Klósettrúlan sem spilar jólalögin og Jólinn sem hvarf af heimilinu okkar.

Búin að finna jólagjöfina handa hverjum og einum í fjölskyldunni. 

Eitthvað svo notadrjúgt og um leið skemmtilegt og gleður sál sem auga!

Alveg hreina satt!  Þetta er klósttrúlluhaldari með svona Ipod tengingu.  Það tók mig smá stund að fatta hvað þetta var.  Hélt fyrst að þetta væri til að hlaða símann en kom í ljós þegar ég fór að lesa.  Þú smellir Ipodinum þarna niður í hólfið þegar þú sest á lúguna og svo bara spilar hann þína uppáhaldstónlist um leið og þú gerir þínar þarfir með tilheyrandi óhljóðum eða söngli því auðvitað syngur þú með t.d. ,, White Christmas"  voða kósi tæki.

Nú fá allir sem einn svona græju frá okkur hér að Stjörnusteini og ég tek það fram að það er ekki hægt að skila þessu.  Keypt á netinu heheheh þar fór ég alveg með þetta fyrir ykkur.

Þetta er miklu sniðugra en WC haldarinn sem ég sá í einu húsi hér í fyrra sem spilaði alltaf Ho ho ho Merry Christmas um leið og þú snertir rúlluna svo húseigendur gátu fylgst mjög vel með hvað þú notaðir mörg bréf. 

Það kallar maður nú bara að hnýsast í persónuleg mál og ansi frekt.

Neip, segi og skrifa þetta tæki er það besta sem ég hef séð.

Já það er margt sem maður getur keypt og glatt fólk með um hátíðarnar.

Fyrir nokkrum árum átti ég svo sniðurgan ,,Sveinka"  Þetta var nú bara svona hausinn af Jóla gamla sem ég setti út við útidyrnar og um leið og einhvern bar að garði sagði hann:  Hó,hó hó og svo kom eitthvað voða ljúft jólalag. 

Nágranni okkar sem þá var frá Skotlandi hrindi einn morguninn hjá okkur um miðjan desember og spurði hvort það væri mögulegt að þagga niður í þessu óféti?  Með svona löngu P  L  E  A  S  E  á eftir beiðninni.

Vi héldum það nú en spurðum hvers vegna þetta færi svona í taugarnar á honum.  Þá kom svarið:  Sko þegar ég er að laumast heim á nóttunni ( hann stundaði mörg jólaboðin með vinnufélögum) þá byrjar helv..... í góla og hún Laura mín vaknar og allt kemst upp.  Hvað ég er seinn á ferð og hvernig ásigkomulagi ég er í.

Nohhh...sollis, No problemo my friend. Við kipptum Jóla úr sambandi en einhverja hluta vegna hef ég ekki orðið vör við hann síðan þessi jól í Prühonice.  Alla vega ekki rekist á hann hér að Stjörnusteini í mörg ár.

Hvar ertu Jóli minn? 

 Farin að leita úti í geymslunni eða hér í einhverjum kassanum.

Finn hann vonandi langar svo að hengja hann út við hliðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hreint út sagt dásamleg jólagjöf og ábyggilega algerlega ómissandi á hverju heimiliErtu ekki að grínast ?Knúsaðu Jóla frá mér ef þú finnur hann

Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Búin að hreinsa úr öllum kössum hér innanhúss en enginn Jóli sjáanlegur.  Fer í fyrramálið út í geimslu og róta þar.  Viss um að hann finnst þar ég hristi bara allt þar til ég heyri Hó hó,hó.............

Ía Jóhannsdóttir, 8.12.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband