Smá krúttblogg

Ring... afinn tekur upp símann.  Heyrist í afanum ,,Voff,voff, mjá, Þórir Ingi!  Afa...burrrr... Hundurinn trillist og fer að spangóla með afanum sem er að tala við dóttursoninn sem er fjórtán mánaða og nýfarinn að uppgötva símann. ,,Talaðu almennilega við barnið, hann skilur alveg mælt mál" kalla ég þar sem ég sit í rólegheitum og tala á hinni línunni og heyrði varla í sjálfri mér hvað þá viðmælanda mínum.

Slít sambandinu dálítið pirruð og geng til míns elskulega þar sem hann er enn að babla einhverja vitleysu við drenginn. Fæ loks tólið í höndina og segir:

,, Þórir Ingi minn, þetta er amma.  Hvað ertu að gera núna? 

 Bruslgessurblad heyrist á línunni.

 ,, Jæja elskan, ertu að horfa á Dodda í sjónvarpinu"?

Glastubruslasa  Haaaa.......

,, Já er það er hann svona skemmtilegur"....

Haaaaaaaa.... sklbrrrrummmd.....

,, Jæja elskan lofaðu mér að tala við mömmu þína aðeins"

......Haaaa.......æjjjjjjjjjjjjjjj......

,, amma talar við þig bráðum aftur, segðu bless" 

..........Baba... 

 ,,Bæ, bæ elskan".

Símtali líkur og minn elskulegi horfir með andagt á mig og spyr:,, Er hann farinn að tala í símann"?  Svar:  Auðvitað fyrir löngu síðan.  Hélt þú vissir að barnið er séníLoLWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður hjá þér Ía, auðvitað er barnið séní, eru allir afar eins, afinn á þessu heimili talar eins við hundinn og þriggja ára snúllu, en hún er nú farin að segja,
afi það heitir ekki þvona heldur svona.
Brögð eru á er barn að finnur. kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilld, við ömmur skiljum börn svo vel.     Grandma 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 21.1.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband