálina hvort í öðru. Dásemdar dagur....

Hann tilkynnti í gærkvöldi að þetta samband stæði stigagjöf upp á 10 og það er ágætt eftir tæp tíu ár sko

Nú er ég farin að blogga inni hjá þér hehehe..sorry Ía mín, nenni ekki að blogga mín megin hehe

Ragnheiður , 25.5.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheh já Ísleifur minn þið voruð hrikalega góðir í Burbon - brauðgerðalistinni

Jú Halla hárrétt, full af ást.

Ragga mín þú mátt blogga eins og þú vilt hér á síðunni minni.

Takk fyrir innlitin kæru vinir.

Ía Jóhannsdóttir, 25.5.2009 kl. 14:21

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Farðu vel með þig

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 16:11

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vildi að ég gæti tekið einn góðan pirring með þér á veröndinni þinni

Knús í kot

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 16:49

9 identicon

Hann er flottur  Hefði alveg þegið mynd af tertunni

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:07

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, en yndislegur!  Svona kaka hlýtur að hafa bragðast vel. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:27

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þig nú alveg, en hugsaðu hvað þeir elska okkur mikið, gera allt til að vera okkur góðir.  Kærleikskveðja yfir hafið til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 21:53

12 identicon

Ég er í krúttkasti.Knús ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:52

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tetta er svo krúttad.

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 26.5.2009 kl. 06:47

14 identicon

Ég sit hérna í vinnunni og tárast, ekki gott look í nýju vinnunni  hehe, Þið eruð sætust og bestust.  Love you í tætlur. Ykkar Soffa Rut.

Soffía Rut (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:07

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður

Guðrún Þorleifs, 26.5.2009 kl. 19:30

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl spjallvinkona,

Uppá vegg inní "gestaklósetti" hjá mér hanga klósettlesturmyndir, þ.á.m.  Þula sem heitir "life´s little instruction", runa af heilræðum sem myndi samsvara sér í hvaða kórani, biblíu og búddabókum sem þú fyndir hér á jörðu.

Eitt heilræðið er:

"Never refuse a homemade brownie"  segir meira en þúsund orð, ef þú leggur smá Íu-skilning í þetta. 

Hattinn af fyrir húsbandinu og huganum, og sendi þér hlýja strauma og skært ljós.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 02:04

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.5.2009 kl. 11:02

18 identicon

Sæl Ía mín kæra. Vonandi gengur þokkalega hjá þér og dagarnir eitthvað skárri, sem líklega eru misgóðir. Ég hugsa til þín hvern dag, kíki hér inn af og til. Gangi þér/ykkur vel að takast á við stóra verkefnið. Ég er alltaf að segja mér það sama, ss. muna að vera í núinu og taka "einn dag í einu"sendi þér það líka   ég tel það vera það besta við framtíðina að hún kemur bara sem einn dagur í einu. Kær kveðja til þín og þinna  ég sendi þér kærleik & kraft - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:14

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flottust!  .. sko þú Ía mín!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.5.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband