Það verður ekki farið yfir Elliðaárnar oftar í þessari reisu!

Það var fallegt að horfa til Eyja í fyrradag þegar við keyrðum austur fyrir fjall.  Við vorum svona í fyrra fallinu eins og Hallgerður myndi orða það og ekki laust við að okkur langaði að skella okkur yfir með Herjólfi en létum skynsemina ráða og héldum okkur á meginlandinu.

Við gerðum víðreisn á fimmtudag. Heimsóttum vinkonu okkar sem býr ekki langt frá Skálholti og fengum þar frábærar súpur í hádeginu, já segi súpur því hún bauð upp á tvennskonar súpur.

Sumar á Íslandi 2009 001   Gerist ekki betra á Íslandi.

Þá keyrðum við að sumarhúsi vina okkar ekki all langt frá og lentum þar á skemmtilegu ,,félagsmóti"  algjörlega óvart.  Hrikalega skemmtileg uppákoma.

Sumar á Íslandi 2009 014 Þeir eru flottir kofarnir á Íslandi!

Sumar á Íslandi 2009 016  Þrjár í stuði.

Um sexleitið renndum við í hlað hjá HelgaSumar á Íslandi 2009 018 bróður Þóris og Jónu í Grímsnesinu en þar beið okkar uppdúkað borð og kræsingar.  Eins og gefur að skilja var ómögulegt að keyra heim eftir að hafa stútfyllt magann allan daginn svo við þáðum gistingu um nóttina.

Í gær eftir góðan sundsprett í Hraunborgarlaug og auðvitað Brunch því maður verður jú að halda sér við efnið síðan keyrðum við í fyrra fallinu til Reykjavíkur.  

Við sem sagt tókum Verslunarmannahelgina snemma og enduðum í gærkvöldi heima hjá góðum æskuvinum í frábærum félagsskap og að sjálfsögðu enn og aftur glæsilegum dinner!

Sumar á Íslandi 2009 026 Blómum skreytt salat!

Vitiði það við bæði hjónin stöndum nú á blístri eftir allt átið síðustu daga!  Þetta er ekki nokkur hemja að kunna sér ekki magamál.

Svo bara hugsar maður:  ,,Mikið vildi ég að ég væri sofnaður, vaknaður aftur og farin að éta"

 Ætla að reyna að koma mér út úr húsi og rölta með móður minni um Hljómskálagarðinn í góða veðrinu.

Og eitt er alveg á hreinu ég fer ekki yfir Elliðaárnar já alla vega ekki lengra en að Rauðavatni í þessari ferð.  Er aveg búin að fá nóg af sveitasælu í bili. 

Ég er líka fegin að við tókum helgina í fyrra fallinu, þá getum verið hér í borginni alein, eða næstum því.


mbl.is Blíða í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mikið virðist þetta allt notalegt og skemmtilegt hjá ykkur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.8.2009 kl. 17:52

2 identicon

Þú kemur bara í tjaldið til mín á næsta ári ´´Ia mín. Kveðja til ykkar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefur bara verið hér rétt hjá mér, gaman hefði verið að fá að knúsa þig.  Aldeilis trakteringar og flott boð sem þið hafið verið í, hreint yndislegt.  Njótið vel dvalarinnar í bænum.  Krúttkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þó það nú væri elskan að tekið væri á móti ykkur, það var nú talin kurteisi hér á árum áður að taka vel á móti fólki sem kom langt að, bæði í mat og drykk, og það er afar erfitt að láta af þeim sið, enda alveg óþarfi.
Kærleik til ykkar Ía mín og njótið Reykjavíkur í fámenninu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 2.8.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært og þetta salat er afskaplega fallegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:16

7 Smámynd: Ragnheiður

flott hjá þér..og borðaðu bara að vild hehe (segi ég sem er komin í aðhald)

Ragnheiður , 3.8.2009 kl. 00:46

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stelpur ég er enn að éta!

Ía Jóhannsdóttir, 3.8.2009 kl. 01:02

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ía þú ert "listsemdaspíra" á eina vinkonu sem er listaspíra, allt annar handleggur, þú skilur.

Glöð að sjá gleði

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.8.2009 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband