Hvað var konan eiginlega að hugsa?

Vóóó!  Þegar konan leit í spegil í morgun rétt skriðin framúr fékk hún vægt áfall. Hver var þessi kona í speglinum?  Hún minnti ekkert á konuna sem birtist í speglinum í gær.

 Þessi kona minnti frekar á Gög, þið sem eruð komin um og yfir miðjan aldur munið eftir Gög öðru nafni Stan Laurel sem lék á móti Oliver Hardy eða Gökke. Stan var sá sem alltaf var með hrikalegan hárbrúsk sem stóð út í allar áttir.  Eða var þetta Karíus bróðir Baktusar sem góndi þarna á konuna í speglinum eða bara múmínálfur.. konan var bara alls ekki viss.  Þetta var alla vega einhver furðufugl, alls ekki konan sem fór að sofa í gærkvöldi í rúminu sínu við hlið síns elskulega.

 Nei, nei,nei ekki að ræða það!

Þessi furðuvera starði á konuna galopnum augum, ja alla vega eins opnum og hægt var svona nývöknuð.  Hún bara góndi og góndi, hallaði sér að speglinum og síðan aftur á bak trekk í trekk.  Hendi var lift að hárbrúski sem stóð út í allar áttir eins og hann hefði orðið fyrir raflosti, og konan ýfði aðeins upp í því sem eftir var þarna ofan á hvirflinum.  

Það var ekki um að villast þetta var konan.....  konan sem alltaf hafði svo þykkan og flottan makka.  Andsk..... hvað gerðist eiginlega?  

Allt í einu, klikk og það kom ljós, konan fór í klippingu í gær og hafði gefið hárgreiðslumanni sínum grænt ljós og algjörlega frjálsar hendur og hann hafði látið vaða á lufsurnar.  Konan hafði verið alsæl þegar hún hélt heimleiðis með nýju hárgreiðsluna og eitthvað hárkrem í poka sem á að gera gæfumuninn.

OK kona var bara ekki eins flott eftir nætursvefninn og tók hana nokkrar mínútur að venjast þessari nýju konu með Stan- greiðsluna.

Konan er farin núna að prófa hárkremið og ætlar að sjá síðan til hvort hægt er að bjarga einhverju fyrir horn.  

Hvað var konan eiginlega að hugsa? 

 Nær þessu ekki alveg!       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Gög var alveg yndislegur. Gott að hann skuli vera kominn á stjá aftur.

ÞJÓÐARSÁLIN, 7.10.2009 kl. 11:50

2 identicon

Þetta lagast:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú venst þessu elskan, ég vakna svona á hverjum morgni og er ekki góð fyrr en eftir þvott, blástur og fína hárgelið.
Knús til þín Ía mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Konunni þykir vænt um að sjá þjóðarsálina hér inni.

Ragna mín já og venst líka Dööö....

Já Milla eins og ég sagði þetta venst hehehe.

Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 12:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefðir nú átt að taka mynd af Gög og setja hér inn, við gætum þá hlegið í viku og gleymt konu bjánanum sem starir á okkur alla morgna :):): þú ert yndi.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:59

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Elsku Gög, engar óþarfa áhyggjur það vex aftur...

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 13:25

7 identicon

H-ha-ha-ha þetta er bara dásamlegt -hehehe-þú ert einstök,,, "Gökke" á flottan hatt ef ekki tekst smyrja hárið niður aftur :) 

Anna Sig (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 15:38

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

yndisleg og takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 7.10.2009 kl. 18:24

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

love you

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2009 kl. 22:22

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég fatta ekki æskudýrkun eða nostalklígju (fortíðarþrá).  Kostirnir við að eldast eru óendanlegir:  Á hverju einasta ári lærir maður margt.  Uppgötvar nýja hluti,  öðlast meiri þekkingu.  Og nær að tengja saman meiri þekkingu og yfirvegaðan samanburð við fáfræði unglingsára.  Þetta kallast viska (vit+meiri þekking).  Utan vestrænna þjóðfélaga er þetta álitinn kostur.  Gamall er mikils vís,  segir máltækið. 

  Ég fagna hverju ári sem bætist við:  Hvert ár bætir við í viskubrunn.  Kominn hátt á sextugsaldur ætlaði ég að hella mér út í dópneyslu. Börn mín uppkomin og ég laus við ábyrgðartilfinningu sem uppalandi.  Ég prófaði að reykja hass og taka E-pillur. En þau dæmi voru bara leiðinleg.  Ekkert skemmtileg.  Kannski prófa ég kók og heróín næst.

Jens Guð, 7.10.2009 kl. 22:35

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jössess! Hvað varstu að hugsa?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.10.2009 kl. 08:51

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Anna mín já ég á líka hatt!

Nei gaman að sjá þig hér Heiða mín, heyrðu þú hvarfst af listanum mínum verðum að bæta úr því.

Love you 2 Sigrún mín

Jens ekkert að marka þig þú er bara karl....... og ekki orð um það meir.  Annars er ég ekki alveg að fatta hvað þú ert að skrifa um núna hér.

Hrönnsla mín veit það ekki!!!!!!!!!!! 

Ía Jóhannsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:02

13 identicon

ía mín, lenti nákvæmlega í því sama í Vín. Klipparinn góði frá Hamborg sannfærði mig um að nú væri svona "Channel" klipping málið ! Sveinn togar í broddana og reyndar er ég sjálf farin að fylgjast grannt með vextinum með því að skoða þetta gráa sem er að ryðja sér leið !

Jákvæða hliðin er að ég þarf ekki á neinu hárdóti að halda nema shampói, er þó hlaðin öllu draslinu frá Carmenrúllum og uppúr...

Kveðjur og kossar frá okkur héðan í Flórens. Þín SH

sigridur hrafnhildur Jonsdottir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:12

14 identicon

Spegillinn.

Ég horfi í spegil, mér bregður í brún,

birtist  í speglinum, öldruð er hún.

Hún hlýtur að hafa svindlað sér inn,  

 
og hingað sér laumað í spegilinn minn.

Konan er krumpuð og það vona ég,

að kerlingin fari sinn veraldar veg.
Ég skerst nú í leikinn og konuna skamma,

en sé þetta nú, ég er orðin hún mamma.

Mjó.
P.s. Ég rek stundum upp öskur þegar ég lít í spegilinn á morgnanna og einhventíma skrifaði ég niður þessa vísu, til að reyna að sjá þetta á spaugilegan hátt. Ég orti ég líka um svuntuna hennar ömmu þinnar, það var góður pistill.
Ég les stundum pistlana þína, mér finnst ég kannast svo við húmorinn þinn og er svo oft sammála þér að það er ótrúlegt.
Kveðja frá eldri konu í Luxemborg,
Margrét Rósa.

Magga Rósa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:28

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Konan sem sólar sig berbrjósta í bakgarðinum sínum, kærir sig kollótta um "bad hairday", þó hún kunni að gjóta augum til (gervi)tunglsins! 

Cheer up Ía, annar hver dagur er slæmur hárdagur!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2009 kl. 04:02

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Magga Rósa og takk fyrir að líta hér inn hjá mér.  Skemmtileg þessi vísa og þú segist hafa líka samið um svuntuna hennar ömmu.  Mikið væri gaman að fá hana senda.  Við erum sum sé næstum nágrannar. Ef þú vilt senda mér línu þá er mailið mitt iaprag@hotmail.com      Takk enn og aftur.

Jenný heheh love U

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2009 kl. 07:06

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

þú ert bjútífúl!

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.10.2009 kl. 10:25

18 identicon

Láttu ekki svona þú ert einfaldlega alltaf flott og verður alltaf. ALLTAF. Takk fyrir góðar kveðjur þann 27.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:05

19 identicon

Sé að "eðalkonan" Magga Rósa skólasystir mín úr Eyjum skrifar þér. Og það er eitthvað skal ég segja þér. Hún er kona með hjarta úr gulli. Og húmor á heimsmælikvarða..

En aftur að textanum þínum. Sástu ekki frábæran húmorista sem gleður tugi manna með mannlegu og kærleiksríkum texta standa til hliðar við þig og skellihlægja af þessum ranghugmyndum þínum? Ekki? Ég sá hana.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband