Til allra útvarpsmanna og nýja bókin hans Arnalds.

Hver hefur ekki lent í því að koma inn í viðtalsþátt hjá einhverri útvarpssröð og hugsa eða spyrja hvaða þáttur er þetta eða við hvern er verið að tala og líka um hvað er verið að ræða.  Örugglega hver einasti sem les þetta.  Og ég er viss um að margir verða alveg jafn pirraðir og ég þegar maður kemst ekkert inn í þáttinn eða skilur ekki bops vegna þess að það er eins og verið sé að dæla einhverju út úr kú í hljóðnema niðrí í útvarpi.  Ekki satt?  Jú segja flestir.  Auðvitað eru líka sumir sem gefa bara skít í hvað verið er að básúna í útvarpið sama hver stöðin er.

Jæja gott útvarpsfólk.  Hvernig væri nú að taka upp nýja hætti hjá öllum þessum fínu útvarpsrásum sem við höfum á Íslandi.  Mig langar svo til þess að biðja ykkur vinsamlega um að lesa þetta og jafnvel íhuga það sem ég vil hér koma á framfæri.

Við sátum hér áðan í eldhúsinu og einhver var að taka viðtal (held þetta hafi verið í Speglinum) við einhvern ég held rithöfund og var að tala um nýjasta ritverkið sem var að koma út eftir þennan merka mann.  Við hlustuðum svona með öðru eyranu þar til ég spurði minn elskulega hvort hann hefði tekið eftir því við hvern væri verið að tala?  Neip það hafði alveg farið fram hjá honum eins og mér. 

Þáfórum við að tala um hvers vegna fréttamenn tilkynntu ekki svona einu sinni eða jafnvel tvisvar hver viðmælandi þeirra væri og um hvað málið snerist.  Þetta þarf ekki að taka nema sákuntubrot af tíma og mundi létta öllum hlustendum óþarfa vangaveltur. 

Komið bara með þetta eftir þagnarpásu.  Ég er að tala við so and so um so and so, Svo lítið mál elskurnar mínar.  Allir hlustendur tækju ofan húfur og hatta fyrir ykkur ef þið vilduð vera svo væn að taka upp þennan sið sem tíðkast á flestum stöðum erlendis.

Síðan vil ég fræða ykkur á því að ég er hætt að reyna að bögglast í gegn um síðustu bókina hans Arnalds Indriðasonar.  Hvað er eiginlega í gangi.  Það halda allir ef ein bók gengur vel þá sé búið að koma þeim fyrir á stalli og það sé barnaleikur að skrifa ritverk!!!!!!!!!   Halló Arnaldur er því miður ekki sá eini af okkar góðu rithöfundum sem heldur þetta.  Því miður hefur borið á slaklegri frammistöðu hjá mörgum góðum undanfarið.  Hættið að halda að það sé hægt að hrista verkin úr erminni á nokkrum mánuðum, .það er misskilningur elskurnar mínar.

Ég hætti sem sagt að lesa þessa grautfúlu bók hans Arnalds og nú liggur hún hálfopin og 50 síður ólesnar af minni hálfu.  Nú má minn elskulegi taka þessa skruddu og reyna að komast í gegn um hana á skemmri tíma en hún ég.

Takk fyrir samt segir maður það ekki sko að sýna vilja í verki.  En vanda sig betur næst!!!! Elsku kallinn.

Svo mörg voru þau orð og nú er ég farin að lesa Gísla sögu Súrsonar eða bara Egilssögu, miklu meir spennandi en einhver doðrantur um allt og ekkert.

Afsakið en sitt sýnist hverjum ekki satt?

Og muna svo að kynna viðmælendur af og til útvarpsmenn góðir.  Það breytir öllu skal ég segja ykkur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú þarft ekkert að afsaka þig mín vegna! Það er langt síðan Arnaldur féll af stallinum sem einhver verðlauna glæpasagnarithöfundur.

Mér hefur fundist síðustu bækur hans bæði fyrirsjáanlegar og afspyrnu leiðinlegar. Finn enga þörf hja mér til að lesa Svörtu loft!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála með Arnald... sami grautur í sömu skál... bók eftir bók

Jónína Dúadóttir, 18.12.2009 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband