15.11.2009 | 18:18
CARITAS ÍSLAND 2009
Var að koma af frábærum tónleikum sem haldnir voru í Kristskirkjunni. Þar komu fram fremstu listamenn þjóðarinnar!
Tónleikarnir voru haldnir í þágu Mæðrastyrksnefndar og gaman að sjá hversu vel þessum tónleikum er ávallt tekið því sneisafullt var út úr dyrum enda verkefnavalið í sérflokki.
Okkur gafst tækifæri á að heilsa upp á nokkra af listamönnunum og þakka fyrir okkur en misstum af Diddú okkar og Einari Jóhanness og vil ég hér með þakka þeim sérstaklega fyrir frábæra skemmtun. Gaman að geta þess að meir en helmingur þeirra sem komu fram hafa heimsótt okkur að Stjörnusteini og margir dvalið hjá okkur í Leifsbúðinni.
Þökkum ykkur öllum fyrir frábæra tónleika sem hlýjaði okkur um hjartarætur.
Nú skal haldið áfram að njóta lista og menningar þar sem við erum að fara að hitta góða vini og listamenn og snæða með þeim saltkjötsbolur í káli. Sérpantað af okkur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 17.11.2009 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.