Fara heim með sundfötin og Evrur í farteskinu

Jæja þá er hinn langþráði dagur runninn upp og við loksins á leiðinni heim.  Ekki nema örfáir klukkutímar þar til við lendum í Keflavík.

  Þið vonandi búin að draga út rauða dregilinn og flagga þjóðarfánanum.  Lúðrasveitin tilbúin með ættjarðarlögin og svo ekki gleyma að það eru alltaf svona litlar sætar stúlkur klæddar í Íslenska þjóðbúninginn sem færa konu blómvönd. Muna að taka sellófanið utan af vendinum, þoli ekki blómvendi klædda í sellófan, bara svo það sé á tæru.

En svo ég tali nú í alvöru þá er mikil tilhlökkun hjá okkur að koma heim og knúsa ykkur öll!

Heyrði utan af mér að við skildum taka með okkur sólfatnað þar sem heima væri bongó blíða og Evrur og nóg af þeim vegna þess að sumir aðilar sbr. Hvalaskoðunarferðir, Einhverjir heilsupollar og ekki hvað síst nokkur veitingahús tækju nú aðeins evrur ef þeir hreyrðu á máli þínu að þú byggir ekki á landinu þá veskú taka upp Evrubudduna. 

 Púra íslenska verður það að vera heillin.  Er búin að vera að æfa mig í slangmáli Íslendinga alveg í heila viku: Kaddamar ekki málið.  Já sæll.  Ertu ekki að grínast í mér og fleiri afbögur sem ég nenni ekki að telja upp núna.

Ég á eftir að sannreyna þetta allt á næstu vikum elskurnar mínar.  Læt ykkur heyra frá mér.

En talandi um veitingahúsin þá hef ég oft farið inn á síðuna hans Jónasar Kristjáns veitingarýnis áður en ég hef komið heim, hann veit yfirleitt hvað hann syngur og það eru alla vega tveir staðir sem ég ætlar EKKI að sækja því hann telur þá engan veginn boðlega.  Tek alla vega enga sénsa í þeim efnunum.

Ok er sem sagt alveg eldklár í bátana og allt tilbúið fyrir heimför.

Hendi inn einni og einni fæslu næstu vikur ef mér ofbýður eitthvað eða ég get sagt ykkur eitthvað skondið. 

Njótið þess að vera til og elska lífið og tilverunna. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hlakka til að fylgjast með.

Prófaðu endilega hádegisverðarhlaðborðið á Hilton (hotel Esju) heimsklassa hlaðborð, sanngjarnt verð, og sniðugt að fara í stórum hópum.

Knús á klakann.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.7.2009 kl. 07:26

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já er það.  ´Við bjuggum alltaf á Radison SAS hér áður fyrr en eftir að nýjir eigendur tóku við Vox fór allur sjarmi af staðnum, nú er ég að tala um veitingastaðinn Vox en ekki hótelið en allt í lagi að prófa aftur. 

 Skila knúsinu frá þér Jenný mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2009 kl. 07:42

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við í hljómsveitinni erum að pússa básúnurnar, rífa síðasta sellofanið utan af blómvöndunum og ryksuga dregilinnGóða ferð og góða heimkomu

Jónína Dúadóttir, 9.7.2009 kl. 08:54

4 identicon

Velkomin heim á "farsæla Frón" 

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 08:55

5 identicon

Ía það er allt klárt dregillinn líka. ÓRG varð e.h. pirraður en nú verður hann notaður sem aldrei fyrr. Nú fer sólin að koma upp

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 09:23

6 identicon

Já elskan það er örugglega búið að henda rauða dreglinum, eða a.m.k. endurvinna hann og PRJÓNA NÝJAN - hér eru allar konur búnar að missa sig og eru prjónandi út um allar trissur - á fundum - í  bílum - í  búðum og bara hvar sem er.  Jafnvel tvo sokka í einu, ég lýg því ekki.  Við tökum nú ekki þátt í sollis Ía mín. He he.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 10:10

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin "heim" góða fólk

Sigrún Jónsdóttir, 9.7.2009 kl. 10:39

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða skemmtun!!!

Guðrún Þorleifs, 9.7.2009 kl. 12:46

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Velkomin á klakann :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.7.2009 kl. 12:53

10 Smámynd: Ragnheiður

velkomin "heim" og hafðu það gott meðan þú stoppar hér

Ragnheiður , 9.7.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband