Við erum sterk þjóð og frábær! Stöndum af okkur alla storma!

Það fór ekki fram hjá okkur á ferð okkar um landið sl mánuð að það vantaði mikið upp á gamla góða baráttuviljann hjá mörgum. 

Þrátt fyrir sól og sumaryl fannst mér eins og dimm ský lægju yfir mönnum og málleysingjum. Fólk skiptist í hópa sumir töluðu ekkert um ástandið hvort það var af því þeir höfðu gefist upp eða vildu njóta þess að vera til örlítið lengur veit ég ekki en það voru líka aðrir sem töluðu út i eitt um þetta hryllingsástand. Skömmuðust og rögnuðu yfir öllu en voru ekki með neina lausn á takteinum.  Dapurlegt.

 Þegar við vorum heima í nóvember í fyrra var viðkvæðið hjá flestum: ,, Hva þetta reddast" eða ,,þetta er nú ekki svo svart"  Enda hvernig var hægt að trúa því að nokkrir einstaklingar gætu verið það siðblindir og geggjaðir að þeir gætu komið heilli þjóð á heljarþröm?

Því miður gerðist þetta og það virkilega tók á að horfa upp á allar breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á ekki lengri tíma.  Verslanir sem áður gengu feiknavel var búið að loka eða hálf tómar hillur blöstu við manni þegar maður kom inn og afgreiðslustúlkan stóð örvæntingafull bak við borðið með hangandi hendi því það var ekkert til að selja lengur og engin tilgangur með því að halda þessu áfram.  Þetta næstum stóð skrifað skýrum stöfum á enninu.

Túristabúðir, veitingastaðir og annað sem laðar að ferðamenn voru yfirfull af kátum ferðamönnum í BIÐRÖÐUM og þreyttu starfsfólki sem fékk varla matarpásu vegna þess að það var svo geðveikt að gera.  Ég þori engu að spá um framhaldið á þessu en mikið asskoti mega Íslendingar vara sig ef þeir hætla að halda uppi ferðabransanum.  Verðlagið er ekki í samræmi við gæði og sum staðar er maður bara einfaldlega tekinn harkalega i nefið. 

Það fer ekkert á milli mála að þetta ástand gengur jafnt yfir alla, ríka sem fátæka, börn og  gamalmenni.  Nú þegar haustið nálgast með sínum dimmu dögum, verðlag hækkar og útivistartíminn styttist þá bið ég fyrir þjóð minni. 

 

 

 


mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er allt rétt hjá þér Ía þjóðin miklu í áfalli yfir þessu öllu. ég vona að við komust heil út úr þessum ósköpum. Það eru allir með kvíða og hræðslu sem er von

Ég vona svo innilega að ástandið fari að lagast.  Er samt hrædd um að  svo sé ekki.

Vona að við stöndum öll saman í þessu hræðilega áfalli sem þjóðin er í takk fyrir góða pistill.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta átti að vera góðan pistill.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk Ía.

Ekki veitir okkur af fyrirbænum og hlýhug.

Marta B Helgadóttir, 10.8.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér elskan mín, hafðu það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Styðjum Samtök Fullveldissinna og berjumst fyrir þjóðina.

ÁFRAM ÍSLAND

Nei við Icesave  -  Nei við ESB

Ísleifur Gíslason, 10.8.2009 kl. 20:19

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Allt satt og rétt hjá þér Ía mín og hér mun ekkert fara að lagast fyrr en pólitískir flokkar verða lagðir af og þjóðin fer að hugsa sem ein fjölskylda......og það er ansi langt í það

Sigrún Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vitaskud tekur þetta á fólk. Það ætti ekki að koma neinum á óvart!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.8.2009 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband