Áætlanir fóru út um þúfur og ég er smá pirruð.

Ég þoli ekki þegar hlutirnir ganga ekki eftir mínu höfði.

Í dag hafði ég ákveðið að eyða ekki tíma mínum eða orku í fréttalestur.  Orkan átti að fara í það að hrista fram úr erminni nokkur húsverk sem setið hafa á hakanum í langan tíma.

Allt byrjaði þetta eftir áætlun og ég var búin að færa sumarfötin upp og vetrarfötin niður.  Fullur poki af skóm og öðru sem hússtýran mín átti að taka með sér heim beið í anddyrinu.  Ég fékk mér kaffi um ellefu leitið og var bara þvílíkt ánægð með framvindu mála.  Næst skildi taka bókaherbergið rækilega í gegn og klára það fyrir kvöldið. 

  Ég byrjaði á skrifborðinu og tölvuborðinu.  Stór svartur ruslapoki fór að fyllast óðfluga. Eftir skrifborðstiltekt réðst ég af fítonskrafti á bókaskápinn.  Ákvað að byrja neðst en þar eru lokaðir skápar sem svo rosalega auðvelt er að henda inn í þegar maður nennir ekki að fara með ruslið í tunnuna og svo það góða við svona lokaðar hirslur er að það sér engin hvað felst bak við lokaðar dyr.  Ég var búin að tæma fyrsta skápinn, allt komið út á gólf, búin að sortera það sem ég ætlaði að geyma annað komið í svarta pokann. Vegna þess að ég er svo köttuþrifin (stundum) ákvað ég að nú yrði þvegið allt hátt og lágt með Ajax og alles.

Þar sem ég lá á fjórum fótum og teygði mig inn í skápinn (neðri skáparnir eru ansi djúpir og ég handleggjastutt) vopnuð blautri tusku gerðist eitthvað mjög sársaukafullt í bakinu, hægra megin.  Ég fraus smá stund með svona ,,Ópið" á andlitinu en þar sem sársaukastig mitt er ansi hátt ætlaði ég nú ekki að láta smá sting koma mér í óstuð svo ég hélt áfram að puða þetta inn í skápnum. 

Ég gafst upp eftir smá stund.  Nú liggja bækur, bæklingar, möppur og fl. eins og hráviðri út um allt gólf þarna uppi og ég sit hér og vorkenni mér alveg heilan helling. 

Ætla samt að klára þetta á morgun. Engan aumingjaskap kona!  Búin að fara í nuddpottinn og síðan er bara að maka Voltaren kremi á báttið og éta tvær pillur og ekkert röfl.

Verð orðin góð á morgun, ekki málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvíldu þig vel Ía mín og dótið fer ekki langt.

Knús yfir höfin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ææææ, finn til með þér.....ég þarf að taka svona tiltektar dag á morgun

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi skinnið mitt... en skakalega ertu nú dugleg

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 06:10

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Humm... þú hefur greinilega teygt þig vitlaust við þrifin og geldur nú fyrir. Manst það næst að hreyfa þig ekki svona heldur hinsegin.
Nei í alvöru, var bara að prófa þetta ríkjandi "klók eftir á" dæmi hér í morgunnsárið.  
Vona að góður svefn hafi hrakið tognunina á brott og "Ópið" verði ekki á vörum þínum í dag.

Góðar stundir.

Guðrún Þorleifs, 4.11.2008 kl. 07:13

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Æ Ekki gott tetta...Finn til med tér .Vonandi hefuru lagast á medan svefninn varadi.Er eiginlega ad safna kröftum í ad fara í svona dag ádur en ég fer til íslands.

fadmlag til tín inn í betri daga í bakinu

Gudrún Hauksdótttir, 4.11.2008 kl. 08:12

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ía mín vonandi hefur þú lagast eitthvað í bakinu eftir gærdaginn, farðu vel með þig

Kristín Gunnarsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:41

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elskan mín passaðu bakið þitt, dótið bíður.  Vona að þú sért betri í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 09:43

8 identicon

Rétt hjá Ásdísi dótið bíður því getum við treyst. Þegar ég byrað lesturinn öfundaði ég þig yfir framtakinu. Í lokin var það orðin vorku. Var einu sinni skorin upp við brjósklosi og er alveg að muna helví..kvalirnar áður. L'attu draslið bíða í einhverja daga.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:48

9 Smámynd: Hulla Dan

Ég vorkenni þér heilan helling.
Því miður hverfur draslið okkar ekki þó að við látum það afskiptalaust... Vildi óska að svo væri.

Farðu nú svakalega vel með þig kona og vonandi batnar þér sem fyrst

Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband