Hann er kominn með pungapróf á þvottavél og þurrkara.

Í morgun þegar ég loksins komst út úr draumalandinu og drattaðist niður í eldhús beið eftir mér pakki að heiman.  Það sem mér finnst gaman að fá pakka svona óforvarandis, ég kætist eins og fimm ára barn skal ég segja ykkur. 

Innihald pakkans sem Erla vinkona mín sendi mér var bók eftir Randy Pausch, Síðasti fyrirlesturinn.  Ég hef aldrei heyrt um þennan prófessor en skilst að bókin sé vel þess virði að lesa.  Takk fyrir kæra vinkona. Er að ljúka við einhvern Thriller sem ég man ekki einu sinni hvað heitir og síðan ætla ég að taka þessa fyrir.

  Það er ekkert smá mikið sem ég hef innibyrgt af lesefni síðasta mánuðinn. Flest af því hefur nú bara farið inn um annað og út um hitt.  Sumir segja að maður verði svona ruglaður og minnislaus eftir svona langa svæfingu.  Hvað veit ég.

Jæja vinir mínir ætla að skella hér inn smá frétt um minn elskulega svona til gamans. 

Þrátt fyrir að við höfum hér hússtýru er ekki þar með sagt að hún sé hér alla daga þannig að hér verður stundum að taka til hendinni eins og gengur og gerist á öllum heimilum og allt hefur þetta lent á elsku kallinum mínum undandfarið. 

 En satt best að segja hefur hann aldrei verið mikið fyrir húsverk svo fyrsta vikan fór í það að kenna honum á uppþvottavélina, hvernig ætti að raða í hana og hvaða efni væri notað og til hvers hólfin væru. Eftir viku var hann kominn með þetta svona nokkurn vegin á hreint:  Á ég núna að setja á Auto?  Já elskan og loka vélinni síðan varlega ekki skella.- Var síst að skilja í öllum þessi skörðum í diskunum okkar.

Rétt áður en ég fór heim af spítalanum sagði hann mér hróðugur að hann hefði sett handklæði í þvottavélina.  - Flott hjá þér sagði ég.

Þegar heim kom voru samanbrotin handklæðin snyrtilega uppröðuð inn á baðherbergi.  Hann leit á mig og sagði: Sko þetta gat ég alveg aleinn! En af hverju eru þau svona stíf og ómeðfærileg?

-Settir þú þau ekki í þurrkarann og smá þvottamýki í vélina spurði ég ósköp varlega.

-Hehumm... já jú þau fóru í þurrkarann en æ ég vissi ekki hvað þau ættu að vera lengi svo ég bara engdi þau upp blaut...... hvað er þvottamýkir bætti hann svo við alveg bláeygður og ljóshærður.

- það lætur maður í eitt hólfið og það gerir þvottinn svona fluffy.

-OK geri það næst, ekki málið.  Hvernig lítur þvottamýkir út? Ég meina er þetta í brúsa eða dufti?

-Heyrðu elskan, ég fer alveg að komast á ról svo þú skalt ekkert hafa áhyggjur af þessu svo held ég líka að það sé ekki til mýkir svo það verður bara að bíða.

En minn lét sér nú ekki segjast og í hvert skipti sem hann fór í matvörubúðina leitaði hann að þvottamýki en kom tómhentur heim í nokkur skipti og var farinn að segja mér að svoleiðis væri bara ekki til í búðinni með svo mikilli sannfæringu að ég var næstum farin að trúa honum.

Fyrir viku, já þetta er búið að ganga lengi, þá skellti hann hróðugur stórum plastbrúsa á borðið, brosti alveg hringinn og var að rifna úr monti og sagði:  Sko ég fann mýkir!

- Ég þorði ekki einu sinni að brosa en hláturinn sauð í mér:  Nei elskan þetta er ekki þvottamýkir þetta er þvottaefni fyrir ullarflíkur.

- Hvernig í andsk... lítur þessi mýkir út ég bara spyr? 

- Æ vertu ekki að pæla í þessu meir ég skal kaupa þetta fljótlega.

- Minn lætur ekki segjast og daginn eftir var hann búinn að finna rétta brúsann og ég gat farið og sett í vél    hehehehe..... og hann kominn með fullnaðarpróf í þvottavélabuissnes.

Hann er sem sagt búinn að læra á uppþvottavélina, þrífa eldavélina, komin með pungapróf á þvottavél og þurrkara.  Geri aðrir betur á sjötugsaldri en ég hætti ekki á að kenna honum á ryksuguna enda með konu í því.

Svo elska ég þennan mann alveg út af lífinu bara svo þið vitið það. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hann reynir þó, það má hann eiga  Knús á þig Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Ragnheiður

æj hann er dúllurass...lestu endilega síðasta fyrirlesturinn, hún er góð (ég hef ekki lesið hana en séð mynd um þennan mann Randy)

Knús í útlönd..ég er svona langknúsari

Ragnheiður , 24.3.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Auður Proppé

Þetta minnir mig svolítið á þegar við fluttum til Íslands, ég varð að fara 3 mánuðum á undan út af vinnu og húsbandið var eftir úti með stelpurnar þrjár. 

Gleymi því aldrei þegar sú yngsta þá 6 ára kvartaði í símanum að hún væri alltaf í svo krumpuðum fötum því pabbi kynni ekki að strauja.  Svo sagði hún "en pabbi segir að það sé í tísku, er það rétt mamma?"  Sá var nú að redda sér.

Heppin ertu að eiga svona yndislegan eiginmann, þeir gera sitt besta þessar elskur.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tarna á málshátturinn vel vid "Virdum viljann fyrir verkid"

Mér heyrist tú vera komin meyra á ról??

Hjartanskvedja til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 25.3.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ia mín hér leka tár af hlátri og þessi á heima í Gleðibankanum okkar.
þessar elskur vilja allt gera svo þetta verði nú eins og við viljum,
en tekur stundum svolítinn tíma, en veistu ég kalla hann bara góðan.
Minn elskar vélar og þurrkarinn er hans uppáhald og skilur ekkert í því að öll teppin sem við eru með út um allt megi ekki fara í þá vél, annars held ég að hann elski Róbótinn meira, horfir dolfallinn á hann vinna.
Þú setur þetta í Gleðibankann.
Ljós og kærleik til ykkar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.3.2009 kl. 15:48

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svona eru þessar elskur minn, er svona líka en hann má eiga það að hann er duglegur að elda Kær kveðja Ia mín

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2009 kl. 19:56

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, hvað hann er dásamlegur, að gefast ekki upp.  Það er ekkert skrítið að þú skulir elska þennan mann.  Kær kveðja til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.3.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður !

Kærar kveðjur af Klakanum

Guðrún Þorleifs, 27.3.2009 kl. 12:43

10 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Takk fyrir kveðjuna Ía mín. Arndís veit ekker enn hvað er í vændum nema að ég ætla að gefa henni að snæða á Rauðará kl. 19 í kvöld.

Ég hef enn ekki lært að skúra gólf eða þurka af og er ný búinn að læra að búa um hjónarúmið

Ísleifur Gíslason, 27.3.2009 kl. 13:46

11 identicon

Þetta er fallegur óður til hans. Og hefur margfeldi áhrif þegar maður les. Hafði reynda lúmskan grun um að þú ættir góðan mann. Líkur sækir líkan heim..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:46

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 12:00

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 kveðja á laugardagskvöldi ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 22:22

14 Smámynd: Hulla Dan

Sýnist þú eiga dásamlegan mann Ía mín:)

Vona að þér líði vel elsku bloggvinkona

Hulla Dan, 29.3.2009 kl. 15:56

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að senda þér knús elsku Ía mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband