Á söguslóðum Romeo og Juliet

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 026 

Ef eitthvað er Paris þá er það þetta umhverfi ekki satt?

Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir þá erum við komin heim eftir 4000 km keyrslu á tveimur vikum og fjögurra landa sýn.  Frábær ferð með tilheyrandi stoppum hingað og þangað jafnt á merkilegum sem ómerkilegum stöðum.

Held nú að heimsókn okkar á vinnustofu Erró í París standi ofar öllu.  Meistarinn tók feikna vel á móti okkur þó mikið hefði gengið á á svæðinu rétt áður en við renndum í hlað þar sem hnullungs steinflís hafði hlunkast niður í gegn um glerglugga í loftinu og splundrast yfir vinnuborð og verkin hans en sem betur fer urðu engar skemmdir að ráði.

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 034 Kona alsæl umvafin Erró!

 Við ætlum að reyna að mæta á sýninguna hans í Vínarborg í næsta mánuði.

Við heimsóttum líka annan landa okkar, Ármann Örn Ármannsson en hann býr í Provence með sinni yndislegu frönsku konu.  Það er ekki auðvelt fyrir lofthrædda að sækja þau hjón heim þar sem þau búa hátt upp í fjöllum í litlum bæ, Essparron de Verdon. Ég hafði það samt af að hanga í bílnum upp brekkurnar og sá mest lítið af þessari fallegu sveit en mér var sagt að útsýnið hefði verið heillandi.  Það hreyfir voða lítið við mér skal ég segja ykkur.

Ætlunin var að koma þarna aðeins við í hádeginu en við ílengdumst þar til daginn eftir þar sem gestrisni þeirra hjóna var ómæld.  Natalie er líka alveg frábær kokkur og fengum við ekta franskan sveitamat sem sæmt hefði á hvaða höfðingjaborði sem væri. 

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 093 Ármann, Þórir og Natalie þetta var bara Lunch!

Daginn eftir vorum við mætt í hádegismat hjá Breskum vinum okkar sem eiga hús þarna ekki langt frá og þar dvöldum við í tvo daga við leiki og spil.

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 099 Fyrir kvöldverðinn fengum við einkakonsert.  Ármann Örn sem betur þekktur sem Ármann í Ármannsfelli situr við grand piano.

Við héldum síðan niður á frönsku rivieruna og spókuðum okkur á St. Tropez en misstum rétt aðeins af teboði heima hjá Bridget Bardot en kella býr þar með öllum hundunum sínum og nokkrum selum að mér skilst. Veit ekki hvort við rákumst á rétta húsið en við sáum alla vega stóra ruslatunnu fyrir framan eina af glæsivillunum merkta bak og fyrir með stórum B B.  Næstum viss um að þar fyrir innan bjó frúin umvafin öllum sínum gæludýrum.

Því miður náðist þetta ekki á mynd en hér er ein frá St. Trobez

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 164

Við hjónakornin höfum verið að skoða okkur um á hinum ýmsu stöðum hér undanfarin ár og heimsótt marga fallega staði en engin hefur heillað okkur eins og St. Trobez þar gætum við alveg hugsað okkur að dvelja í ellinni.  Alveg perfect place for us! 

Eins var það þegar við komum til Monaco, furstafamilían var nýfarin á fasanaveiðar svo við rétt misstum af því að taka einn tangó í forsalnum í höll Grace Kelly.  Ojæja skítt með það, bara næst.

Við gengum um listisnekkjuhöfnina í von um að rekast á 101 skútuna en hún hefur sjálfsagt verið á siglingu einhvers staðar við Kanarí eða Bahama, nú eða bara í slipp.  Það verður víst að fara yfir þessi tæki öðru hvoru og fylgjast með að þetta drasl ryðgi ekki.

Ekki rákumst við á landa okkar þarna og er það mjög sjaldgæft að geta gengið þarna um rivieruna án þess að heyra móðurmálið.

Þórir fékk ekki tíma til að skella sér inn í Casinoið fræga í þetta sinn og taka eina Bertu eða hvað þetta heitir nú en ég lofaði að hann fengi að gera það næst.  Annars var hann ekkert heppin síðast þegar við vorum þarna á ferð svo ekki eftir miklu að sækjast.

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 168 Next time my darling.  Glæsilegt Casino ekki satt?

Verð að segja ykkur frá því að á leiðinni þarna um rivieruna gistum við á mjög merkilegu hóteli í bæ sem heitir Haut de Cagnes.  Elsti hlutinn er frá þrettándu öld og hótelið sem við gistum á er upphaflega frá þeim tíma en endurbyggt á fimmtándu öld.  Sagt er að fyrirmyndin af Romeo og Juliet sé fengin frá þessum kastala, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.  En rómó var það með endalausum ranghölum og skúmaskotum.  Mæli með þessu ef einhver er þarna á ferð.

Sumarferð til France, It, Monaco og fl 155 Romeo, oh..Romeo hvar ertu Romeo...?    Horft niður af svölum Júlíu og bak við svörtu hurðina var okkar herbergi í kastalanum.  NB við sváfum eins og englar hvort sem það var vegna þreytu eða öðrum orsökum skal ekki greinast hér á þessum blöðum en þetta var mustiskur kastali segir maður ekki á íslensku dulúðlegur heheheh.......

Takið eftir hvað myndin er spuky.  Allar hinar myndirnar eru í pörfekt fókus en þessi og allar myndir sem við tókum upp í kastalanaum eru svona skýjamyndaðar.  OK nornin ég hef e.t.v. verið eitthvað að pirra drottnara kastalans.  Úhhhh..ahhhhh....... 

Við keyrðum síðan upp Ítalíu og dvöldum eina nótt við Lago de Garda og brendum síðan til Þýskalands þar sem við tókum þátt í uppskeruhátíð í Nürnberg.  Sungum okkur hás með ítölskum farandsöngvara og fl. skemmtilegu fólki.

Home sweet home!  Vá hvað það var gott að koma heim!  

Nú verður lífið tekið með ró þar til við höldum í næstu reisu eftir þrjár vikur eða svo.

Eða hvað? Mér sýnist dagskráin vera ansi bókuð næstu daga.

Farin í rúmið að gæla við koddann.

Þið sem hafið nennt að lesa þetta takk fyrir það.  Gott að eiga góða vini í fjarlægð.  

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega góð ferð hjá ykkur og mikið rosalega líturðu vel út sæta!

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 26.9.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk mágkona. Hlakka til að sjá ykkur eftir mánuð eða svo.

Sigrún bloggvinkona takk fyrir líka að kom hér í innlit.

Ía Jóhannsdóttir, 27.9.2009 kl. 00:04

4 identicon

Yndislegt.Ég vona að ég geti fetað í fótspor þín einhvern tímann og ferðast á þessa guðdómlegu staði.Kveðja Ía mín:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ferðaðist með ykkur í huganum. Líst vel á Rómekastalan og dulúðugu myndirnar þínar þaðan  

Rosalega gaman að sjá hve vel þú lítur út

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 27.9.2009 kl. 07:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín, þetta hefur verið Paradís alla ferðina og þið eruð svo innilega glöð með lífið.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2009 kl. 08:00

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla og fallegar myndir, þú ert svo mikil dúlla Ía mín, krúttkveðja yfir hafið til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 12:49

8 identicon

Elsku þið, þetta hefur verið æðislegt allt saman, verst að við hittumst ekki !!

Gaman að spjalla við þig í fyrradag. Gerum meira af því að nota skype.

Kveðjur og kossar til þín, Þóris og voff voff frá ex Vínarbúum

Sigríður Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 12:59

9 Smámynd: Ragnheiður

snilldarfrásögn -takk fyrir og fallegar myndirnar

Ragnheiður , 27.9.2009 kl. 13:42

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sat í aftursætinu ;) Útsýnið uppeftir var dásamlegt....

...en svakalega langar mig í þennan "bara lunch" hjá þeim Ármanni og Natalie!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband