Fjölskyldudagar næstu vikur hér og þar og alls staðar.

Við lentum í fallegu haustveðri eftir þægilegt flug. Við erum enn og aftur komin í heimsókn heim.  Vildi bara láta vita af okkur. 

 Verðum hér í nokkra daga áður en við höldum öll litla fjölskyldan til stóru Ameríku þar sem við ætlum að heimsækja Mikka og Mínu, Guffa og alla hina sem einn lítill er núna í óðaönn að upplýsa ömmuna um.

Sumir eru hrikalega vondir aðrir góðir.    

Síðan skilst mér að jólin séu líka alveg að koma alla vega er verið að tala um að skreyta jólatré og jólseinninn komi og þeir eru víst tveir að mér skilst.

Á milli þess sem talað er við sjálfan sig er verið að upplýsa fáfróða ömmuna um öll heimsins gæði og líka vandamál.  Sem sagt ekki kjaftstoppað í allan morgun.

Svo á maður líka bæderman tannbusta og bædermann takkrem sem búið er að pakka niður. Ætlar með fimm tökkur í fluvélina til Mikka mús landið.

Það verður yfirvigt á þriðjudaginn er ég hrædd um.       

Hrikalega líkur mömmu sinni eins og hún var á hans aldri.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hafið það bara yndislegt saman, ekkert er skemmtilegra en að vera með börnunum í fríi.
Kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin heim elskan mín og njóttu vel samvista við fólkið þitt, bæderman er æði  það eiga nú allar ömmur að vita

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2009 kl. 16:42

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Velkomin heim og góða ferð út

Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 18:57

4 identicon

Elsku Ía - velkomin á landið aftur og síðan áfram westur um haf. Þau eru dásamleg "litla  fólk" okkar þau eru svo ómenguð og tær.....ég á einn ömmudreng sem tafsar aðeins á því "ylhýra"  en þessi fallega setning meltir ömmuhjartað =amma "é enga ðig".  Vóu !!vóu hver stenst svona!! hann er eini "drengurinn sem segir mér þetta aðrir "strákar" nota "táknmál"  eða gettumál ! Góða ferð mín kæra, njóttu alls þess besta með þeim sem "enga" ðig og ðú engar. Kær kveðja - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:05

5 Smámynd: Jens Guð

  Þegar ég las um að þú og þínir væru á leið til Ameríku gekk ég út frá sem vísu að þið væruð að heimsækja Grænland.  Ég endurskoðaði það þegar kom að Mikka,  Mínu og Guffa.  Það hljómar meira eins og Flórída.  Sennilega Orlandó.  Ef fátt hefur þar breyst er næsta víst að ekki vanti jólaskraut þar á bæ á þessum árstíma.

Jens Guð, 23.10.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband