Gleðilega þjóðhátíð kæru landar - Hátíðarhöldin í beinni.

Það ríkir mikil þjóðerniskennd hér í eldhúsinu mínu núna þar sem hornablástur hljómar hér frá tölvunni og við ég og hann Erró minn hlustum með andakt á Öxar við ána spilaða af merkum hornleikurum Íslands.  Það er að segja ég hlusta en hundurinn gólar upp í sumarsólina sem skín hér að tilefni dagsins.

Ég er ein heima (og hundurinn) eins og stendur þar sem gestir okkar brugðu sér af bæ og skondruðust í bæinn.  Hér áður fyrr var maður nú venjulega komin niður í borg og búin að skreyta Restaurant Reykjavík með fánum og blöðrum þennan dag en þar sem það er liðin tíð þá læt ég duga að horfa hér á aðeins einn fána lýðveldisins blakta í golunni við Stjörnustein.

Oft hefur verið hér glatt á hjalla á þessum degi og við tekið á móti mörgum góðum gestum í tilefni dagsins.  Í dag verður hér fámennt og góðmennt.

Ég heyri að ekkert bjáti á óeirðum á Austurvelli eða það tilkynnti þulan hér fyrir nokkrum mínútum.  Er fólk að búast við pottaliðinu á sjálfan þjóðhátíðardaginn?  Er það ekki einum of mikið vesen, held það verði alveg nóg um uppákomur í höfuðborginni í dag þó við getum verið laus við pottaglamur og leifaslag.

En nú heyri ég að hátíðargestir eru sestir á stólana sína við hlið Jóns Sigurðssonar og áhorfendur sem sagt sauðsvartur almúginn standi stilltur bak við reipin þar sem lögreglan heldur vörð um svo enginn geti laumast að yfirstéttinni. 

Ágætu landar GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!!!!!!!

VERIÐ STILLT OG PRÚÐ OG GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR Í DAG!!

Góðar og hlýjar kveðjur heim frá okkur héðan að Stjörnusteini. 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn okkar allra Ía mín.Kærleikskveðjur

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilega þjóðhátíð Ía mín.  Ég vona að fullorðna fólkið fari ekki að skemma hátíðarhöld barnanna í dag....hef alltaf fyrst og fremst litið á þennan dag sem þeirra hátíð.

Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín ljúfust og eigið góðan dag saman þó fámennt sé.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hátiðarkveðjur til þín og þinna mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 20:17

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gleðilega hátíð vinkona. Vonandi verður þetta ekki í síðasta sinn sem fullvalda þjóð heldur þessa hátíð.

Ísleifur Gíslason, 17.6.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband