Hefði verið stungið inn á vitleysingahæli ef náðst hefði til mín.

Búálfar og annað hyski er búið að ver að hrella okkur hér undanfarið eða svo held ég.  Fyrst var það vatnsleysið og svo núna um daginn þar sem ég stóð undir notalegri sturtunni og var rétt búin að löðra sjampói í hárið heyrðist búmmm!  Vatnið smá fjaraði út og ég eins og fallegur dúnhnoðri stóð þarna bölvandi sveitasælunni í sand og ösku.

Ég skellti mér í þykkasta baðsloppinn sem ég fann og hentist niður stigann en þar er rafmagnstaflan fyrir húsið. Allt virtist vera í stakasta lagi.  Þar sem við erum með eigin brunn og dælan gengur fyrir rafmagni var augljóst að aðaleintakið hafði klikkað og það er langt frá húsinu, næstum alveg við þjóðveginn.  

Án þess að hugsa skellti ég mér í skó og út fór ég í hvíta þykka baðsloppnum með sápulöðrið í hárinu hugsaði ekki einu sinni út í það að setja handklæði um hausinn.  Þarna hentist ég yfir gaddfreðna lóðina eins og hvítur ísbjörn með hárvöndul sem líktist Marge í Homer Simpson.Blush

 Með skjálfandi höndum tókst mér að opna lúguna og smella örygginu upp. Um leið er mér litið út á þjóðveginn þar sem bíll hægir ferðina og tvö starandi augu horfa á þetta furðuverk í morgunkulinu.  Ég snerist á hæl og hljóp eins og vitleysingur heim að húsi og þakkaði almættinu fyrir stóra járnhliðið okkar sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. 

Nú er ég sem sagt orðin fræg að endemum hér í hverfinu.  Whistling

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko, hefði viljað sjá þetta, þú ert sko örugglega orðin fræg í hverfinu og þótt víða væri leitað, ef Gróa á leiti gengur eins og hér heima
Gott samt að þú þurftir ekki að bíða eftir "no probleme" manninum í marga klukkutíma með löðrið í hárinu,
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefði viljað sjá þig hlaupa um eins og eyrnapinna um lóðina þína.  Vona að búálfarnir gefi þér smá frið á næstunni.  Kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:41

3 identicon

Ía mín! þetta var skemmtileg frásögn, þú ert svo skemmtilegur penni, hló mikið við lesturinn,  sé þig í anda bölvandi og ragnandi hlaupandi um allt, vona að þú verðir ekki veik á þessu strunsi þínu Mrs. Simpson.......... vona að píparinn sé mættur og morgun sturtan verði góð Ásta vinkona.

Ásta (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband