Enn bætist hér við Flóruna í Listasetrinu okkar

Næstu sex vikurnar mun Halldór Guðmundsson, rithöfundur dvelja hér í Listasetrinu Leifsbúð og hlökkum við hjónin til að kynnast þessum víðfræga fræðimanni og rithöfundi í eigin persónu. 

Mér datt í hug áðan þegar himnarnir opnuðust og helltu hér yfir okkur þrumum og eldingum hvort einhver sterk öfl fylgdu þeim hjónum hingað, lætin voru þvílík! Það er ekki óalgengt að fylgjur gesta okkar geri vart við sig hér rétt áður en þeir banka uppá. Nei, verið ekki að taka mig svona alvarlega, ég er hálft í hvoru að grínast.

 En nú hefur stytt upp og sólin er aftur farin að þurrka jarðveginn.  Innkeyrslan hjá okkur varð eitt stórfljót og leist mér satt að segja ekki alveg á blikuna minnug flóðanna sem urðu hér í fyrrasumar.

Hér með bjóðum við Halldór og hans konu hjartanlega velkomin hingað að Listasetrinu.  Njótið vel kæru gestir. 

Best að fara að klippa nokkrar rósir hér úti og setja í vasa, gera smá huggó út í Leifsbúð, já og kampavín í kælinn ekki má gleyma því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nei en gaman að heyra, ég ætla að athuga hvort einhver Bjartur leynist í honum, læt þig síðan vita hvað mér finnst.

Ía Jóhannsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta hljómar spennandi...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þetta hljómar alveg rosalega spennandi, ég er viss um að Halldór er mjög skemmtilegur maður,  einhvernveginn finnst mér það eftir að hafa lesið bækur hans. -   Nú held ég að verði fjör hjá þér Ía mín.     -  Hafðu það sem allra, allra best.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vildi að ég væri á leiðinni til þín.  Knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eigðu góða daga með Halldóri og Frú, Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 4.6.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband