Betlarinn sem skipti um ham þegar kólna fór í veðri.

Maðurinn sem sat við borðið uppáklæddur, þveginn og strokinn og gæddi sér á stórsteik og dýru rauðvíni kom eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir.  Ég gekk aðeins nær og pírði augun, jú það fór ekkert á milli mála þetta var maðurinn.

Maðurinn sem sat venjulega við Karlsbrúna eða gekk um götur hundrað turna borgarinnar klæddur lörfum, skítugur upp yfir haus og betlaði eins og engin væri morgundagurinn.  Til þess að vera nú alveg viss spurði ég minn elskulega hvort þetta væri sami gaurinn.  - Jú, alveg rétt þetta var hann.  Ég alveg.........já en? og þá fékk ég söguna.

Maðurinn var háskólamenntaður og hafði unnið sem verkfræðingur á kommatímanum.  Eftir flauelsbyltinguna missti hann vinnuna og ákvað að gerast betlari þar sem ekki var auðvelt að fá vinnu við hans hæfi.  Hann gekk um götur borgarinnar betlandi einn þriðja af árinu eða þar til kólna fór í veðri.  Þá skipti hann um ham og naut listasemda lífsins.  Hafði nóg á milli handanna og gat veitt sér hluti sem venjulegur launþegi gat ekki.  Þegar fór að vora tók hann upp fyrra líferni og hélt út á göturnar til að betla.

Hann sagðist hafa svo miklu betra upp úr því að vera betlari en vinna sem verkfræðingur.

Þessi saga er ekkert einsdæmi við vissum um fleiri sem höfðu þennan lífsstíl hér í hundrað turna borginni.

Ég hef ekki rekist á betlarann lengi svo sjálfsagt er hann orðinn ráðsettur maður bak við teikniborðið sitt nú eða bara stórgrosser á hlutabréfamarkaðnum, hver veit.

 


mbl.is Flöskugróði bjargaði Rússa af götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allt er nú til...

Jónína Dúadóttir, 16.10.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna, það færi betur að fólk á Íslandi gæti séð fyrir sér með betli, en hér er allt bara sárt hjá útigangsfólki.

Knús knús í helgina þína ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er ég orðlaus................  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2009 kl. 16:46

4 identicon

Man eftir betlara í London sem sagði: Mam can you spare a 50 pound note? Ég leit stax við. Frábær texti. Enda var hann listanemi!

maja (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 21:19

5 identicon

Hæ Ía! hvernig er með málarann góða sem málaði myndir af sjálfum sér með tunguna útá kinn, er hann ennþá á Karlsbrúnni? Ég á nokkrar myndir eftir hann sem ég keypti í den ;-) En hvað um það er ekki allt gott að frétta af ykkur?

kær kveðja  til fjölsyldunnar 

Guðni Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þessa sögu Ía.

Hér heima stefnir í slíka ofurskattlagningu þeirra sem enn eru svo heppnir að hafa vinnu að - tjah, hver veit nema að aðstæður fólks þróist í þá átt að betra verði að betla en vinna hefðbundin störf.

Marta B Helgadóttir, 22.10.2009 kl. 14:29

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þessu trúi ég vel.  Þegar ég var í Prag um árið passaði ég mig vel á því að eiga alltaf klink handa betlurunum.  Dag einn gekk ég fram á einn með þennan líka fallega ljúfa hund og hugðist gauka að honum aurum en áttaði mig þá á því að ég átti ekkert lausafé.  Ég var alveg í öngum mínum, þar til mér varð litið á skóbúnað náungans. 

Gaurinn var í glænýjum, alveg eins skóm og ég hafði ætlað að kaupa handa syni mínum, en ekki týmt að spreða í þar sem um var að ræða glæpsamlega dýra skó.  Mig minnir að þeir hafi kostað hátt í 30 þúsund íslenskar. Halló, hver var blankur??

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 23.10.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband