Ekki er þetta Gullfaxi.... heldur ekki Glófaxi.

Þarna kemur hún svona líka rennileg.  Það glyttir í fagurlagaðan silfraðan skrokkinn í vetrarsólinni.  Hún keyrir hægt fram á tangann og nú snýr hún sér varlega við.  Ótrúlega nett séð svona héðan úr borðstofuglugganum.

 Ég heyri inn í höfði mínu notalegt malið frá henni þar sem hún mjakar sér í ,take off" stöðu.  Ljósin eru kveikt og nú er gefið í.  Hún hverfur bak við nýju háskólabyggingarnar sem eru að rísa þarna í Nauthólsvíkinni.  En rétt eins og hendi væri veifað birtist hún aftur hér rétt yfir Perlunni eins og fuglinn fljúgandi.  Hún tekur netta beygju yfir borginni og hverfur í norður eða vestur.

Ekki heitir hún Gullfaxi og heldur ekki Glófaxi.  Þetta er etv. Askja, Hekla eða Skjaldbreið.  Var ekki verið að endurskíra þær allar. 

Í gamla daga voru það ,,faxarnir"  síðan komu landnámsmennirnir Ingólfur, Fróði og hvað þeir nú hétu og það voru líka nokkrar ,,Dísir" en ekki alls fyrir löngu var þeim skipt út fyrir eldfjöll og fagurtinda.

Mig hefur alltaf langað til að heita eitthvað annað en þessu fornaldarnafni sem var klínt á mig í vöggu.  Ætla aðeins að pæla í því hvort tími sé til að skipta út fyrir t.d. Glódís, Myrká eða Lipurtá.

Jæja hún er flogin á braut og far hún vel.

Það liggur hér flutningaskip út við sjóndeildarhringinn.

Set þetta inn svona fyrir tollverðina, klárir í bátana drengir!

Átti að fara heim með einhverju fjallinu á morgun en búin að framlengja dvölinni um nokkra daga.  Ástæðan það vantar svo margt til heimilisins.

Hvar í ands.... finn ég ruslafötu.

Ætla að fara og heimsækja Ingimar.  Ég þoli ekki IKEA.

Bömmer að þið skildur ekki hundskast til að opna hér Bauhaus.  Þá væri ég ekki með þetta ruslafötuvandamál eða WC burstadæmi.

Farin í helv......IKEA.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert hress og kát að vanda Ía mín, vona að þú finnir það sem þú þarft í helv. IKEA, fer ekki nema einu sinni á ári þangað, max. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÆI þú getur nú fengið þér kaffi og jólasnúð í Ikea, en annars skil ég þig vel, hef ekki einu sinni farið í Ikea síðan nýja búðin opnaði.

Knús til þín í öllu stússinu, en það er nú svolítið gaman.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb Byrja ekki jólin ÞÍN í IKEA?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 18:43

4 identicon

Hehehehe góð.

Því miður er Egg Smáratorgi ekki lengur ofar moldu -  en Húsasmiðjan átti hana og ég hef allavega séð marga sömu heimilishluti þar, - má reyna Húsasmiðjuna búsáhöld - best inni í Skútuvogi.

Ekki breyta nafninu þínu. Tanja Líf eða Aþena Náttsól eða eitthvað álíka...svoleiðis nöfn eru bara fyrir dúkkulísur úr bréfi.  (Hvað varð annars um allar dúkkulísurnar sem maður lék sér að?)

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun í helvítis IKEA Glódís mín

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 06:53

6 identicon

Þú ert ábyggilega eina Ían í heiminum, vertu bara sátt og stolt af því. Skil þig svo vel með IKEA. Flugvélar sem koma inn til lendingar eru líka í stefnu við gluggann í sjónvarpsherberginu mínu og ég hef þá áráttu að hugsa mér alltaf hendi Guðs undir þær þangað til þær eru lentar. Er maður ekki skrýtin skrúfa?

Maja (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband