Mæðradagsblómið

Þú varst líknin, móðir mín,

og mildin þín

studdi mig fyrsta fetið.

Í dag er mæðradagurinn og mér finnst þessi fallegu orð eiga vel við í tilefni dagsins. 

Margar voru þær mæðurnar hér áður fyrr sem börðust fyrir sjálfstæði og ólu önn fyrir börnum sínum einar og óstuddar.  Ein af þeim konum var Katrín Pálsdóttir móðuramma míns elskulega.  Hún ól önn fyrir stórum barnahóp með því að skúra fyrir þá háttsettu menn Alþingis eftir að hún flutti á mölina þá nýorðin ekkja. 

 Katrín var ein af þeim konum sem stofnuðu Mæðrafélag Íslands.  Mikil kjarnorkukona.

Mæðradagurinn hefur alla tíð verið dálítið ofarlega í minningunni.  Sólbjartur og fallegur þar sem maður skottaðist á milli húsa í hvítum sportsokkum og seldi Mæðradagsblómið.

 Brosandi var tekið á móti manni alls staðar þar sem barið var að dyrum og allir keyptu blómið, alveg sama hvað lítil peningaráð voru á heimilinu.  Tíndir voru smáaurar úr gamalli, snjáðri  buddu og aldrei man ég eftir því að nokkur maður skellti á nefnið á manni.  Ef einhver hafði verið á undan að selja þá var annað hvort blómið hengt í stórrisan fyrir hurðinni eða brosandi andlit sagði : Nei takk góða mín, ég er búin að kaupa.

Ojá svona var það hér í denn.   Mother's Day Vase 

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eins stálminnug og ég er, man ég ekki eftir neinu fyrirkomulagi á þessum degi.

En þær eru margar íslensku konurnar sem stóðu sig eins og hetjur í erfiðri lífbaráttu. 

Gleðilegan dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Tek undir orð Hallgerðar: Móðurhlutverkið er það mikilvægasta hlutverk heims.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg minning. Ég vona að mæðradagurinn hafi verið þér góður

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hallgerður mín nei þetta er eftir Örn Arnar

Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg minning. Ég seldi alltaf mæðradagsblóm heima á Húsavík og fékk að búa þau til eitt sinn þegar amma mín tók mig með á föndurkvöld.  Hafðu það gott elsku Ía.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mæðradagurinn var ætíð hafður í hávegum í mínum uppvexti,
og Ía mín ég man líka eftir þessari barnsgleði sem þú talar um.
                                 Knús til þín
                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég seldi líka mæðrablómið ár eftir ár eftir ár, ég gerði allt fyrir hana mömmu mína.

Ps. ég fæ aldrei blóm á mæðradaginn, maður verður að vera móðir, þar fáið þig prik dömur mínar.

Eva Benjamínsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband