Stórt verkefni framundan.

Hann kom á móti mér, hröðum skrefum og studdi si g við staf.  Tók þéttingsfast í höndina á mér og bauð mér inn í hvítmálað snyrtilegt herbergi og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig.  Ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég haldið að ég væri stödd í miðjum Dr. House þætti.  Allt hans fas minnti mig óneitanlega á Dr. House og göngulagið var það sama. 

En ég vissi betur, hér var engin amerískur læknaþáttur í gangi hér stóð ég frammi fyrir bláköldum raunveruleikanu og ekkert fengi því breytt.

Stunum veit maður innra með sér að ekki er allt eins og það ætti að vera og er jafnvel búin að undirbúa sig í huganum fyrr en skellur í tönnum. Það er óneitanlega samt alltaf jafn erfitt að fá þetta beint í æð.

Minn góði ,,Dr. House" brást strax við og sendi mig áfram í viðeigandi rannsóknir og til sérfræðinga sem því miður komust að sömu niðurstöðu.       

Það er stórt og mikið verkefni framundan en ég hef trú á því að við komumst í gegn um það eins og allt annað.  Tökum bara einn dag í einu og vinnum eins vel og hægt er og höfum trú, von og kærleik að okkar leiðarljósi.

Það tók mig nokkra daga að komu þessu hér inn en nú er ég búin að brjóta ísinn og líður betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 13.2.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel með verkefnið þitt

Guðrún Þorleifs, 13.2.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ía mín, er eitthvað vont í gangi?? óska þér alls hins besta og bið fyrir þér og betri heilsu þér til handa.  Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Ragnheiður

Æj knús Ía mín

Ragnheiður , 13.2.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.2.2009 kl. 16:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta Ía mín þú munt verða í mínum bænum og svo tökum við þetta allar með þér í jákvæðni og kærleika.
Ljós og orku sendi ég þér og þínum.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2009 kl. 20:10

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:23

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2009 kl. 01:33

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Ía mín.Tegar madur fær ekki gódar  frettir af vinum sínum tá er eins og nátturan hjálpi manni ad ad taka á teim. Eins og einhver segji ,  tetta á eftir ad ganga vel.Tad er eins og madur finni tad innra med sér.

Hjartanskvedjur til tín elsku vina.Tú verdur med mér í bænum mínum.

Gudrún Hauksdótttir, 14.2.2009 kl. 06:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskan: ,, Ef maður er glaður þá gengur allt vel."
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2009 kl. 08:39

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hugs and kisses

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 10:23

13 Smámynd: Hulla Dan

Ég kveiki á kerti og bið þess að verkefnið þitt fari vel

Hulla Dan, 16.2.2009 kl. 11:14

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Ía mín, með þínum húmor, og þinni jákvæðni, og ást og aðstoð þinnar yndislegu fjölskyldu, muntu leysa þetta verkefni eins og hendi sé veifað.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband