Vissuð þið að það er ekkert níu bíó lengur?

Helgin fór rólega fram hjá okkur hjónum og nutum við þess að vera hér í fámenninu í höfuðborginni, gengum um meðal ferðamanna og einstaka samlanda í sumri og sól.

Það var rölt um miðbæinn, einn daginn var kaffi drukkið á svölunum hjá Eymundsson við Austurvöll hinn daginn kaffi í gamla Hljómskálanum og gengið um garðinn.  Minn elskulegi fór með mig í sund í Árbæjarlaugina og á eftir röltum við um Árbæjarsafnið en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár.

Ég fór með móður mína í Grasagarðinn, takið eftir nú er ég ,,farin að fara með fólk" hingað og þangað en fólk hætt að ,,fara með mig", batnandi konu er best að lifa eða þannig.

Í dag tók ég sjálfa mig og gekk niður Laugaveginn en komst ekki lengra en niður hann hálfan, ekki það að ég hefði ekkert úthald heldur var svo gaman á búðarröltinu, bara alltaf jólin hjá okkur þessa daga. Nú á ég eftir skemmtilegri hlutann sko þennan með öllum flottu búðunum sem eru með vörur eftir Íslenska hönnuði.  Það verður skannað á morgun svona á milli þess sem ég verð í heimsóknum.

En þetta var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í kvöld.

Vissuð þið að það er ekki hægt að fara í níu bíó lengur?, Neip, get svo svarið það bara átta og tíu bíó. 

 Nú ok vissuð þið þetta.

Ekki ég, varð bara hálf fúl þar sem við ætluðum að skella okkur í bíó, vegna þess að það er svo grautfúlt sjónvarpið á þessu landi, og okkur langaði að eiga bara svona eitt kvöld útaf fyrir okkur, haldast í hendur, maula popp og bara verða sextán aftur, en svo bara var ekkert níu bíó lengur.

Djö... frekar spælandi, fórum þá bara upp yfir snjólínu og horfðum á Bláfjallahringinn út um gluggann.  Stóðum og héldumst í hendur þar til við vorum komin með sinadrátt og alles, sko föttuðum ekki að auðvitað hefðum við átt að setjast í stóla, fólk á okkar aldri, en fattarinn er stunum ekki alveg að meika það hjá okkur.

Aldurinn skiljið þið.

Minn elskulegi kominn til kojs og ég alveg að fara að skríða uppí enda langur dagur á morgun.

Ég skal sko segja ykkur það að það tekur á að heimsækja landið okkar.

Eintóm gleði en líka smá púl og stundum jafnvel pínu þrældómur.

Er ekki annars allt í góðu? Eins og ein servitrísan spurði okkur um daginn á einu fínu veitingahúsi hér í borg.  

Ha jú jú allt í góðu.  Hef ekki enn hugmynd um hvað hún átti við, en það er ekki að marka mig svo hrikalega langur fattarinn þessa dagana. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú ég vissi það - ekkert níu bíó lengur. Gott samt að það er allt í góðu

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Nei vissi ekki um ad ekki væri hægt ad fara í níu bíó.En tad er ekki ad marka konu sem býr í útlandinu

Sá tó ABBA myndina eitt skiptid er ég var á landinu vid mikinn fögnud.

Heyri ad tid eigid góda en kannski stundum atvinnudrjúga ferd um landid okkar. En tad er svona ad koma frá útlöndum og langa ad gera svo margt og hitta svo marga.

Búid ad loka konuna úti á Facebook ,hreinlega loka sísunni hennar(af hverju veit ég ekki) Tá kíkir madur kannski frekar á Bloggid .Tad er allavega nett pirrandi ad missa alla sem madur er búin ad koma í kontakt vid á Fésinu.

En tad er líf utan Fésins og tá er ad njóta tess

Besti kvedjur til ykkar á fróni fra Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 07:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei ekki vissi ég það elskan, enda fer ég aldrei í bíó, en hvumsa varð ég við að lesa þetta sem servítrísan spurði um: ,,Er ekki annars allt í góðu." sko sumir kunna sig ekki, hefði skilið ef þið hefðuð verið á Nings eða eitthvað álíka.
Ég kalla þig bara duglega, að vera búna að gera allt sem þú ert búin að atorka, ekki gæti ég þetta, en stefni að því næsta sumar að labba laugaveginn,
Ljós í daginn þinn ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 08:49

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að þú ert að njóta heimsóknarinnar kæra Ía

Sigrún Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 18:16

5 identicon

Hehe góð.  Þ:ú tekur þetta upp á ís-staðnum þínum?  Er ekki annars allt í góðu....?

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:48

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona virkilega að allt sé í góðu

Jónína Dúadóttir, 6.8.2009 kl. 06:43

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég reyndar vissi að níu-bíó er liðin tíð og mér þykir það nokkuð böggandi. Ekki það að það er ofsa fínt að geta farið í 8 bíó og verið komin heim kl 10. En hitt er betra; þ.e. að yfirgefa svæðið (heimilið) fyrir háttatíma og koma aftur heim eftir háttatíma og láta aðra (barnapíuna) sjá um að koma krakkanum til kojs eins og þú kallar það.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2009 kl. 20:58

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi þetta ekki enda afskaplega löt við bíó.

Takk annars fyrir þessa skemmtilegu færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2009 kl. 10:27

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég vissi það reyndar, en ég gleymi því oft, síast þegar ég fór byrjaði myndin kl: 19:30 og heitir Menn sem hata konur.

   Fékkstu kveðjuna frá mér, þarna um daginn?  Mikið var ég spæld að komast ekki, var búin að undirbúa mig sko. -  Það er auðheyrilega nóg að gera hjá þér í hittingum og heimsóknum, þetta er meiriháttar vinna. -

Og yndislegur pistill, að venju. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 00:51

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vissi þetta með 9 bíó en gaman að þið eruð hér á landi og skemmtið ykkur vel alltaf gott að lesa pistllana þína.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband