Ekkert lát á hjónabandsælunni jafnvel eftir 35 ár í blíðu og stríðu.

Ég rakst á þetta í morgun þegar ég var að blaða í Perlunum hans Laxness og datt í hug að setja þetta hér inn með færsu dagsins:

Það er ekki annað en uppspuni að konan kasti sér andvarpandi um háls elskhuganum þegar hann stynur upp bónorðinu og svari:  Ég er þín að eilífu!  Slíkt ber ekki við nema í illa ortum ljóðum og fimmtíu aura lygasögum skrifuðum fyrir vinnukonur og borgara.

Þegar karlmaður hefur upp bónorð sitt svarar konan alltaf þessu sama:  Hvað býðurðu mér? Hvað borgarðu mér? Fæ ég borðstofumubblur, stássstofumubblur og píanó?  Gefurðu mér steiktan kjúkling? Gefurðu mér strútsfjöður? Gefurðu mér bíl?

Þetta á við færslu dagsins þar sem við hér að Stjörnusteini héldum upp á 35 ára hjúskaparafmæli okkar í gær og ekki nóg með það heldur héldum við upp á 40 ára hjúskaparafmæli Helga bróður Þóris og Jónu konu hans hér hátíðlegt þann 14. júní en þau komu hingað á fimmtudaginn til að halda með okkar hátíð þessa helgi. Afmælið haldið hátíðlegt  Hér erum við í fyrsta í afmæli.  Glæsileg hjón og ekkert mjög þreytuleg þrátt fyrir að vera búin að hanga saman í 75 ár samanlagt!

Þetta er ástæðan fyrir því  að ég hef ekki verið dugleg að blogga undan farið, hef bara haft alveg brjálað að gera í partýstandi alla daga og verður ekkert lát á fyrr en á fimmtudaginn en þá fljúga vinir okkar heim.

  Martial Nardeau hélt stofutónleika fyrir okkur í gærkvöldi.  Ekki allir sem fá svona stórkostlegan glaðning á afmælisdaginn sinn.

Í dag ætlum við að taka það rólega enda dumbungur í lofti og ekkert spes veður.  Gestir okkar keyrðu sig í Mallið en við gömlu erum heima og tökum lífinu með ró. 

Svo bíðum við bara eftir næsta ,,Happy hour" eins og venjulega. 

Eins gott að halda sig við efnið!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju mín kæra

Jónína Dúadóttir, 16.6.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju elsku Ía mín. Góða skemmtun í öllum partýjum næstu daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir  Glæsileg eruð þið

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2009 kl. 12:05

4 identicon

Innilega til hamingju með ykkur öll.Kærleikskveðjur

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju elsku Ía.  Rosalega ertu falleg á þessari mynd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 12:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju elsku Ía mín og ég segi eins og Jenný þú ert falleg á þessari mynd og bæti við þú ert það bara alltaf ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2009 kl. 13:00

7 identicon

Flott eins og alltaf. Til hamingju...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:17

8 identicon

til hamingju með afmælin elsku hjón.  Mikið lítið þið vel út eftir allan þennan tíma :)

kv. Dóra

Dóra, Jói og Ólafur Örn (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 14:18

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sannarlega bjart yfir þessu borði, hamingjuóskir

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 14:33

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur dúlurnar mínar.

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2009 kl. 15:08

11 identicon

Til hamingju öll. Mikið eruð þið falleg og alveg sérstaklega þú. Viss um að tónleikarnir voru ljúfir. Meira af slíku ljúfmeti ykkur til handa, þess óska ekki bara ég heldur örugglega allir ykkar vinir. Hér er þetta fína júní veður, 11°C rigning og dálítill vindur. Annars hefur júní verið ágætur, óvenju mikið logn. Ljós og knús í hús.

maja (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 20:14

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stúlka! Rosa líturðu vel út! Til hamingju með daginn, megi þeir verða margir í viðbót.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hjartanlega til hamingju með þessi tímamót!

kærar kveðjur frá hjónagrjónunum á Als

Guðrún Þorleifs, 17.6.2009 kl. 09:34

14 identicon

Hæ hó jibbí jei og til hamingju með afmælið, njótið vel.  Flott mynd af ykkur.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband