Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Hulla Dan

Góða ferð.

Góða ferð elsku bloggvinkona mín. Votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Kveðja Hulla.

Hulla Dan, þri. 22. feb. 2011

Ragnheiður

Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar

Það er stutt síðan Ía leitaði svo sterkt á huga minn. Áðan þegar ég opnaði morgunblaðið sá ég hvað orðið var. Hún var mikill uppáhaldsvinur minn hér á blogginu. Nú ferðast hún um æfintýraskóginn sem mig dreymdi hana í um svipað leyti og hún greindist með meinið. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina hennar Íu. Ragnheiður Hilmarsdóttir

Ragnheiður , lau. 12. feb. 2011

Baráttukveðjur

Blessuð Ía mín. Datt í hug að kíkja á þig til að vita hvernig þú hefur það. Alltaf jafn jákvæð og það hjálpar í lífinu. Hugsa til þín í baráttunni. bestu kveðjur frá okkur Braga Rut Helgadóttir

Rut Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. okt. 2010

Kvedja fra Praha

alltaf gaman ad lesa eftir thig thid passid i ommu og afa hlutverkin kaer kvedja stefan jarmila

stefan tryggvaso (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. okt. 2010

Stattu þig stelpa

Elsku Ía Hvað ég varð glöð þegar ég sá síðustu færskuna frá þér. Það var orðið svo langt frá síðastu færslu að ég var farin að örvænta. Þú er mikið lasin ef þú sendir ekki frá þér línu. Ef þú værir ekki með svona mikið skap þá værir þú ekki hérna en gerðu eins og Hilmar altaf ráðleggur mér.Ekki draga úr því hvernig þér líður við lækninn. Ég er líka svona, og ég hugsa að við séum svona allar konur, segumst vera í fínu standi þegar það er þveröfugt. Ég kem heim þann 22. nóvenber og næ því 5 ára afmæli Ninnu litlu dótturdóttur minnar og verð fram í febrúar. Hilmr kemur 13 desember og verður heima fram yfir kvöldverð Klúbbs Matreiðslumeistara sem við höfum ekki farið á í a.m.k..10 ár. Vonandi sjáumst við einhvern tíma á þessu tímabili. Ella Kára

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. okt. 2010

Kæra velgerðarkona

Kæra Ía Það er aldeilis lífsreynsla sem þú gengur í gegnum elsku kerlingin, megi allar góðar vættir vera með þér í þessari þrekraun. Hugsa til þín Kær kveðja Auður Vésteins

Auður vésteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. maí 2010

thorfri@mi.is

Kæra Ía, Eg kannast við hversu gaman er að rifja upp og skoða æskuslóðir þegar maður eldist. Eg óska þér og þóri alls hins besta og þakka hlýjar móttökur í Prag. Kveðja,Þórarinn Friðjónsson.

Þórarinn Friðjónsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 21. mars 2010

Elsku hjartans vinur

Það var ekki fyrr en ég las gestabókina að ég áttaði mig á við hvað þú ert að stríða.Trúlega stæðsta verkefni lífs þíns. Kjarkur þinn og lífsgleði verður lækningin..Þú átt engan þinn líkan. Hallgerður

Hallgerður Pétursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. mars 2010

Hjartanlegar hamingjuóskir elsku frændi og Ía

Hjartanlega til hamingju elsku frændi og Ía. Þessi orða ratar á réttan stað og Þórir á svo sannanlega þetta skilið. Húrra, húrra, húrra

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. mars 2010

Ía Jóhannsdóttir

Til Ellu Kára

Takk fyrir kveðjuna Ella mín. Jú það er gott að vera heima núna og ég fæ alla hjálp sem hægt er. Góðan lækni og þjónustu. Ekki verra að hafa fjölskylduna hér hjá mér. Egill okkar og Bríet komu heim og eru fyrir norðan í húsinu sínu á Grenivík en koma suður um helgar. Soffa okkar er eins og klettur með mömmu sinni og stendur sig eins og hetja. Þórir minn er bestur og ofverndar mig gjörsamlega. Við verðum hér eitthvað fram í mars en þá fer ég í Scan og svo bara að sjá til. Geislarnir eru að virka næstu þrjár vikurnar. Ég er að vona að ég geti losnað við sterana þeir fara illa í mig. Annars einn dag í einu Ella mín eins og þú veist Bestu kveðjur til ykkar og við sjáum til hvort við verðum hér þegar þú kemur heim. Knús Ía.

Ía Jóhannsdóttir, þri. 23. feb. 2010

hjonsson@cox.net Elín Káradóttir

Elsku Ía. Mér brá svo þegar ég fékk fréttirnar af þér að ég var ekki til viðræðu í nokkra daga. Svo er maður að kvarta!! Ég veit ekkert hvað ég a´að segja nema hvað ég vildi svo gjarnan tekið fast utan um ykkur bæði og þið eruð ávalt í bænum mínum. Ég hef reynt að hringja í símanumerið sem þú gafst mér og svo annað sem Ingi gaf mér upp sem Þóris sima en hvorugu svarað eða á tali.Ég kem heim 11. apríl og verð heima til 19. júní ef ég held það út að vera svona lengi fjarri ástinni minni. Þú ert svo dugleg Ía mín,ég dáist af þér. Nú kemur sér vel að vera frek öðru nafni ákveðin.Finnst þér ekki betra að tala við læknana á þínu eigin móðurmáli? Hvað með sálartetrið? Fáið þið og þá meina ég ykkur öll þann stuðning sem þið þurfið á að halda? Ég fann þennan stuðning á Grenás og á Reykjalundi. Guð geymi ykkur öll

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 20. feb. 2010

Ía Jóhannsdóttir

Elsku Ella

Við erum heima núna þar sem ég greindist með þrjú æxli við heilann og er að fara í gegn um geisla núna. Vonandi klára ég það í næstu viku og verð að vera hér næstu þrjár vikurnar þar til ég fer aftur í CT hér. Við vorum svo heppin að vera búin að kaupa okkur íbúð hér í LUndinum svo þetta er ekki svo hrikalega töff. Krakkarnir komu lík heim svo ég hef allan þann stuðning sem hægt er. Pínu erfitt að vera á þessum ógeðs sterum. Ætla að halda sjálfshátíð með fjölskyldu minni í Brunch á Hotel Holt í hádeginu og sjá svo til hvort ég meika daginn án þess að láta leggja mig inn. Stort knús Ella mín. Verðum hér alla vega eitthvað fram í Mars. Síminn minn er 773 49 00 ef þú skildir vera hér á þessum tíma. Knús.

Ía Jóhannsdóttir, sun. 14. feb. 2010

Elin Káradóttir hjonsson@cox.net

Elsku Ía mín og Þórir. Eru þið alkomin heim eða eruð þið bara meira heima? Ég er hálf rugluð hvenærþú skrifar frá Íslandi eða Tékklandi. Sjálf er ég líka á svona rugli, var heima um jólin og Hilmar líka og er á leiðinni heim þar sem dóttir okkar er loksins að útskrifast úr Háskólanum með kennarapróf. Síðan fer ég aftur út og kem aftur í lok maí því é3g fæ ekki tíma hjá mínum lækni fyrr.. Fram og tilbaka og enginn kemur í heimsókn síðan hætt var að fljúga til Baltimore.Faðmlög og kossar Ella frænka í Virginíu

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 10. feb. 2010

Til Ómars

Takk fyrir kæri gamli skólabróðir og vinur. Við erum bara hress hér að Stjörnusteini svona miða við aldur ef aldur skildi kalla og fyrri störf sem eru auðvitað ótalmörg. Kv. Ía og Þórir.

ingibjörg Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. des. 2009

Ómar Valdimarsson

Ómar Vald

Sæl elskuleg, vildi bara senda þér kveðju og þakklæti fyrir góðar óskir. Vona að þú hafir það sem best og þið bæði. omar@dagmar.is

Ómar Valdimarsson, sun. 13. des. 2009

Ameríkuför

Elsku Ía og Þórir Hvernig væri að heimsæækjka okkur hjónin til Virginíu fyrst þið ætlið til Ameríku. Það er bara rúmlegha klukkustundar flug þaðan til okkar. Ég fer ekki í aðgerðina fyrr en á næsts ári og við erum með þetta fína gestaherbergi og viljum gjarnan fá´gestiVið fáum 3 gesti á mánudaginn sem verða í viku, Síðan verður Hilmar í Brasilíu frá 21. tiil 30 nóvember. Svo frá 2. nov. til 21. nov. Það er flkogið til Newport News, Virginia og þangað myndum við sækja ykkur. Það er svo gífulega fallegt herna núna, öll tré í haustlitunum og hitinn milli 20 - 25 alla ddaga. Stuttbuxnaveður. Ella frænka

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 24. okt. 2009

Ía Jóhannsdóttir

Til Ellu

Sæl Ella mín. Nei því miður hittumst við ekki í þetta sinn en vonandi næst. Ég veit ekki hvaða ráð ég get gefið þér mín kæra nema að missa hárið er eitt af því erfiðasta sem ég gekk í gegn um þá er ég að meina sálarlega. Maður verður eitthvað svo lítill og vesæll. Ég grét sárt í sturtunni þegar þetta byrjaði en svo sættir maður sig við þetta mjög fljótlega. Annars missti ég ekki allt hárið er enn með nokkrar lýjur. Ég ráðlegg þér að fara núna strax og skoða hárkollur og þú skalt kaupa tvær, ég gerði það eina spari og aðra hvers dags. Ég hef ekkert getað notað klúta eða slæður að ráði en hatta og húfur nota ég mikið. Þú verður flott með hatt Ella! Eitt sem er þó gott í þessu öllu er að hárið kemur aftur miklu betra en áður. Ég var með þetta þykka hár eins og þú en nú er það að koma aftur og allt í baby krullum. Þetta tekur bara asskoti langan tíma. Sendu mér línu á meilinu iaprag@hotmail.com þá getum við betur verið í sambandi. Bestu baráttukveöjur frá okkur Þóri og stórt knús yfir hafið. Ía.

Ía Jóhannsdóttir, mán. 24. ágú. 2009

Hár

Ía mín. Ekki varð úr því að ég hafði samband við ykkur á meðan þið voruð á landinu, þá þyrfti ég ekki að nota þennan miðil til að spjalla við þig. Ég kom til landsins 3. ágúst og er hér enn og veit ekki hversu lengi. Gæti verið hérna fram í november. Ég er nefnilega að bíða eftir heilaígræslu og liður í undirbúningnum er að það verður rakað af mér hárið. Áttu gott ráð Ella

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. ágú. 2009

Ía Jóhannsdóttir

Til Baldurs

Hæ Baldur minn Fyrirgefður seinlætið en ég fer svo sjaldan inn á gestabókin þannig að ég sá ekki þennan póst fyrr en núna. Ok svona ferð þú að: Þú opnar viðkomandi blogg já þeim sem þú vilt fá sem vin og klikkar á bloggvinir efst til hægri. Klikkar á bæta við. Þá kemur upp kassi sem segir að þessi fyrirspurn hafi verið send til viðkomandi. Síðan verður þú bara að bíða þar til þú hefur verið samþykktur eður ei.

Ía Jóhannsdóttir, lau. 15. ágú. 2009

Baldur Sigurðsson

Bloggvinir

Hæ Ía. Veist þú hvernig maður á að gerast bloggvinur annarra? Ég sé að þú átt svo marga. Ég er rétt að byrja á þessu og það er hálf-hallærislegt að vera bara með einn bloggvin, en það er kennslukona, afar góð kona reyndar, sem sendi mér fyrirspurn og ég kannast við úr starfinu. Það væri gaman að geta bætt þér við en ég veit ekki hvernig maður á að fara að því. Bestu kveðjur Baldur Sigurðsson

Baldur Sigurðsson, mið. 5. ágú. 2009

Heimsókn til Vín

Elskurnar mínar. Skelfing er gott hvað þú ert dugleg Ía mín að drífa sig, þrátt fyrir vanliðan. Skilið kærum kveðjum til fyrrverandi starfsfélaga okkar Sveins og Sigríðar Hrafnhildar. Við höfum ekki sést í mörg ár. Sveinn verður 67 á þessu ári eins og við Hilmar, semssagt löglegt gamalmenni. Sigga á mörg ár eftir eins og þið. Skemmtið ykkur vel. Ella

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. júní 2009

Kaka

Þetta er afar skemmtileg uppákoma hjá ykkur turtuldúfunum með baksturinn, hvernig bragaðist tertan? þetta er eins og með Jón og Séra Jón, og hvað með það,ég sendi þér mína öflugustu strauma um góðan bata og yndislega komandi ár, kveðja Ólöf og Tóti

Ólöf Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 21. júní 2009

Ía Jóhannsdóttir

Kveðja Westur

Takk Ella mín. Tek á móti þessu fyrir hönd okkar allra. Knús á ykkur Hilmar frá okkur.

Ía Jóhannsdóttir, lau. 20. júní 2009

ÞIÐ NÁIÐ OKKUR ALDREI

Elsku Ía, Þórir, Helgi og Jóna. Til hamingju með áfangana 35 ár og 40 ár. Ansi gott hjá ykkur en þið náið okkur Hilmari ekki því við áttum 45 ára afmæli í nóvember. Ía, þú lítur svo rosalega vel út á myndinni. Knúsaðu kallana báða og Jónu með kveðju frá Ellu frænku sem er komin til karlsins síns í Ameríku en verður aftur kominn á klakann í byrjun ágúst. Helgi, þú hefur ekkert breyst frá því við héldum upp á 50 ára afmælið þitt í París 1993. Kossar og faðmlög Ella

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. júní 2009

Kveðja frá vinkonu

Elsku Ía mín! Vildi að ég væri nær þér. Að eiga vin er öllu betra, að eiga von er nauðsynlegt, að eiga ást er undur lífsins að þekkja þig er yndislegt. kv.frá Ástu vinkonu

Ásta H.Mark (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. júní 2009

Starttu kerling

Elsku Ía. Þetta er svo akkurat þú. Stattu kerling og svo klár í bátana. Ef ég ætti ekki nema brot af þessum krafti í þér, þá þyrði ég sð segja það sem mér býr í brjósti í stað þess að sitja þegjandi undir því þegar verið er að misbjóða mér Þá hefði ég ...... já það er svo margt sem hefði farið öðruvísi. Ég vona að þú sért enn jafn hávær og þú altaf hefur verið. Kysstu kallinn frá mér. Ég vildi að ég væri nær kkur. Ella

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. júní 2009

Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir

Sæll Kristján. Heheheh þú ert alveg ágætur. Takk fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, mið. 3. júní 2009

Kristján P. Gudmundsson

Einkaleyfi eða ekki ?

Ía,mér fannst blogg þitt gott.Þetta með hraunmolann er auðvitað dálítið fúlt, en mér er spurn, er öll nótt úti í því efni? Þannig er með sum einkaleyfi (patent) t.d. lyf o.fl., að menn fá einkaleyfi fyrir framleiðsluaðferðinni en ekki efninu (hraunmolanum). Hafir þú nákvæma teikningu af viðarbútnum (þröskuldnum) og ekki væri verra, nákvæma lýsingu á ýmsum nánari þáttum við gerð kubbsins? Þú veist, að smíði viðarkubbs getur verið flóknari en magrur ætlar, enda er það svo, að framleiðendur efna (lyfja) finna fleiri en eina leið (framleiðsluaðferð) og fá einkaleyfi að þeim öllum ! Gerðu þeir það ekki, væru þeir að taka of mikla áhættu og gætu hæglega farið fljótt á hausinn. Þetta mætti kalla að vera klókur í viðskiptum, ekki satt ? Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Hafir þú gagn af þessum skrifum mínum, mun ég ekki óska eftir þóknun ! Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, mið. 3. júní 2009

Ía Jóhannsdóttir

Velkomin any time

Hæ Ella mín. Já við erum með skype en myndavélin virkar ekki mjög vel hér í sveitinni. ég veit ekki hvenær við komum til með að flytja heim, held það verði nú ekki á næstu tveim árum. En við gætum alveg hugsað okkur að búa hér og heima svona til skiptis. Þið eruð velkomin hingað bæði tvö hvenær sem er. Vona að allt gangi vel hjá þér. Set hér inn mailið mitt iaprag@hotmail.com, ia með i ekki í-i. Bestu kveðjur til allra. Ía.

Ía Jóhannsdóttir, þri. 2. júní 2009

Baráttukveðjur

Elsku Ía mín og Þórir. Þakka þér fyrir hlýja ljósið og knúsið. Nei við gefumst ekki upp. Ég á eftir að heimsækja ykkur og sjá slotið fullbúið. Þegar við Hilmar heimsóttum ykkur og urðum fyrst ættingja til að sjá staðinn var þetta bara moldarflag og rústir. Ég drep tímann með því að skrifa eins og þú. Hvað telst listamður og hvað þarf til að fá að gista í listamannsbústsðnum? Hilmar vill vinna þar til hann verður 70 ára enn það kann að breytast þegar ég fer í aðgerðina.Ég fæ að vita hvort ég verði metin fljótlega í næstu viku. Það verður að prófa mig án meðala og með. Framkvæmdin verður í Svíþjóð. Hilmar fór í hjartalokuaðgerð eins og pabbi fyrir 2 árum siðan og tókst vel. Hann er hress. Þú segir að þið séuð að hugsa til flutnings heim. Eg nota Skype töluvert. Eruð þið með Skype? Þá gætum við talað saman og séð hvora aðra. Knús að heiman. Ella

Elín Káradótttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. maí 2009

Ía Jóhannsdóttir

Kveðja yfir hafið.

Elsku Ella mín. Það er langt, mjög langt síðan við höfum hisst og gott og gaman að heyra frá þér. Okkur hefur oft verið hugsað til ykkar Hilmars og þó sérstaklega til þín kæra Ella. Ég sendi þér fullt af hlýju ljósi og stórt knús frá okkur Þóri. Við erum ekkert að gefast upp vinkona! Baráttukveðjur frá okkur héðan úr sveitinni.

Ía Jóhannsdóttir, sun. 31. maí 2009

Með sól í hjarta

Elsku Ía. Ég kom til landsins 21. apríl og þá fyrst heyrði ég af þínum veikindum og blogginu þínu. Síðan hefur hugurinn verið hjá þér og frænda. Ég las allt það sem þú hefur skrifað og finnst þú fj... góður penni og uppörvandi en ég bjóst heldur ekki við öðru frá þér. Altaf sami krafturinn. Hvað er ég svo að kvarta. Reyndar geri ég það ekki heldur tek bara í hornin á skrattanum og er búin að biðja um heilaaðgerð svo nú bíð ég bara í litlu íbúðinni okkar Hilmars hérna í Hafnarfirði en Hilmar úti í Ameríku. En mikið vildi ég gefa fyrir eitthvað að kraftinum og bjartsýninni hjá þér. Kysstu litla frænda frá mér og litlu barnabörnin þín sem ég er nú fyrst að sjá myndir af. Það er svolítið langt frá Virginíu til Prag. Kveðjur Ella Kára

Elín Káradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. maí 2009

Með bláum blómum á handabakinu

Blessuð kæra Ía. Ég sé þig alveg fyrir mér í garðverkunum. Ég sendi þér tölvupóst í gær, smá fréttir og fyrirspurn. Gott hjá þér að vera jákvæð, þrátt fyrir allt. Hugurinn ber manna hálfa leið ekki satt. Sendi þér bestu strauma. Auður V

Auður Vésteindóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. maí 2009

Sumarið er komið

Bestu kveðjur kæra Ía . Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer inn á bloggsíðuna þína og á bloggsíður yfirleitt. Ég hugsa oft til þín og vona að þetta sumar verði þér sérlega gott. Binna

Bryndís Guðbjartsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. maí 2009

Ía Jóhannsdóttir

Knús á þig vinkona

Já Ásta mín við höfum nú ekki verið vinkonur í fimmtiu ár fyrir ekki neitt. Love you girl!

Ía Jóhannsdóttir, mið. 13. maí 2009

Gott að hafa vonina

Elsku vinkona! Það var svo gott að heyra í þér í gær, það var bæði hlátur og grátur, sem er gott, því tárin lækna sálina stendur einhversstaðar, haltu í VONINA, mundu: Í dag kom vonin að halda í höndina á mér, hún er vinkona mín og kemur þegar ég bið. Þú ert alltaf í bænunum mínum. stórt tölvuknús til þín frá Ástu vinkonu.

Ásta H. Mark. (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. maí 2009

Ía Jóhannsdóttir

Nú verð ég að biðja Birnu Dís að hjálpa mér

Takk fyrir innlitið Gísli Geir. Vorum við samskóla´hjá Marinó gæti verið. Ég er svo hrikalega léleg að muna nöfn. En þú hefur sjálfsagt átt heima rétt hjá Birnu Dís. Hún man alveg aftur í fornöld svo ég spyr hana næst þegar við hittumst. Fer aldrei inn á Facebook nóg að blogga öðru hvoru mér til skemmtunar. Láttu samt vita af þér ef þú kemur hingað til Prag Þórir heldur að hann hafi hitt þig einhvern tíma. Hann er einn af þeim sem þekkir alla! Takk enn og aftur fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, lau. 9. maí 2009

Gísli Geir Jónsson

Anna Sig benti mér á þig sem skólsystur mína enn ég og Erlingur Steingrímsson erum systkynabörn og bjuggum við í sama húsi á Sogavegi 158 þar til ég flutti á Kleppsveg 1958. Ég er verkfræðingur og hannaði fyrstu jarðvarmahitaveituna í Slóvakíu þ.e. í Galanta í Slóvakíu 1995 og var þar mkið á þeim tíma og hef reyndar oft komið þangað síðan. M.a. á ráðstefu í nóvember 2007 og í maí í fyrra þegar ég heimsótti vini mína sem búa í Bradislava. Ég er ný byrjaður á facebook og kann ekkert á þetta en von að þetta virki.

Gísli Geir Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. maí 2009

Ía Jóhannsdóttir

Nei hvað sé ég!

Takk fyrir að kíkja hér inn Erligur. Long time no seeing!

Ía Jóhannsdóttir, mán. 27. apr. 2009

Erlingur Steingrímsson

sæl

sæl Ía mín,langt síðan síðast,haltu áfram að skrifa,þú ert afbragðs penni.

Erlingur Steingrímsson, lau. 18. apr. 2009

Kær kveðja

Ía mín megi allar góðar vættir vera með þér og þínum þín gamla bekkjarvinkona Steingerður

Steingerður (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 3. apr. 2009

Ía Jóhannsdóttir

Takk,takk og aftur takk.

Þið öll skemmtilegu félagar, takk fyrir góðar kveðjur og að hugsa til okkar þegar við stöndum í þessu asskotans vesni.

Ía Jóhannsdóttir, fim. 2. apr. 2009

elsku systir

elsku systir, frábært að heyra svona gott hljóð í þér, þótt þú sért umvafin slöngum og sterillykt. -en ótrúleg upplifun! Lækningamáttur hugans er mikill svo haltu í bjartsýnina og gleðina. Ég hringi fljótlega. Við erum öll hjá þér í huganum. Kær kveðja og knús, þín systir

Anna Sigga (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. apr. 2009

Baráttukveðjur

Kæra Ía Hef ekki "kíkt á þig" lengi og sé að þú átt núna í hörkubaráttu. Ég dáist að ritkraftinum í þér og húmornum ! Sendi ´mína hlýjustu strauma og óskir um að allt gangi að óskum. Mun fylgjast með þér áfram, enda skemmtilegur lestur þrátt fyrir alvarlegt efni. Kveðjur frá okkur Braga til ykkar hjóna. Rut Helgadóttir

Rut Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. apr. 2009

Frú Ingibjörg

Elsku Ía. Sendum þér okkar bestu óskir. Við vitum að þú rúllar þessu verkefni upp að vanda. Þú er frábær. Haltu bara áfram að láta eins og fifl frú Ingibjörg. Það er ekki sjálfgefið þetta með húmorinn, haltu í hann. Sendum ykkur Þórir ljós og orku. Gangi ykkur sem allra best. Hlökkum til að skála við ykkur í alvöru íslenskum kokteil. Kærleikskveðjur Bryndís og Bjössi.

Bryndís Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. apr. 2009

Sjálfri þér lík...........

Mikið er ég glöð með þig vinkona ! Hugurinn kominn alla leið, ekki bara hálfa, farin að skipuleggja vorverkin og allt. Farðu nú vel með þig Ía mín, ég veit að Þórir gerir það. kv.BD

Birna Dís Benediktsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009

Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur

Takk fyrir enn og aftur

Ía Jóhannsdóttir, lau. 28. feb. 2009

Kveðja

Við óskum þér alls hins besta í baráttunni, átti náttúrulega að standa þarna. Didda

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009

Kveðja

Við óskum þér alls hins besta baráttunni. Kærar kveðjur frá Íslandi, Katý Kára og Didda

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009

Baráttukveðjur

Ía mín þú lætur ljósið hjálpa þér að reka þenna fjandans krabba græna kall á flótta. Einbeittu þér vel að þessu mikilvæga verkefni sem framundan er og hafðu markmiðið á sigur. Það gerði ég á sýnum tíma þó brautin væri gýtt brött og allt þar á milli. Sendi ykkur Þórir mínar bestu og hlýustu kveðjur og ég bið þér alls hins besta mín kæra. Auður Vésteinsdóttir

Auður Vésteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009

Baráttukveðjur

Ía mín þú lætur ljósið hjálpa þér að reka þenna fjandans krabba græna kall á flótta. Einbeittu þér vel að þessu mikilvæga verkefni sem framundan er og hafðu markmiðið á sigur. Það gerði ég á sýnum tíma þó brautin væri gýtt brött og allt þar á milli. Sendi ykkur Þórir mínar bestu og hlýustu kveðjur og ég bið þér alls hins besta mín kæra. Auður Vésteinsdóttir

Auður Vésteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009

Gudrún Hauksdótttir

Med kvedju

Langadi bara ad kasta á tig kvedju kæra Ía .Langt sídan sídast. kvedja frá Hyggestuen Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, mán. 9. feb. 2009

Heil og sæl.

Komdu sæl Ía. Gaui Bjarna hérna,sendi þér og Þóri kærar kveðju frá Norrköping, Svíþjóð. Vara að "flakka" um netið og þar sá ég þennan slóða, Gott blogg. Vildi einnig láta vita af því að á Facebook www.facebook.com er komin síða "Réttó" Þetta svona bara til upplýsingar.

Guðjón (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 9. feb. 2009

Gleðilegt ár

Kæru vinir bestu nýárskveðjur og þökkum allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Annað slagið fer ég inn á heimasíðuna þína Ía mín til að taka púlsinn á mannlífinu á Stjörnusteini. Gott að heyra að Egill er búinn að ná sér. Bestu kveðjur til ykkar allra Gerður og Helgi

Gerður Arnórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 2. jan. 2009

Ía Jóhannsdóttir

Gaman að heyra frá ykkur

Bestu kveðjur með óskum um gott og gjöfult ár til ykkar Jón og Jóhanna. Vonandi hittumst við á árinu 2009

Ía Jóhannsdóttir, fös. 2. jan. 2009

Jólakveðja

Kæra Ía og Þórir Við lifum enn í minningunni um frábærar móttökur ykkar hjóna. Við óskum ykkur gleðilegra jóla, gjæfu og góðrar heilsu á nýju ári með von um endurfundi. Bestu kveðjur Jóhanna og Jón Reykdal

Jón Reykdal (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 23. des. 2008

Kristín

Gerður var handónýt og utangátta þarna. Svona eyðileggur bara. Andri Snær ,fyrir viku FRÁBÆR! Við þurfum kröftuga og orðheppna ræðumenn , sem komast að kjarna málsins. Áfram á Austurvöll! Við vorum nær 10 þús. en 7 þús. Ríkismiðlar draga úr upplýsingum. "Ráðamenn" orðnir vel hræddir , eins og til stendur.Missti af Hverfisgötunni,hefði mætt. En engin skrílslæti.

Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. nóv. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Takk

Takk fyrir góðar kveðjur og innlit.

Ía Jóhannsdóttir, sun. 2. nóv. 2008

Afmælisóskir.

Elsku vinkona.Til hamingju með daginn.Nefnum enga tölu það tekur því ekki ennþá.Kærar kveðjur til ykkar hjóna.Bryndís og Bjössi.

Bryndís Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 31. okt. 2008

Jón Svavarsson

Til hamingju með daginn

Vildi bara senda þér hlýjar kveðjur frá Fróni á afmælisdegi þínum og eins staðreyndirnar segja að fallegar konur eldast ekki þær eiga bara afmæli, innilega til hamingju unga huggulega kona :-) Kær kveðja Jón

Jón Svavarsson, fös. 31. okt. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Kveðja

Takk fyrir Ólína mín.

Ía Jóhannsdóttir, þri. 9. sept. 2008

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Innlitskvitt

Nú er langt síðan ég hef komið inn á síðuna þína. Vil bara kvitta og senda þér kveðju. :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fös. 5. sept. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Nú var ég hissa

Nei gaman að heyra frá þér Birna mín. Veistu það tók mig smá tíma að fatta hvaða Birna þetta var heheh.... Knús á þig mín kæra.

Ía Jóhannsdóttir, mið. 18. júní 2008

Kveðja

Vildi kvitta fyrir innlitið. Mikið hefur aldurinn farið vel með þig Ía. Ég hitti Egil á Akureyri um helgina og svo þig hér. Ferlega gaman að lesa bloggið þitt og sjá myndir af fallegu barnabörnunum þínum. Kv.Birna Jóns úr Árbænum

Birna Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. júní 2008

Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir skemmtilegar vikur

Takk fyrir góðar kveðjur elsku Auður. Hér er líf og fjör að Stjörnusteini svo og í Leifsbúð.Knús og kossar til ykkar hjóna og takk enn og aftur fyrir skemmtilegar vikur hér.

Ía Jóhannsdóttir, lau. 14. júní 2008

Gaman að lesa bloggið þitt

Fylgis með ykkur högum á Bloggsíðunni kæra Ia. Þú skrifar ákaflega myndræna texta svo það er mjög auðvelt að sjá atburði og aðstæður fyrir sér. Bestu kveðjur Auður Vésteinsdóttir

Auður Vésteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 12. júní 2008

Ía Jóhannsdóttir

Ja hérna

Gaman að heyra frá þér Rut mín. Já það er svo sannalega langt síðan við höfum sést. Ætlið þið ekki að fara að koma hingað aftur? Velkomin vinkona hvenær sem er!

Ía Jóhannsdóttir, mið. 21. maí 2008

Fundin !

Datt óvart inn á bloggsíðuna þína Ía , mikið er gaman að fylgjast með ykkur og dugnaðinum í ykkur í Tékklandi. Hef oft hugsað til þín frá heimsókn okkar hér um árið , gott að finna þig aftur og framvegis verður fylgst vel með þér. Bið að heilsa Þóri og til hamingju með barnabörnin ! Rut Helgadóttir 4xamma

Rut Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. maí 2008

Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk

Takk fyrir sólarkallin. Gleðilagt sumar bloggvinkona. Kv Anna Ragna.

Anna Ragna Alexandersdóttir, lau. 26. apr. 2008

Anna Ragna Alexandersdóttir

Farðu inn í skápinn

Gott að ég gat hjálpað þér,með að fara inn á skápinn þinn. bloggvinkona kveður að sinni.

Anna Ragna Alexandersdóttir, fim. 17. apr. 2008

Gísli Blöndal

Netfang

Hæ Ía mín. Mig dauðvantar netfangið þitt af því að ég þarf að senda þér alveg dásamlega mynd sem ég fann í fórum mínum. Netfangið mitt er chloe@islandia.is Kv Gísli

Gísli Blöndal, mið. 16. apr. 2008

Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk

Gaman að lesa bloggið þitt. Kveðja bloggvinur Anna Ragna.

Anna Ragna Alexandersdóttir, fim. 10. apr. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Svanfíður og Helgi Grétar

Takk fyrir þetta og gaman að heyra frá ykkur. Týndi heimilisfanginu ykkar svo ef þú hefur tíma einhvern tíma þá sendu mér það. Knús á ykkur bæði héða frá Stjörnusteini.Las viðtalið í Mbl. við Helga um daginn.

Ía Jóhannsdóttir, mið. 9. apr. 2008

Heiðraður!

Við Helgi Gretar óskum ykkur til hamingju,auðvitað átt þú stóran þátt í þessu Ía ekki spurning.Gaman að vera búin að finna þig hér á ,,blogginu."Bestu kveðjur

Svanfríður G. Gísladóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. apr. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Ekkert að fyrirgefa takk fyrir að líta á síðuna mína

Ekkert að fyrirgefa og takk fyrir að fara inn á síðuna mína. Á þessum árum var ég að vinna sem leikkona.Datt í hug að þú myndir eftir mér úr sjónvarpi eða leikhúsinu. Aldrei komið nálægt ljósmyndun. En Íu nafnið er jú ekki mjög lagengt svo ekki skrítið að þú hafir ruglast. Góða páskarest.

Ía Jóhannsdóttir, mán. 24. mars 2008

Fyrirgefðu

Ég er sennilega að fara mannavillt, en þú ert samt alveg frábær! Ég vann með yndislegri konu, aldurinn, útlitið og nafnið passaði, en ég mundi ekki eftirnafnið,en hún var kölluð Ía eins og þú. Við unnum saman 1980-1981 hjá Ástþóri Magnússyni á Suðurlandsbraut 20. Við framköllun og pökkun á myndum. Ég var bara tvítug, en leit mjög mikið upp til Íu og hélt ég væri búin að finna hana aftur. En þú ert frábær líka ;) Ég er búsett á Spáni frá því í sept. s.l. og hef svo gaman af að skoða skemmtilegar bloggsíður. Takk fyrir þín skrif og fyrirgefðu mér ruglinginn! Bestu kv. Sigrún

SJA (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. mars 2008

Ía Jóhannsdóttir

Til Sigrúnar Jónu

Nú verður þú að hjálpa mér aðeins. Ég er bara alveg tóm man ekki einu sinni eftir að hafa verið að vinna hjá fyrirtæki sem hét eða heitir Glöggmynd. Var ég þá að leika í auglýsingu eða lesa inn. Á þessum árum var ég soddan þeytileikari hingað og þangað. Please help me out. Déskoti er maður annar farin að kalka.

Ía Jóhannsdóttir, fös. 21. mars 2008

Fann þig eftir 20 ár!

Hæ Ía mín! Ég veit ekki hvort að þú manst eftir mér, en við unnum saman í Glöggmynd. Rakst á bloggið þitt í gærkv. og hafði mjög gaman af að lesa, þú ert frábær penni. Kær kveðja Sigrún

Sigrún Jóna Andradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008

Gísli Blöndal

Brúnkukremið

Hæ Ía og Þórir. Takk fyrir afmæliskveðjuna. Var að vona að þið yrðuð heima á klakanum í dag til að mæta í partýið mitt. Heyrðu, þetta er alveg rétt hjá þér með brúnkukrekið. Keypti mér ný skíðagleraugu frá sjálfum Adidas fyrir morfé og hvað helduru - það sést alla leið til Tékk að þau eru ekki að senda sólargeisla á fallegu augnaumgerðina mína svo nú verð ég að láta Erlu redda mér brúnkukremi svo ég verði svolítið sætur í veislunni í dag. Þúsund kossar og kveðjur, "Gísli Blö með augun tvö" eins og Maggi Einars á Rás 2 segir stundum við mig

Gísli Blöndal, þri. 26. feb. 2008

Gísli Blöndal

Til Íu og Þóris

Hæ gæs og takk fyrir að fylgjanst með mér og blogginu mínu. Kom heim úr Karabíska hafinu í morgun og fer í fyrramálið á skíði til Ítalíu. Vonandi verði þið á "klakanum" þann 26. febr. og kíkið á mig á Organ við Hafnarstræti milli kl 17 og 19. Kveðjur - hvar sem þið eruð, Gísli

Gísli Blöndal, fös. 15. feb. 2008

Flott blogg!

Sæl Ía mín. Það er orðinn fastur liður að ég kíki hér inn í hinum daglega blogg rúnti, það er svo gaman að lesa hvað þú skrifar. Sendi mínar bestu kveðjur frá Köben, Ragga (Hauks og Ástudóttir)

Ragnhildur Hauksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. jan. 2008

Gísli Blöndal

Áramótakveðja

Hæ Ía mín og kærar þakkir fyrir fallegar kveðjur. Sendi Erlu heim 30.des og fer sjálfur til landsins góða þann 19. jan. Okkar bestu áramótakveðjur og vonandi sjáumst við sem fyrst á þessu nýja og örugglega góða ári.

Gísli Blöndal, fim. 10. jan. 2008

Jólakveðja

Takk fyrir jólabréfið og jólakveðjur til ykkar allra í Tékklandi. Kristján og Elsa

Kristján Gudmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. des. 2007

Jólakveðja

Flott hjá þér Ía :o) Bestu jólakveðjur til þín og Þóris og fjölskyldunnar. Með jólakveðju Helga og Gunni

Helga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. des. 2007

saknaðar kveðjur...

til þín ía min með hlýrri kveðju frá rebekku. p.s mikið svakalega þakka ég vel fyrir síðast!

Rebekka A. Ingimundardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. okt. 2007

Gísli Blöndal

Takk fyrir að hafa samband

Hæ Ía mín. Gaman að heyra frá þér og ekki síður gaman að þú skulir ruglast inn á bloggið mitt, sem er jú ætlað fyrir fjölskyldu og vini. Það er alltaf þannig að um leið og ég er kominn heim eftir sumardvalirnar mínar þá langar mig mest út aftur. Mannstu þetta var stundum svona ef maður fór í bíó og sá góða mynd þá langaði mann mest í bíó aftur. Í fyrra fór ég beit til Ítalí og nú vill svo skemmtilega til að ég var einmitt að spá í Prag, sennilega í byrjun október - hver veit. Alla vega væri rosa gaman að hitta ykkur á heimavelli og ég get varla verið lengur þekktur fyrir að hafa ekki komið til Prag. Kisstu og knúsaðu karlinn frá mér og takk fyrir kveðjuna til Erlu ég veit henni þykir gaman að heyra frá ykkur. Kveðjur frá Blöndals-resident í Álakvíslinni til Stjörnusteins í Tékk - Gísli

Gísli Blöndal, mán. 17. sept. 2007

litla frænka

Ég vissi að ég ætti hjálpsama frænku og frænda sem liggja ekki á liði sínu. Ég skoða þetta með nafnið þegar mamma og pabbi eru búin að ákveða sig. Það tekur þau örugglega einhvern tíma en ég reyni að hjálpa þeim. Þau voru að ræða þetta áðan, ég lét sem ég svæfi í fanginu á pabba en heyrði samt allt og fitjaði upp á nefið ef mér líkaði ekki hvert stefndi hjá þeim. Kæra móðursystir það er gott að eiga þig að. Kær kveðja, litla nafnlausa prinsessan

Anna Sigga (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 10. ágú. 2007

Dobri denn'

Kæru vinir! Mikið höfðum við það gott í vinnustofunni á Stjörnusteini. Það var ekki auðhlaupið með allan farangurinn heim, en í lokin hafðist það. Við erum alsæl að rauðu rörin rötuðu rétta leið óskemmd, þar sem þau höfðu innanborðs árangur 6 vikna vinnu. Hvernig hefur hann Erró það, bíður hann enn við dyrnar eftir skógarferð? Hérna er óvenjukallt miðað við árstíma, og við tölum nú ekki um samanburðinn að koma úr 35 stiga hita. En annars erum við bara hress og kát. Bréfíð með póststimpli austuríska keisaradæmisins gerði lukku í heita pottinum. Hlökkum til nýrra endurfunda bestu kveðjur Gerður og Helgi

Gerður og Helgi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. júní 2007

kveðja

vorblá kveðja til ykkar í sveitini munið rökkurbláar síðsumarnætur hér heima á ísa köldu skeri Bubbi Morthens

bubbi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. apr. 2007

Loksins.

Þetta er frábært framtak hjá þér Ía mín.Til hamingju.Kossar og knús í sveitina.Bryndís og Bjössi.

Bryndís Magnúsdóttir (Óskráður), fim. 1. mars 2007

"Fæddur frásagnarpenni"

Líst mjög vel á þetta, svona frásagnarpenni af Guðs náð sem þú ert Ía mín, ekki spurning! Það verður gaman að fylgjast með blogginu hjá þér! Til lukku! Knús. Bökka

Björk Jónsdóttir (Óskráður), fim. 1. mars 2007

Húrrrrra !

Ía mín, ég tek þessu heilshugar og ætla að fylgjast vel með........nú fá penninn (þinn) og blekbyttan að njóta sín. Til hamingju - kv.Birna Dís

Birna Dís Benediktsdóttir (Óskráður), fim. 1. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband