Heppinn Úlfar minn að verða ekki uppiskroppa með hnossætið. Ekki það að ég leggi mér þetta til munns en af því þú ert kominn í fréttirnar vil ég fá að nota tækifærið og þakka þér fyrir að halda uppi staðnum í öll þessi ár.
Geri aðrir betur! Við komum við hjá þér fyrir réttri viku og vorum með gamla fólkið þ.e. aldraða foreldra okkar með okkur. Fengum frábæran mat og þjónustan var þvílíkt til fyrirmyndar en því miður varst þú hvergi nærri gamli minn. En þú getur svo sannalega streyst þínu fólki fyrir staðnum af og til. Frábærir krakkar að vinna þarna og gaman að fylgjast með þeim leysa dæmin sem komu upp á yfirbókuðum staðnum og klukkan rétt um sjö mig minnir að þetta hafi verið laugardaginn 1. ágúst.
Aldrei neitt mál. Þau unnu saman eins og einn maður.
Takk fyrir okkur.
Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Maður þarf að prófa snæða hjá þeim...Kveðja
Halldór Jóhannsson, 9.8.2009 kl. 18:53
Halldór ekki spurning ef þú hefur aldrei komið þangað.
Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2009 kl. 20:03
Allt sem Kristján (eigandi bátanna "Hvalur 1+2+3+4+5+6+7+8") segir um hinn gífurlega "markað" fyrir hvalakjöti ætti að skýra sig sjálft með 17 ár djúpfrystingu?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.