Andskotan ekkert fútt i Hanastélinu í morgun.

Yfirleitt þar sem ég hef mætt í Hanastél (cocktail party á góðri Íslensku)  hefur mér sjaldan leiðst og stundum jafnvel bara frundist þræl gaman.  Ég hef kynnst fjöldann allan af fólki í þannig samkvæmum bæði skemmtilegu og miður skemmtilegu. Stundum hefur maður orðið fyrir hrikalegum vonbrigðum með veitingarnar en stundum líka fengið algjört lostæti.

Það er nú það.

Ég verð nú að segja að Hanastélsboðið sem ég var boðin til í morgun var ekki alveg það skemmtilegasta sem ég hef farið í.  Vertarnir sem tóku á móti gestunum voru afskaplega ólíkar.  Önnur brosti út að eyrum og var ekkert nema elskulegheitin af hinni lak fýlan og svipurinn sagði eitthvað á þessa leið:  Guð hvað ég nenni þessu ekki, vonandi fer þessum gestum fækkandi hvað úr hverju.  Ég forðaðist að tala við hana á meðan ég dvaldi þarna þessar tvær klukkustundir. Enda sá sú brosmilda um að halda uppi small talk öðru hverju við gestina.

En blessaðir gestirnir voru ekki skrafhreifnir það verð ég nú að segja. Allir höfðu komið sér fyrir eins vel og hugsast gat, tek það fram að ég lenti í betri sætum í morgun, sem sagt rúmi.  Allir voru með sinn cocktail misjafnlega sterkan auðvitað, allt eftir óskum hvers og eins.  Einstaka gestur brosti til næsta manns en mér fannst nú sem öllum leiddist heil ósköp í þessu partýi enda engin lifandi músík og ekki heldur úr hljóðkerfi.  Tveir voru með Ipod sá ég og fannst mér það góð hugmynd. OK við vorum þó blessunarlega laus við leiðindar ræðuhöld á Tékknesku sem yfirleitt eru haldin í svona gillum.  Þvílikur tortúr að hlusta á og nú er ekki einu sinni afsökun að fara út að reykja á meðan á tölum stendur.  Trallallallallala.....

 Því las ég bókina hans Randy Pausch, Síðasta fyrirlesturinn.  Ekki kannski rétta bókin í svona partý en hún er alla vega blákladur veruleikinn settur á blað án uppspuna. 

Það var sem sagt ekkert fútt í þessu partýi en vegna þess að maður má ekki vera ókurteis þá hélt ég það út þessa tvo tíma enda í betri sætum og lét sólina verma á mér hvirfilinn.  Smá vítamín fyrir hárið í leiðinni.  Nei elskurnar það er enn á sínum stað og vonandi bara helst það þannig. 

Var ég búin að segja ykkur að mér og örugglega flestum þarna inni fundust veitingarnar bragðlausar. 

 En andskotinn hafi það ég held þær séu að virka.  Ég alla vega trúi því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Auðvitað eru þær að virka..við önsum ekki öðru sko

Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nei Ragga við önsumessuekki.  Hugsa til þín á morgun og hinn og sendi þér ljós.  Ups hvað þetta verður erfitt.  En þú ert svo asskoti sterk vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er þetta elskan heldurðu að þér sé boðið upp á vatn í coktail partý, nei nei
eitthvað frekar sterkt og það virkar.
Ljós og kærleik til þín ljúfust mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Milla en verst að finna ekki bragðið fyrr en eftir á hehehe.....

Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:11

5 identicon

Klárt að það virkar Ía mín, betra en allt ,,Kláravín" eða hvað það er nú er sem boðið er upp í á venjulegum Hanastélsboðum. Gleðilegt sumar vina og takk fyrir allt vetrarbloggið það hefur vissulega lýst upp vetrarmyrkrið hér. Bjartasta sumarljós til þín, það er það minnsta í staðinn.

Maja (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg Ía mín og þessi kokteill mun virka, ekki spurning í mínum huga

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:39

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Maja mín.  Sumarkveðja til þín líka.

Já alveg klárt mál Þetta virkar örugglega Sigrúm mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 23.4.2009 kl. 03:48

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

GLEÐILEGT SUMAR KÆRU VINIR

Ía Jóhannsdóttir, 23.4.2009 kl. 03:57

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt sumar Ía mín og megi sumarid vera tér gott til ad ná treki og heilsu á ný..Hvad er tetta eiginlega hjá mér??Tú sem ert ordin spræk og full klár í sumarid.

Knús til tín inn í gódann dag sem reddar Hanastélsbodinu.

Gudrún Hauksdótttir, 23.4.2009 kl. 06:36

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað virka þær

Jónína Dúadóttir, 23.4.2009 kl. 07:34

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn og gleðilegt sumar elsku vinkona og takk fyrir veturinn.
Ljós og kærleik til ykkar beggja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 08:00

12 identicon

Innilegar óskir um gleðilegt sumar frá okkur hér - lóan og hrossagaukurinn biðja að heilsa.  Sumarkveðjur úr sveitinni.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:34

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gleðilegt sumar og góðann bata

Ísleifur Gíslason, 23.4.2009 kl. 12:56

14 identicon

Óborganleg ég sá allt annað fyrir mér?..Gleðilegt sumar elsku Ía mín. Í alvöru þó hnykkti ég við tímann sem þú værir í hanastéli? en samt, allt getur gerst.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kommon, auðvitað svínvirka kokteilar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband