10.6.2009 | 09:22
Fer alveg að losna við sótthreinsilyktina úr nefinu sem hefur fylgt mér síðustu mánuði.
Yes, Yes, Yesssssssss!!!!! Sagði ég og hélt hnefanum hátt á lofti um leið og ég tók smá hliðarspor þegar gekk út af spítalanum í gær eftir síðustu chemo meðferðina. Allt tekur þetta endi og í næstu viku tek ég síðustu ógeðspillurnar sem hafa farið verst í mig.
Ég bjóst við að fá grænt ljós svo ég gæti farið heim í júní en minn góði læknir vill ekki sleppa af mér hendinni fyrr en ég hef farið vel í gegn um meðferðina og vill fylgjast með mér næstu þrjár vikurnar svo ég kem ekki heim fyrr en í byrjun júlí og ætla þá að mála borg og bæi rauða að hætti Íu í heilan mánuð.
Jamm þið losnið ekki við mig aftur fyrr en í byjun ágúst greyin mín. Og þið sem viljið komast hjá því að hitta mig getið pantað ykkur flug núna til útlanda hehehe..... love you all guys!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jessss........þá hittumst við með hattana okkar. Ég ætla sko líka að vera með flottan hatt vinkona. Og þegar við göngum inn á kaffihúsið hverjar verða þá flottastar?
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:29
Ekki spurning það verðum við! Ég var að spá í hvort við gætum haft samband við Ingunni og fl. úr okkar hópi og hisst einhvers staðar. Ef til vill býr einhver svo vel að geta tekið á móti nokkrum kellum heima. Það eru líka nokkrar úr gamla Iðnó sem hafa oft talað um að við hittumst. Magga Helga, Soffa Jakobs og fl.
Sendu mér mail. iaprag@hotamil.com
ia með i ekki í.
Heyri í þér fljótlega svo við getum farið að plana.
Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 09:44
Til hamingju með það elskan og njóttu þess vel er þú kemur heim.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 10:57
Hlakka til að sjá þig í júlí mín kæra. Gott að þetta er búið. Veit þú verður flottust með hattinn!
Knús....og kveðjur
Erla Ó (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 11:20
Þetta eru frábærar fréttir !
Jónína Dúadóttir, 10.6.2009 kl. 11:22
KNúsi knúsi knúsi knús
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:40
Frábærar fréttir. Ég gleðst alla leið með þér. Frábært!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2009 kl. 13:09
Æði, pæði, æði Njóttu svo sumarsins í botn
Sigrún Jónsdóttir, 10.6.2009 kl. 13:30
Góðar fréttir, sannarlega tilefni til að mála bæi rauða "og vera úti alla nóttina"
Hlýjar kveðjur,
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.6.2009 kl. 14:04
Takk stelpur mínar. Stórt knús á ykkur allar.
Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 16:01
Til hamingju elsku stelpa. Við verðum vör við þig þegar þú kemur til landsins trúi ég. Það sem þú ert búin að standa þig. En ég gleymi ekki umsögnunum um manninn þinn, þann góða dreng í mjög erfiðum aðstæðum
ps, við verðum búin að grunna bæinnn fyrir þig.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:27
jei, allt tekur þetta enda! Flott!
Sjá annars hér um heimsóknina okkar og hér eru fleiri myndir :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.6.2009 kl. 20:58
Já, jesss jesss til hamingju með það, svo er það bara næsta vika sem verður hreint helvíti og sv er það búið. - Gott hjá lækninum að gefa þér ekki ferðaleyfi í óvissuna á Ísalandinu góða, fyrr en þú ert komin vel yfir meðferðina, ég er ánægð að heyra það. Þá kemur þú heim eld hress og búin að ná úr þér þreytunni eftir allar þær styrjaldir sem þú hefur þurft að stríða við, til að senda græna tilbaka þangað sem hann er best geymdur.
En ég pant hitta þig líka! Með Höllu, Ingunni, Soffu og Möggu Helgu. Ég hitti Sigrúnu Björns í gær, var hún ekki með ykkur líka? Ég skal m.a.s. mæta með hatt líka þó ég verði nú ekki eins flott og þú með þína hatta mín kæra. Rosalega væri það gaman að hitta þig. - Það má þá stíga nokkur spor undir stjórn Ingunnar, s.s. Kabarett, Zorba osfrv.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.6.2009 kl. 23:43
Sigrún Björns útskrifaðist á undan mér, man ekki hvenær en við unnum saman. Já það væri gaman að hitta þig Lilja mín og alla hina. Við sjáum til hvað gerist.
Ía Jóhannsdóttir, 11.6.2009 kl. 06:16
Frábært, gangi þér mega vel yndið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 14:19
Jamm, ég heyri frá þér ! Ljúfar kveðjur til þín og þinna.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.6.2009 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.