Á grænu ljósi á leið á tónleika

Við, ég og minn elskulegi fórum á vit menningarinnar hér um síðustu helgi og skelltum okkur á tónleika sem haldnir voru í  höll tónlistarinnar hér í borg. Þar sem við komum út úr bílnum okkar slógumst við í hóp fólks sem var að koma út frá Metro stöðinni og allir í halarófu auðsjáanlega á leið í Rudolfinum.

 Hvernig sáum við að þetta væru tónleikagestir jú einfaldlega vegna þess að Tékkar fara í sitt fínasta púss þegar þeir mæta í Þjóðleikhúsið, Óperuna eða Rudolfinum. Karlar klæðast jafnvel smóking með hvíta hálsklúta og konur mæta iðulega í síðum kjólum og allir með sama hátíðarsvipinn.  Það stendur hreinlega utan á þeim, nú er ég að fara á vit menningarinnar.

Ekki er ég nú að tala um þetta í niðrandi merkingu mér finnst þetta góður siður og klæði mig sjálf alltaf dálítið uppá þegar ég sæki þessi menningarhús.

 Hér áður fyrr var stundum dálítið kúnstugt að sjá klæðnaðinn hjá Tékkunum.  Dustað hafði verið rykið af gamla smókingnum eða svörtu jakkafötunum og kjólar teknir fram sem greinilega höfðu verið í tísku fyrir 20 árum. En allir svo innilega glaðir með sig og sína að maður fór ósjálfrátt að hugsa hvað maður væri búinn að hafa það gott á meðan þetta fólk var í 50 ára fangelsi. 

Þar sem ég stóð innan um Tékka nútímans og beið eftir grænu ljósi hugsaði ég hvað fólkið hefði breyst hér á þessum 17 árum. Allir svo vel klæddir en með sama hátíðarsvipinn, ég er að fara í ´Rudolfinum.

   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ósk um betra blogg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Ía auðvitað á maður að klæða sig upp á, manni líður svo vel.
Manst þú eftir flottu dansleikjunum sem voru haldnir hér áður fyrr,
og er maður fór á Árshátíð þá fékk maður sér flottan kjól,
og fór í snyrtingu og hárgreiðslu, maður var allan daginn að undirbúa sig.
Þetta var svo gaman.
Mér finnst það líka  skilda okkar að vera vel til höfð alla daga.
                            Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband