Vélin fær að halda heiðurssætinu aðeins lengur.

Ég skokkaði ,,léttfætt" niður stigann í morgun.  Viku djúsdögum var lokið og nú gat ég farið og gúffað í mig öllu því sem mér finnst gott á morgnanna.  Hafrakex með miklu smjöri og marmelaði, ómælt kaffi og bara að nefna það!

Þegar niður kom barst mér í vit sama lyktin og ég hef fundið á hverjum morgni alla vikuna.  Lykt af nýpressuðum ávöxtum með engifer og annarri hollustu. Minn elskulegi hafði auðsjáanlega haldið áfram í djúsnum. 

Þarna stóð hún á sama staðnum og hún hefur verið alla vikuna.  Í nokkurs konar heiðurssæti í eldhúsinu. Við hlið hennar var shakevélin, viktin og kannan.  Allt eins og það er búið að vera í heila viku. 

 Um hvað er ég að tala? Nú auðvitað djúsvélina sem ég var búin að hlakka svo til að koma aftur út í horn hinum megin í eldhúsið.  ´Langt, langt úr sjónmáli!  Bara pakka græjunni og nota aðeins spari.  Þetta var orðið ágætt og ég svindlaði ekki nema síðasta daginn enda búin að fá upp í kok af allri þessari hollustu.

Neip, minn elskulegi nú er nóg komið hugsaði ég og sótti mitt hafrakex í skúffuna, sem enn var í þokkalegu standi, ekkert farið að mygla að ráði, smjörinu og marmelaðinu var skellt á borðið og ég smurði kexið á meðan munnvatnið lak út um munnvikin.  

Með kaffið í krúsinni og kexið í hendi settist ég og nú skildi kjamsað á óhollustunni.  KJammmssss..... viti menn þetta var ekki eins gott og mig minnti.  ´Stóð upp náði í djúskönnuna úr ísskápnum og skellti í mig einum góðum.

Djúsvélin fær að standa í heiðurssætinu aðeins lengur.

Verð sjálfsagt að drekka mig niður næstu daga.

Farin út að mála grindverkið hvítt.  

Það er heitt, það er hrikalega heitt úti.  Finna mér sólhlíf.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér allt í haginn inn í daginn

Jónína Dúadóttir, 17.8.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Djúsvélin hefur lag á að hanga í heiðurssætinu. Veit ekki hvernig hún fer að þessu - hún hefur skipað fremsta plássið á borðinu hjá mér í allt sumar ;)

Vertu svo ekki að monta þig þetta af hitanum stelpa....

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja yfir hafið, hér er heitt, innandyra.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Haltu bara djúsvélinni, hún er best dúllan mín.
Kaffi svona um 11 leitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúllan þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband