Næstum eins og.......... jóla hvað?

Undarlegur morgun.  Það var rafmagn á hálfu húsinu þegar ég vaknaði og síðan þegar ég leit út var hvítt stöff yfir öllu. Það snjóar! Og það er aðeins miður október!

  Er ekki verið að grínast í manni hér? Neip blákaldur raunveruleikinn!

Ég hef aldrei upplifað það áður að helmingurinn af húsinu væri rafvirkur en hinn ekki.  Skýringin, einhver fasi (hvað sem það nú er, veit ekkert um rafmagn nema það að ég get ekki verið án þess ja alla vega ekki lengi) brann yfir í götunni.  Og auðvitað var aðalíverustaður okkar á morgnanna sambandslaus svo ég varð að fara með kaffikönnuna fram í borðstofu sem í sjálfu sér var ekkert mál.  Fengum þó alla vega kaffið okkar, ef ekki væri ég ekki viðræðuhæf núna.

Hvíta stöffið kyngir niður, svona líka eitthvað jólalegt svo nú ætla ég að fara að finna til vetrarflíkur, ekki samt skepnuna strax en eitthvað hlýtt og snjósköfuna, hvar sem hana er að finna hér innan um allt draslið í geymslunni.   

Þegar ég er búin að moka mig hér út úr húsinu, ekki alveg sannleikanum samkvæmt, ætla ég að fara á flakk. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farðu varlega í snjónum

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í snjónum skemmti ég mér la la la l a 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2009 kl. 14:20

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Áttu ekki til föðurlandið elskan, ó nei ég meina silkinærfötin.

Knús í hús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: Ragnheiður

haha æj úpps...föðurland segir Milla..ji minn eini- dama getur ekki verið í svoleiðis!

Ragnheiður , 15.10.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband