Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.2.2008 | 13:24
Splass, gluggi brotinn og enginn heyrir neitt
Hættulegur strokufangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 19:44
Veit aðeins um einn með vissu sem er í algjöru rusli núna
Ætla ekki að blanda mér mikið í þessa hringavitleysu þarna á eyrinni enda hef ég ekki kosningarétt og stjórnmál alls ekki ekki minn tebolli. Það sem hefur vakið athygli mína er að hörðustu íhaldsmenn eru ekki par hrifnir af þessum sandkassaleik. Ekki ætla ég heldur að dæma þessa ágætu menn sem verma ætla borgarstjórastólinn til skiptis, örugglega góðir menn og frambærilegir svona ef vel er gáð.
"Duglaus stjórn er mikil blessun fyrir þjóðina" stendur einhvers staðar. Ef til vill, hver veit?
En það veit ég að einn góður vinur minn er núna í algjöru rusli eftir Borgarstjóraskiptin og það er listamaðurinn og skúlptúristinn Helgi Gíslason sem setið hefur sveittur í mörg ár að gera "Hausa" í brons af flestum ef ekki öllum Borgarstjórum Reykjavíkurborgar.
Og nú bætist enn einn við í hópinn og jafnvel aðrir tveir á þessu kjörtímabili. Heilir sjö "Hausar" á átta árum. Ekki furða að aumingja Helgi minn sjái ekki fram úr þessum verkefnum. Hvar á svo að koma þessum "Hausum" fyrir, allir í röð, merktir bak og fyrir með nafni og dagsetningum á stalli í Ráðhúsinu. Ætli verði ekki að byggja við húsið í framtíðinni ef þessu heldur svona áfram.
Helgi minn ekki láta deigan síga þetta hlýtur að taka enda einn góðan veðurdag og ef ekki þá tekur þú bara alla hersinguna með þér hingað í sveitina, ég meina fyrrverandi borgarstjóra og þeir geta setið fyrir hér í Leifsbúð næstu árin. Ekki málið.
17.1.2008 | 20:29
Konur eru konum verstar eða svo er sagt
Í grámyglu morgundagsins þar sem ég keyrði að heiman niðrí borg á leið á fund og hafði lítið annað að gera en að fylgjast með letilegri umferðinni (140-180 pr.km) fór þessi dagfarsprúða kona sem ég er yfirleitt að semja skammarræðu sem hún ætlaði að þrusa yfir fundarkonur.
Ég er sporðdreki sem yfirleitt tek öllu með þegjandi sældinni nema þegar mér eða öðrum er misboðið eða sýnd rosalegt óréttlæti þá síður ekki bara upp úr heldur ég hreinlega gýs. Það sem lá mér svona þungt á hjarta er búið að krauma innra með mér undanfana viku og þegar kraumar fer að sjóða og síðan kemur sprengingin, það er bara ekkert öðruvísi.
Nú verð ég að skýra mál mitt aðeins betur fyrir lesendum. Árið 1968 var stofnaður hér kvennaklúbbur Commercial Wifes. Eiginkonur erlendra verslunarfulltrúa í Sendiráðunum hér tóku sig til og stofnuðu þennan klúbb. Eftir nokkur ár lagðist þessi samkunda niður og það var ekki fyrr en árið 1991 að hann var endurvakinn af 12 erlendum konum sem allar voru kvæntar erlendum verslunarmönnum hér í borg. Ég var ein af þessum endur-stofnendum og erum við aðeins tvær eftir af gamla genginu. Fyrst í stað hittumst við heima hjá hvor annari í morgunkaffi og tilgangur með þessum félagsskap var að miðla upplýsingum um almenna þjónustu sem erfitt var að finna (engar gular síður) sbr. læknishjálp, skóla, jafnvel upplýsingar um hvað væri á markaðinum þennan daginn. Við vorum með svokallað net. Ef einhver fór á markað og fann t.d. Iceberg salat þá var hringt út og látið síðan ganga áfram. Yfirleitt voru kálhausarnir taldir svo engin færi fýluferð. 10 hausar 10 úthringingar. Engin vogaði sér að kaupa nema eitt stykki. Svona var nú það.
Annað sem þessi klúbbur gerði var að koma saman einu sinni í mánuði og skemmta sér með eiginmönnum. Við vorum allar giftar vinnuölkum þ.a.l. allar á sama báti. Við drógum karlanna með okkur hingað og þangað um borgina og yfirleitt var sérstök nefnd í því að finna nýja staði sem hentaði til partýhalds. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og við vorum rosa ,,tím" öll sem eitt.
Nú kem ég loksins að kjarna málsins. Örugglega allir búnir að gefast upp á þessari langloku Í dag er þessi félagskapur enn við líði. Hættur að kalla sig Commerial Wifes (þótti allt of dipló hef aldrei skilið það) og kallar sig í dag Prague Friends ( sounds like The Amish people) hef aldrei þolað þessa nafnabreytingu. OK. Fimmtíu konur héðan og þaðan út heiminum eru nú félagar og hittast einu sinni í mánuði yfir morgunkaffi.
Ástæðan fyrir því að ég var svona rosalega reið var að við ég og formaðurinn vorum búnar að undirbúa Gala Ball hér í janúar og vorum komnar með um 50 manns á lista en urðum að afpannta allt heila klabbið sal, hljómsveit, mat og allt sem því fylgir að halda Grand Ball. Djöfuls spæling. Enduðum með 20 manns á listanum.
Fomaðurinn (góð vinkona mín Breti) fór mjög fínt í þetta í byrjun fundar eins og sannur Breti en síðan tók ég við og hellti mér yfir þessar kerlingar sem bara þiggja og gera ekkert nema krítesera. Ég lét þær heyra að við værum ekkert hressar með þetta og þetta væri ekki í fyrsta sinn sem við yrðum að kanselaera vegna lack of interest.
Tíu konur eru held ég virkar í þessum klúbbi í dag hinar bara sitja og smjatta á kökum og kaffi. Engin leggur neitt til málanna bara láta mata sig á upplýsingum og toppurinn sem kom fram á fundinum var þegar ég spurði hvað er hér í gangi, hver vegna skrifið þið ykkur á lista aftur og aftur og bakkið síðan eða jafnvel mætið ekki? Hér eru konur sem leggja sig fram ár eftir ár. Halló
Svör: My husband don´t like dancing! My husbands tox dont fit anymore! My husband is taking me skiing! Úr mínum munni frussaði ég : It is a lousy excuse I don´t accept this. Síðan kom þrumuræða sem ég sjálf eiginlega vissi ekki til að ég gæti látið út úr mér. Að lokum bað ég þær vinsamlega um að hugsa sinn gang þetta væri enginn andskotans saumaklúbbur.
Minn elskulegi spurði mig eftir fundinn ,,hvað var þarna í gangi, (fundurinn haldin á Rvík) það mátti heyra saumnál detta þegar þú varst búin"? Hehehhe. Japs, gott mál og mér leið rosalega vel eftir að hafa ausið úr skálum reiðinnar. Rosalega er gott að geta blásið út einstöku sinnum.
Fékk mér síðan Lunch með góðum vinkonum og ræddum málin í rólegheitum en ég er viss um að nú er ég á milli tannanna hjá mörgum.
Úps, þetta var gott!
12.1.2008 | 10:33
Hillary varð orðavant
Þar sem við sátum með Bandarískum vinum okkar (Demókrötum) í gærkvöldi og talið barst að forsetaframbjóðendum heyrðum við þessa sögu um skyrturnar og bónorðið en önnur spurning barst víst líka úr salnum. Hvort líkar þér betur við demanta eða perlur? Þá varð víst Hillary orðavant. Ekki tekið út með sældinni að vera frambjóðandi.
En mikið askoti er hún nú góð þessi kella. Ég dáist að henni að nenna þessu. Svo er önnur spurning, hver kemur með að stjórna USA ef hún nær kosningu? Er hún leikbrúða eða hörkukerling? Jafnvel hörðustu fylgismenn hennar spyrja nú þessara spurninga, ég efast nú ekki um að hún hafi bein í nefinu og láti ekki neinar karlrembur yfir sig ganga.
Viltu giftast mér Hillary? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2007 | 13:35
Málið vakti mikinn óhug hér á sínum tíma
Þegar litla sonardóttir okkar fæddist hér í Prag sl. október hafði ég ekki heyrt um þetta mál og það vakti athygli mína, varúðarreglur spítalans. Um leið og hún kom í heiminn var syni mínum rétt rautt sótthreinsandi efni og hann beðinn um að rita nafnið hennar á annað lærið. Einnig var hún með þetta venjulega plastarmband með nafni og fæðingardegi.
Síðan þetta mál kom til sögunnar hafa öryggisreglur spítalanna hér verið stórbættar enda sorglegt að eitthvað þessu líkt geti komið fyrir.
Tékknesk stúlkubörn aftur til foreldra sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2007 | 16:35
Stjórnmál eiga ekki upp á pallborðið hjá mér
Ætli það sé til ópólitískari kona en ég? Fyrir mér eru stjórnmál eintómt argaþras. Ég kemst nú samt ekki hjá því að fylgjast með þar sem minn elskulegi hefur mjög gaman af að ræða pólitík, hvort sem það er heimspólitíkin eða annað. Nú standa fyrir dyrum kosningar heima og frambjóðendur á síðasta snúning að smala saman atkvæðum og lofa upp í lófa sér.
Þegar ég fór að hafa dálítið vit sem krakki var ég send af föður mínum til að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningum. Ég man að mér fannst þetta mjög spennandi og hafði ekkert á móti því að gefa vinnu mína einn dag. Það var líka ekki á hverjum degi sem maður fékk að keyra í leigubíl út og suður endurgjaldslaust. Veitingarnar voru heldur ekki af verri endanum, það var boðið upp á ótakmarkað sælgæti og danskt smurbrauð sem var ekki á boðstólum heima hjá okkur nema á tillidögum. Þrátt fyrir að taka þátt í þessu í nokkur ár vakti það engan pólitískan áhuga hjá mér.
Ég verð að viðurkenna að ég er svo fegin að þurfa ekki að kjósa núna þar sem við hjónin sórum okkur ekki inn á kjörskrá. Ég veit að vinir okkar eru ekki alveg jafn hrifnir þar sem margir þeirra eru í framboði. Ég sendi þeim öllum baráttukveðjur og óska þeim góðs gengis í komandi kosningum.
1.5.2007 | 09:03
Úlfur, Úlfur hrópar einhver og Jónínu Bjartmarz umsvifalaust verið kastað á bálið hefði hún verið uppi á 15. öld.
Þetta datt mér í hug í gærkvöldi þegar við hjónin vorum að koma heim frá því að horfa á margumrætt Kastljós heima hjá syni okkar. Hér í sveitinni loguðu eldar víðsvega og kann ég enga skýringu á því. Mér fannst Jónína standa sig frábærlega vel fyrir framan alþjóð, sitjandi undir mjög svo ruddalegri framkomu spyrjandans. Þarna fannst mér hún vera leidd að bálinu, en bara í annari merkingu.
Eftir að hafa fylgst með umræðunni hér á blogginu finnst mér sumir ættu að líta sér nær. Hvað er svona merkilegt við það að Jónína skuli aðstoða tengdadóttur sína í máli sem þessu. Hún var ekki að misnota aðstöðu sína, eingöngu að leiðbeina fjölskyldumeðlimi, enda þekkti hún vel til. Hver mundi ekki gera það sama hvort sem hann væri stjórnmálamaður, Ráðherra eða bara Jón útí bæ mér er spurn? Ef þetta mál hefði komið upp á öðrum tíma, en ekki svona rétt fyrir kosningar þá hefði það ekki vakið neina athygli. Hættið þessu bulli og snúið ykkur að öðrum málefnum sem virkilega skipta máli í okkar litla þjóðfélagi.