Og heitasta ósk mín var sú.......ú

Þegar ég var yngri og nú er ég að tala um töluvert yngri þá hafði ég eins og flestir jafnaldrar mínir miklar áhyggjur af útlitinu og ég bað alla góða vætti, hátt og í hljóði að redda mér um hátt og greindarlegt enni. 

 Ég var fædd með þetta svokallaða ,,Heiðarenni" úr föðurfjölskyldunni og mér fannst ég hafa verið illa svikin þar sem systkini mín voru öll með hátt og greindarlegt enni úr móðurættinni.

Í þá daga þótti heldur ekki flott að greiða aftur frá andlitinu heldur var maður að halda lookinu með því að vera með skipt í miðju og hárið svona sleikt niður með andlitinu.  Þessi hárgreiðsla gerði það að verkum að andlitið á mér varð ennislaust.  Það var ekki fyrr en árið 1969 sem ég fór að greiða aftur frá enninu og þvílíkur munur ég leit allt í einu ekki út eins og ennislaus vanskapningur.

Nú loksins er að rætast þessi heitasta ósk mín ég er að fá þetta líka fína greindarlega enni svona líka hátt og velformað.  Segið svo að maður hafi ekki góða vætti til að þóknast manni. Mínir bara voru heldur treggáfaðir og tóku seint við sér.  En það er alveg bannað að vera vanþakklátur svo ég segi bara betra seint en aldrei.

Nú erum við tvö að fara úr hárum ég og Erró minn svo það er erfitt að sjá hvort okkar skilur meira eftir sig á gólfunum hann eða hún ég. 

Á morgun þarf ég að mæta í veislu og ég er búin að velta fyrir mér nýrri hárgreiðslu í allan dag.  Held ég verði með svona ,,Bryndísar Schram sleikt aftur" greiðslu. Ef þú lest þetta Bryndís mín þá vil ég að þú vitir að mér finnst þú alltaf svo flott með þá greiðslu.

Svo bara verið til friðs greyin mín. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg - og góða skemmtun í boðinu

Sigrún Jónsdóttir, 3.6.2009 kl. 19:33

2 identicon

Þú ert alltaf falleg

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bryndísar sleikt aftur greiðsla er flott og fer þér áreiðanlega jafn vel og henni.

Góða skemmtun :)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Ragnheiður

Þú verður áreiðanlega flottust í boðinu...þetta reynist mörgum konum erfitt, hármissirinn.

Það er innrætt í okkur að við eigum að vera með þykkt og mikið hár.

Knús á þig

Ragnheiður , 3.6.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér mér fannst og finnst enn Bryndís vera flott,  þegar hún greiðir hárið sitt svona sleikt aftur. Og ég sé þig alveg fyrir mér þannig jafnflotta og Bryndís er. -

Svo er ég líka handviss um að þig klæðir vel allskonar sumarhattar,  ég sé þig alveg fyrir mér með hárið sleikt aftur og flottan léttan sumarhatt.

Þú ert svo flott kona Ía,  þú ert svona ein af þeim konum,  sem er falleg og flott jafnt í gallabuxum og skyrtu, sem í galakjól.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 00:31

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alveg eruð þið frábærar alla saman!

Lilja já ég á nokkra hatta enda alltaf verið hattakerling en á engan sem passar við átfittið sem ég ætla að vera í , sko er ekki alveg í sétteringu. Maður var svo sem auðvitað búin að hugsa þá leiðina líka hehehe.....

Ætti e.t.v. að stoppa á leiðinni í bæinn hjá ,,Hatta Hans" og fjárfesta í nýjum.

Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2009 kl. 07:16

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bryndís er alltaf flott,med sleikt aftur eda framm tá er hún glæsileg kona.Tad ert tú líka Frú Ía.

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 4.6.2009 kl. 07:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara yndisleg, bjartsýn og falleg kona Ía mín, vonandi skemmtir þú þér vel í veislunni.
Knús í góðan dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2009 kl. 08:05

9 identicon

Elsku Ía mín "hvað klæder ikke en skönhed?" sagði tengdamamma stundum.  Þig klæðir allt - ja nema kannski að skipta í miðju, fellst á það - svo þú verður nú ekki í vandræðum með að finna þinn stíl með höttum, slæðum  og hugmyndaflugi.  Svo hefur þú langan og fallegan háls og átt sand af skartgripum ef ég þekki þig rétt (sem ég geri he he). Lovv jú.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 11:40

10 identicon

Sammála stelpunum þig skal klæða allt. Hitt er svo annað mál að þetta er víst mjög erfitt. Breytt útlit sem ekki er valið af manni sjálfum..

Þú hefur húmorinn kláran og það hjálpar örugglega. Elsku stelpan, ég hugsa til þín á hverjum degi. ...Langbrókin.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 17:33

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Love you

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband