Spennan magnast með hverri mínútu.

Ólygin sagði mér að við mættum búast við þessu og eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá yrði ég ekki hissa ef einhverjar hræringar yrðu hér á landi.

Ég er búin að leita dyrum og dynkjum hér í íbúðinni að símaskrá en finn enga en þar standa eða stóðu alla vega allar leiðbeiningar um hvernig maður á að haga sér í svona tilfellum.  Það eina sem ég man úr þessari klausu er að maður á að standa í dyragætt svo það ætla ég að gera, koma mér fyrir einhvers staðar í dyragætt og standa þar nákvæmlega klukkan 23:15 þegar sá stóri kemur til með að skella á okkur og ekki hreyfa mig fyrr en einhver með viti segir mér að hættan sé liðin hjá.

Það er ekki að spyrja að því það eru spennandi tímar hér á Íslandi.

Alltaf eitthvað nýtt og dulúðugt á hverjum degi í fréttum.

 

 


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bý í Breiðholti og lenti í því í gær að það kom allstaðar heitt vatn úr kaldavatnskrönunum. Fékk alveg áfall því ég hugsaði sem svo að það væri örugglega orðið svona heitt undir Gvendarbrunnum og það færi örugglega að gjósa í Bláfjöllum !!!! Það var meira að segja heitt vatn í klósettinu. En um síðir kom í ljós að blöndunartækin voru biluð á baðinu....

Fannst þetta mjög skrýtið en viðgerðarmaðurinn sagði þetta eðlilegt....Hef verið að fylgjast með jarðskjálftaspám og fékk hálfgert sjokk þarna !

Ína (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:03

2 identicon

Ég vil benda á að það þykir ekki lengur sniðugt að standa í dyragættum. Ef jarðskjálftinn er það öflugur að þú þurfir þess, þá er hætta á að hurðin skellist á þig.

Elsa (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:07

3 identicon

Úff þá er að krjúpa skýla halda.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:16

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já það er alltaf eitthvað spennandi í gangi á þessari eyju okkar..spurning hversu mikið úthald meður hefur í meiri spennu. Kannski gott að losa aðeins um hana.. væri gott fyrir hrjáða og þreytta þjóðarsál að geta andað léttar. Veit samt ekki hvort jarðhræringar og eldgos sé málið núna. Dyrastafir er gömul tíska í jarðskjálftatækninni..man samt ekki hvar maður á helst að vera....undir rúmi?

Kveðja

ertu á eyjunni??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 12:47

5 identicon

http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=102

Þetta er linkurinn inn á leiðbeiningar varðandi jarðskjálfta.

Annars ættu allir að skoða heimasíðu almannavarna í rólegheitum og lesa sig til um viðbrögð við allskonar vá, jafnt jarðskjálftum, eldgosum og eldsvoða sem veikindafaraldra.

Rokrass (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:12

6 identicon

Skjálftavirknin er nú þegar hafin með þrem snörpum skjálftum undan Reykjanesi,,skv,,skjálftakorti veður.is,, Hver verður þróunin,,??

Bimbó (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svakalegt, vont að bíða eftir skjálfta, annars er ég ótrúlega róleg. Vonum það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 13:26

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jájá, trúið þið þessu í alvörunni?

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 13:58

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh Jenný alltaf niðrá jörðinni. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.7.2009 kl. 15:42

10 Smámynd: Ragnheiður

Jenný er svo kirfilega á jörðinni að hún tæki ekki eftir ef hún skylfi undir henni hahahaha

Kom bara til að kasta á þig kveðju fallega kona...

Ragnheiður , 27.7.2009 kl. 20:33

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ragga mín gott að sjá þig hér, já hehehe, Jenný er ein af fáum sem haggast aldrei alveg sama á hverju gengur.

Ía Jóhannsdóttir, 27.7.2009 kl. 23:51

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessuð Ía,

Smá nostalgía þetta með símaskrána, sem ég stúderaði af mikilli elju í denn, sérstaklega viðbrögð við kjarnorkuvá, en það var líklega mesta martröð barna sem ólust upp í "kalda stríðinu".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.7.2009 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband