Sænska Lucian ætlar að yfirkeyra þetta. Ég býð hingað Grýlu og Leppalúða í staðin

Ég vil alls ekki vera vanþakklát, svo sannalega ekki nú þegar hátíðin nálgast óðfluga með hverjum deginum.  Nei, alls alls ekki, hemst nei inte tale om.

Málið er að í dag barst okkur þrjú boðskort á Luciukvöld, dag- morgun- og kvöldverðarboð.  Sko eitt Luciuboð með syngjandi fallegum ljóshærðum stelpum í pífukjólum er alveg nóg en þrjú!!!!!!!!!!!!

Halló minnir mig eitthvað svo mikið á jólalagið hans Gísla Rúnars um fimm feitar mjaltakerlingar og sjö syngjandi svani.  Alveg á tæru að Gísli fékk þennan texta lánaðan hjá frændum vorum Svíum.  Ég er alveg sjúr á því.  Eitthvað svo hrikalega sænskt við allan textann.  Svo kemur þetta sjö syngjandi Luciur frá morgni til kvölds.

Hvernig fer ég að því að afþakka eitthvað af þessu án þess að móðga elskulegu Svíana vini okkar.  Það sem hægt er að koma manni í vandræði svona rétt fyrir jólin.  Mér fannst allt annað alveg nóg þó þrír Luciutónleikar bættust ekki á dagsskrána hjá okkur.

Nú megið þið ekki halda að mér sé illa við lagið og þessa athöfn.  Neip, mér finnst þetta virkilega fallegt og lagið einhvern vegin sogast inn í heilann ef maður heyrir það einu sinni og situr þar næstu dægur.   Það er gallinn við þetta.

Nei mér finnst þetta svo fallegt að eitt sinn fékk ég lánaðar Luciurnar frá sænska sendiráðinu til að koma og syngja í boði heima hjá okkur.  Allir héldu að þetta væri sænsk/íslenskur siður.

' Mig vantar ekkert svona núna ég er að undirbúa Grýlu og Leppalúðakvöld hér heima á föstudagskvöldið með tilheyrandi jólasveinum komandi úr fjöllunum á Íslandi. 

Hér verður ruslaralýður og illþýði í boði en ekkert Santa Lucia.

Skemmtileg andstæða á fólk eftir að segja. 

Já við Ísendingar erum alltaf dálítið spes og barbaraleg þegar kemur að veisluhöldum. 

Er farin að finna illþýðið sem er hér falið í einhverjum kassa frá því í fyrra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábært hjá þér

Marta B Helgadóttir, 8.12.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta líst mér vel á

Jónína Dúadóttir, 9.12.2009 kl. 06:14

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Grýla og Leppalúði "rúla" eins og unglingarnir segja.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2009 kl. 06:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála Jóhönnu þau rúlla.

Ég man nú samt að maður beið spenntur eftir þessu eina Luciuboði sem var á vegum sænska sendiráðsins í Reykjavík, mig minnir að oftast hafi það verið haldið í Þjóðleikshúskjallaranum, en 3 eru nú bara of mikið.
Þú snýrð þig einhvern vegin út úr þessu með boðin.
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 08:20

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Milla EITT EN EKKI ÞRJÚ HVERT Á EFTIR ÖÐRU SAMA DAGINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 9.12.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan enda var það bara eitt sem var í boði

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband