Jólin byrja að Stjörnusteini annað kvöld,

Á meðan Obama tók við friðarverðlaununum sátum við í norska Sendiráðinu hér í Prag á fyrsta degi kræsinga og ofáts sem kemur til með að standa yfir næstu vikur. 

Að sjálfsögðu kom veitingin upp á pallborðið og við ræddum þetta svona fram og til baka.  Annað sem rætt var af miklum áhuga var efnahagsástan okkar Íslendinga og hvort við værum alveg á því að ganga í EU.   Hvað veit ég um það.  Fáfróð manneskjan sem nennir ekki einu sinni að hugsa um pólitík hvað þá að setja mig niður við að skilja eymdarástan þjóðar minnar.

Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þá eru þessi boð mér alls ekki að skapi og mér yfirleitt hundleiðist.  Í kvöld var ég næstum, eftir að hafa gúffað í mig graflax, purusteik og tilbehör og créme Brullée á eftir og var komin með gubbunu upp í háls, var ég næstum búin að standa upp frá borðinu og komin hálfa leið út úr húsinu.  Það sem mér leið illa!!!!

Það tók óratíma að keyra þess 50 km heim og nú er ég aðeins farin að jafna mig enda sit hér með Cheddar ost í annarri og glamra á lyklaborðið á milli þess sem ég sting upp í mig bita.  Málið er að það er bráðnauðsynlegt á éta sig niður á hverju kvöldi ef maður á að lifa þessar vikur af.

Mér var tilkynnt af mörgum í kvöld að jólin byrjuðu alls ekki í IKEA enda þvílík fjartæða að halda því fram.  Jólin byrja hér heima hjá okkur að Stjörnusteini. 

Það voru all margir sem sögðu mér að þeir væru búnir að liggja á hnjánum í marga daga, slíta gat á margar buxur,  til þess að biðja um snjó eins og gerist hér í fyrra þegar við héldum okkar árlega jólaboð.  Nú verður boðið til veislu annað kvöld og hann verður heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef hann ætlar að snjóa.  Það er hiti hér og ekkert líklegt að hann breyti því næstu klukkustundirnar.

En veislan verður á morgun og hlökkum við mikið til að fá vini okkar hingað í þessa árlegu jólaveislu.

Segi ykkur seinna hvernig til tókst.

Ætla ekki að segja ykkur hvað mér líður illa í maganum eftir þetta át í kvöld en mikið hrikalega var purusteikin góð.  Enda kom frá Nils á Kampa.

 

 


mbl.is Mótmælaganga í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Padda...

Nú lángar mig óztjórnlega í 'egte danzke flezkezteg' !

Steingrímur Helgason, 10.12.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki hefur einhverjum dottið í hug að trúa því í alvöru að jólin byrjuðu í IKEA ?  Góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 11.12.2009 kl. 06:43

3 identicon

He.Hér á mínum slóðum er rok,rigning og 8 stiga hiti.Ekki beint jólalegt en það er allt í lagi því að jólin eru inni í hjörtum okkar :)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 07:44

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Zteini padda hvað???? Er ekki allt í lagi svona rétt fyrir jól eða þannig?

J'onína já sumir þeir fara alltaf fyrst í fo.....IKEA og síðan á Laugaveginn sver það!

Rétt Ragna mín koma innan frá það held ég nú.

Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Purusteikin er bara lostæti med hele pakken. það er líka hiti hjá okkur smá gola, en hvað er nú það.
Í kvöld ætlum við gamla settið að borða sígin fisk með íslenskum rauðum kartöflum, smjöri og mínu rúgbrauði, kaffi á eftir.

Góða skemmtun í kvöld.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2009 kl. 15:38

6 identicon

Þú ert yndisleg..Hvar sem þú ert. Svo hættu að vanmeta að fólk sem vill hafa þig nálægt sér.

"Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnanna gist /sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist /þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst/að maður að endingu lendir í annarri vist.. Jón vinur okkar Helgason..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 21:42

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jólakveðja á jólalegasta jólaboðið í Prag.

Sammála þeim sem finnst fáranlegt að veita friðarverðlaun Nóbels, fyrirfram.

Pínulítið eins og að lifa á yfirdrætti.  Vonandi tekst honum að greiða hann upp hið snarasta, svo hann geti farið að greiða niður afborganir af "friðarverðlaununum".

Frískar og frostbitnar jólakveðjur í Stjörnustein, frá Grettisbæli!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2009 kl. 09:45

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Oh, mann fer nú bara að langa að koma að Stjörnusteini og upplifa dýrðina, þetta hljómar allt svo yndislegt og "festive"! .. annars er ég að fara að heimsækja okkar sameiginlegu vini annað kvöld og fæ þá eplaköku í hátíðarbúningi með rjóma og súkkulaðisósu. Slurp!!..

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.12.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband