Hann Egill okkar á afmæli í dag.

Hann glókollur minn á afmæli í dag.  Frumburðurinn orðinn þrjátíu og fimm ára.  Úps hvað mamman og pabbinn eru þá orðin gömul segir þá einhver.  Neip ekki að ræða það við erum enn kornung.

Ég man eftir því þegar ég var búin að dásama lækninn á Fæðingarheimilinu fyrir alla hjálpina eins og hann hefði búið til þennan mola minn þá setti sá stutti upp smá grettu í vöggunni til þess að mótmæla móður sinni og þá sá ég það.  Drengurinn hafði spékoppa föður síns svo það fór nú ekkert á milli mála hver hefði komið þarna við að verki. Það vottaði ekki fyrir spékoppum í alvarlegu andliti læknisins.  Svo þar með var málið afgreitt.

Eins og gengur og gerist verður haldin veisla og við mætum þar gamla slektið, prúðbúin og fögur eins og Bláfjöllin með jólakransa og ljósasjó í augunum. Í afmælisfíling, engin spurning.

Hafið þið tekið eftir því hvað erfitt er að finna afmælisgjafir handa börnunum þegar þau eldast.  Eiginlega ógjörningur.  Ég hafði nú ætlað að baka fyrir minn í dag eina gula, rauða og græna en þar sem nennan er ekki mikil og getan ef til vill í lágmarki held ég að hann verði að eiga það inni hjá mömmu sinni.  Þetta verður sjálfsagt afgreitt fyrir jólin.  Vonandi.

Jæja þar sem nú er sunnudagur og messan eiginlega alveg að byrja er best að koma sér í stellingar. 

Nei halló það er kominn þriðjudagur.  Svona hef ég misst úr daga núna. Andskotinn. 

Sendi góða kveðjur yfir hafið frá okkur hér að Stjörnusteini í fallega vetrarveðrinu hér í sveitinni.

Njótið aðventu og friðarljóss á þessum góða árstíma.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með hann

Marta B Helgadóttir, 15.12.2009 kl. 09:46

2 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 12:11

3 identicon

Ómæ hvað það er langt - og samt stutt - síðan börnin okkar voru lítil. Þökkum fyrir hverja mínútu sem við áttum og eigum með þeim.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 13:16

4 identicon

Til hamingju með drenginn. Hélt einhvernvegin að það væri meiri aldursmunur á okkur. Mátt skila kveðju frá mér ef hann skyldi nú muna eftir frekjunni á Winny´s

Syrrý (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 13:53

5 identicon

Elsku Ía mín

Innilega til hamingju með hann Egil! Skilaðu hamingjuóskum frá okkur til hans!

Ég man alltaf eftir því að jólin voru komin og allt tilbúið í Traðarlandinu 15. des, allt spikk og spann á heimilinu og sú röndótta á borðinu!

Knús á ykkur!

björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með strákinn Ía mín
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með drenginn og ykkur sjálf

Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2009 kl. 01:09

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með drenginn ykkar

Jónína Dúadóttir, 17.12.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband