Það skelfur og titrar en bara innra með mér.

Sko konan í viðtalinu í tímaritinu Vikunni talaði með fyrirvara eða þ.e.a.s. skjálftinn getur komið á hverri stundu eða jafnvel eftir nokkra daga svo ég hangi hér enn í dyraopinu og þori ekki að hreyfa legg né lið. var næstum búin að skrifa li. fannst það bara eitthvað svo dónó.

Jenný er búin að kommentera hér að allir sem hafa tjáð sig hér á síðunni að ofan séu  afskaplega auðtrúa á Gróusögur og hindurvitni. Hehehehe...er eitthvað svo rosalega sammála henni eru allir á þessu landi ekki alveg í lagi? 

En................

Ég þori ekki úr hurðagættinni enda búin að upplifa þvílík undur og stórmerki þessar tvær vikur sem við erum búin að dvelja hér. 

Á þessu landi upplifir maður bara undur og stórmerki sem hvergi annars staðar finnast á jarðríki.  Á hverjum degi verður þú fimm sinnum kjaftstopp og fimm sinnum færðu hláturskast og fimm sinnum heldur þú að það sért þú sem ert hálfvitinn en ekki landinn. 

Úllallala ansi var að vita það!

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:12

2 identicon

Er það er náttúrulögmál eða lenska að sakna "skjálfta" eða "gosa" þegar tilveran er svona döll hér á litlu landi.... Íslendingar þurfa "vertíð" eða bara að eitthvað krassandi gerist. Erum við alltaf að bíííða eftir "jah" bara einhverju fjöri-? Ég var ekki í  hurðagættinni kl 23:15 heldur á fésbókarvaktinni ef ske kynni að  eitthvað gerðist sem ég væri vitni að....ehehhhhehhh. Kannski þarf bara að rugga bátnum :-)  og við hressumst.

Anna Sig (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 stórir skjálftar eru skelfilegir, það á bara alls ekki að birta svona spár, engum til góðs og mörgum til ills.  Maður verður að reyna að taka þessu með ró

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei nei elskan þú ert ekki hálfvitinn, skil vel hvað þú ert að fara, verð kjaftstopp í hvert skipti sem ég fer af bæ.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.7.2009 kl. 12:45

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 01:33

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara kasta kvedju á tig Ía mín ,sé ad tú ert á ferdalagi um ísland.

Ég trúi á tjódsögur og hefdi gert rádstafanir á mínu heimili í sambandi vid jardskjálftann ef ég byggji á íslandi...Madur veit aldrey kona gód.

Áfram góda ferd um landid mín kæra og kvedja til ykkar hjónanna frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 29.7.2009 kl. 08:19

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Held þér sé nú alveg óhætt að færa þig úr dyragættinni

Jónína Dúadóttir, 29.7.2009 kl. 08:25

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2009 kl. 18:37

9 Smámynd: Jens Guð

  Það er með ólíkindum hve mikil "móðursýki" greip sig vegna rugl þessarar Láru sem telur sig vera sjáanda (sjá anda).  Hún hefur árum saman verið þekkt fyrir að hringja út og suður með svipað bull:  Í veðurstofu og þó einkum fjölmiðla.  Það var þó ekki fyrr en nú að hún "náði í gegn" þegar Vikan setti hana á forsíðu.

  Ég þekki fólk frá Hveragerði sem keypti bullið og fór í var.  Ég hef heyrt frá öðrum,  allt frá Grindavík til Selfoss sem fór einnig í var.  Fjölmiðlar hafa meira að segja sagt frá fólki sem fór í tjald til að verjast jarðskjálftanum.

  Meira að segja formaður Sálrannsóknarfélagsins,  Magnús Skarphéðinsson, segir konuna vera meiri háttar rugludall. 

Jens Guð, 30.7.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband